Danir settu markamet gegn lærisveinum Dags Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 14:00 Dagur Sigurðsson hafði fá svör á hliðarlínunni eftir afleita byrjun Japans í dag. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Heimamenn í Japan, undir stjórn Dags Sigurðssonar, biðu afhroð í fyrsta leik sínum í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Danmörk vann 47-30 sigur á þeim japönsku. Dagur Sigurðsson mætti með sína menn til leiks á Ólympíuleikana í dag, en á síðustu leikum árið 2016 í Ríó de Janeiró, hlaut hann brons sem þjálfari Þjóðverja. Dagur var sérstaklega ráðinn af japanska handknattleikssambandinu árið 2017 til að byggja upp samkeppnishæft lið fyrir Ólympíuleika þeirra japönsku á heimavelli. Fyrsta verkefnið var ærið. Ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar Dana biðu Japana. Einhverjar taugar virðast hafa verið á meðal japönsku leikmannana þar sem þeir mættu varla til leiks. Danir nýttu sér það til fulls og sá Dagur ástæðu til að taka leikhlé eftir aðeins fimm mínútna leik þegar Danir höfðu skorað fyrstu fimm mörk leiksins. Ekki skánaði það fyrir þá japönsku eftir það. Danir náðu mest 13 marka forskoti í fyrri hálfleiknum, 19-6, en munurinn í hléi var ellefu mörk þar sem Danir skoruðu heil 25 mörk í fyrri hálfleik, gegn 14 mörkum Japans. Japan skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks til að minnka muninn í níu mörk en komust ekki nær en það. Varnarleikur þeirra japönsku batnaði ekki sem skildi eftir hléið, þó sóknarleikurinn væri beittari, og lauk leiknum með ótrúlegum lokatölum, 47-30 fyrir Dani. Aldrei hafa eins mörg mörk verið skoruð af einu liði í leik á Ólympíuleikunum. Fyrra meti deildu Frakkar sem unnu Breta 44-15 í Lundúnum 2012 og Svíar sem unnu Ástrali 44-23 í Sydney 2000. Jacob Holm var markahæstur Dana með níu mörk en línumaðurinn Magnus Saugstrup skoraði átta. Hjá Japan var hægri hornamaðurinn Hiroki Motoki markahæstur með átta mörk. Allir leikmenn Dana, að undanskildum markverðinum Niklas Landin og miðjumanninum Morten Olsen, komust á blað. Most goals by a team in a single match all-time at an Olympics before today: France 44-15 Great Britain (Olympics 2012) and Sweden 44-23 Australia (Olympics 2000)The new record: Denmark 47(!)-30 Japan#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) July 24, 2021 Danmörk er þá á toppi B-riðils eftir eina umferð. Egyptaland kemur þar á eftir í kjölfar 37-31 sigurs á Portúgal og Svíþjóð vann þá nauman eins marks sigur á strákum Arons Kristjánssonar í Barein. Danir mæta Egyptum í næsta leik á mánudag en Japan mætir Svíþjóð. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Dagur Sigurðsson mætti með sína menn til leiks á Ólympíuleikana í dag, en á síðustu leikum árið 2016 í Ríó de Janeiró, hlaut hann brons sem þjálfari Þjóðverja. Dagur var sérstaklega ráðinn af japanska handknattleikssambandinu árið 2017 til að byggja upp samkeppnishæft lið fyrir Ólympíuleika þeirra japönsku á heimavelli. Fyrsta verkefnið var ærið. Ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar Dana biðu Japana. Einhverjar taugar virðast hafa verið á meðal japönsku leikmannana þar sem þeir mættu varla til leiks. Danir nýttu sér það til fulls og sá Dagur ástæðu til að taka leikhlé eftir aðeins fimm mínútna leik þegar Danir höfðu skorað fyrstu fimm mörk leiksins. Ekki skánaði það fyrir þá japönsku eftir það. Danir náðu mest 13 marka forskoti í fyrri hálfleiknum, 19-6, en munurinn í hléi var ellefu mörk þar sem Danir skoruðu heil 25 mörk í fyrri hálfleik, gegn 14 mörkum Japans. Japan skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks til að minnka muninn í níu mörk en komust ekki nær en það. Varnarleikur þeirra japönsku batnaði ekki sem skildi eftir hléið, þó sóknarleikurinn væri beittari, og lauk leiknum með ótrúlegum lokatölum, 47-30 fyrir Dani. Aldrei hafa eins mörg mörk verið skoruð af einu liði í leik á Ólympíuleikunum. Fyrra meti deildu Frakkar sem unnu Breta 44-15 í Lundúnum 2012 og Svíar sem unnu Ástrali 44-23 í Sydney 2000. Jacob Holm var markahæstur Dana með níu mörk en línumaðurinn Magnus Saugstrup skoraði átta. Hjá Japan var hægri hornamaðurinn Hiroki Motoki markahæstur með átta mörk. Allir leikmenn Dana, að undanskildum markverðinum Niklas Landin og miðjumanninum Morten Olsen, komust á blað. Most goals by a team in a single match all-time at an Olympics before today: France 44-15 Great Britain (Olympics 2012) and Sweden 44-23 Australia (Olympics 2000)The new record: Denmark 47(!)-30 Japan#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) July 24, 2021 Danmörk er þá á toppi B-riðils eftir eina umferð. Egyptaland kemur þar á eftir í kjölfar 37-31 sigurs á Portúgal og Svíþjóð vann þá nauman eins marks sigur á strákum Arons Kristjánssonar í Barein. Danir mæta Egyptum í næsta leik á mánudag en Japan mætir Svíþjóð.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira