„Í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. júlí 2021 18:27 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Egill Ísland verður ekki lengur grænt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu þegar það verður uppfært næsta fimmtudag. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það áhyggjuefni. „Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að Ísland detti inn á rauðan lista og verði talið hættulegt land til að ferðast til,“ segir Bjarnheiður, en kortið er uppfært vikulega og breytist eftir nýgengi smita. Ef nýgengi er minna en 75 á hverja 100 þúsund íbúa þá helst landið grænt. Smitum hefur fjölgað það mikið að undanförnu að útilokað er að Ísland muni teljast örugg þjóð í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta myndi að sjálfsögðu geta haft miklar afleiðingar, það er að segja ef skilgreiningar á þessum listum verða áfram eins og þær voru. Nú eru bólusetningar orðnar útbreiddari alls staðar um heiminn og því spurning hvort það verða áfram sömu takmarkanir,“ segir Bjarnheiður. „En ef svo verður erum við í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista, það er engin spurning, þar sem það verður þá væntanlega varað við ferðalögum til Íslands frá ákveðnum ríkjum og þau jafn vel bönnuð.“ Hún segir þær aðgerðir sem gripið verður til innanlands nú á miðnætti ekki hafa nein stórkostleg áhrif á ferðaþjónustuna, þó vissulega einhverjir muni bera skarðan hlut frá borði. „Fólk var orðið mjög bjartsýnt og farið að sjá út úr þessum gríðarlega erfiða tíma sem þetta hefur verið fyrir ferðaþjónustuna, þannig að auðvitað er þetta bakslag og vonbrigði fyrir alla sem í greininni starfa. En við verðum bara að taka einn dag í einu, það eru nýjar tölur og nýjar staðreyndir og nýjar upplýsingar á hverjum degi og verðum að vinna með það sem er sett fyrir framan okkur hverju sinni. Við erum svo sem orðin vön því.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að Ísland detti inn á rauðan lista og verði talið hættulegt land til að ferðast til,“ segir Bjarnheiður, en kortið er uppfært vikulega og breytist eftir nýgengi smita. Ef nýgengi er minna en 75 á hverja 100 þúsund íbúa þá helst landið grænt. Smitum hefur fjölgað það mikið að undanförnu að útilokað er að Ísland muni teljast örugg þjóð í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta myndi að sjálfsögðu geta haft miklar afleiðingar, það er að segja ef skilgreiningar á þessum listum verða áfram eins og þær voru. Nú eru bólusetningar orðnar útbreiddari alls staðar um heiminn og því spurning hvort það verða áfram sömu takmarkanir,“ segir Bjarnheiður. „En ef svo verður erum við í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista, það er engin spurning, þar sem það verður þá væntanlega varað við ferðalögum til Íslands frá ákveðnum ríkjum og þau jafn vel bönnuð.“ Hún segir þær aðgerðir sem gripið verður til innanlands nú á miðnætti ekki hafa nein stórkostleg áhrif á ferðaþjónustuna, þó vissulega einhverjir muni bera skarðan hlut frá borði. „Fólk var orðið mjög bjartsýnt og farið að sjá út úr þessum gríðarlega erfiða tíma sem þetta hefur verið fyrir ferðaþjónustuna, þannig að auðvitað er þetta bakslag og vonbrigði fyrir alla sem í greininni starfa. En við verðum bara að taka einn dag í einu, það eru nýjar tölur og nýjar staðreyndir og nýjar upplýsingar á hverjum degi og verðum að vinna með það sem er sett fyrir framan okkur hverju sinni. Við erum svo sem orðin vön því.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira