Danir settu markamet gegn lærisveinum Dags Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 14:00 Dagur Sigurðsson hafði fá svör á hliðarlínunni eftir afleita byrjun Japans í dag. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Heimamenn í Japan, undir stjórn Dags Sigurðssonar, biðu afhroð í fyrsta leik sínum í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Danmörk vann 47-30 sigur á þeim japönsku. Dagur Sigurðsson mætti með sína menn til leiks á Ólympíuleikana í dag, en á síðustu leikum árið 2016 í Ríó de Janeiró, hlaut hann brons sem þjálfari Þjóðverja. Dagur var sérstaklega ráðinn af japanska handknattleikssambandinu árið 2017 til að byggja upp samkeppnishæft lið fyrir Ólympíuleika þeirra japönsku á heimavelli. Fyrsta verkefnið var ærið. Ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar Dana biðu Japana. Einhverjar taugar virðast hafa verið á meðal japönsku leikmannana þar sem þeir mættu varla til leiks. Danir nýttu sér það til fulls og sá Dagur ástæðu til að taka leikhlé eftir aðeins fimm mínútna leik þegar Danir höfðu skorað fyrstu fimm mörk leiksins. Ekki skánaði það fyrir þá japönsku eftir það. Danir náðu mest 13 marka forskoti í fyrri hálfleiknum, 19-6, en munurinn í hléi var ellefu mörk þar sem Danir skoruðu heil 25 mörk í fyrri hálfleik, gegn 14 mörkum Japans. Japan skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks til að minnka muninn í níu mörk en komust ekki nær en það. Varnarleikur þeirra japönsku batnaði ekki sem skildi eftir hléið, þó sóknarleikurinn væri beittari, og lauk leiknum með ótrúlegum lokatölum, 47-30 fyrir Dani. Aldrei hafa eins mörg mörk verið skoruð af einu liði í leik á Ólympíuleikunum. Fyrra meti deildu Frakkar sem unnu Breta 44-15 í Lundúnum 2012 og Svíar sem unnu Ástrali 44-23 í Sydney 2000. Jacob Holm var markahæstur Dana með níu mörk en línumaðurinn Magnus Saugstrup skoraði átta. Hjá Japan var hægri hornamaðurinn Hiroki Motoki markahæstur með átta mörk. Allir leikmenn Dana, að undanskildum markverðinum Niklas Landin og miðjumanninum Morten Olsen, komust á blað. Most goals by a team in a single match all-time at an Olympics before today: France 44-15 Great Britain (Olympics 2012) and Sweden 44-23 Australia (Olympics 2000)The new record: Denmark 47(!)-30 Japan#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) July 24, 2021 Danmörk er þá á toppi B-riðils eftir eina umferð. Egyptaland kemur þar á eftir í kjölfar 37-31 sigurs á Portúgal og Svíþjóð vann þá nauman eins marks sigur á strákum Arons Kristjánssonar í Barein. Danir mæta Egyptum í næsta leik á mánudag en Japan mætir Svíþjóð. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson mætti með sína menn til leiks á Ólympíuleikana í dag, en á síðustu leikum árið 2016 í Ríó de Janeiró, hlaut hann brons sem þjálfari Þjóðverja. Dagur var sérstaklega ráðinn af japanska handknattleikssambandinu árið 2017 til að byggja upp samkeppnishæft lið fyrir Ólympíuleika þeirra japönsku á heimavelli. Fyrsta verkefnið var ærið. Ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar Dana biðu Japana. Einhverjar taugar virðast hafa verið á meðal japönsku leikmannana þar sem þeir mættu varla til leiks. Danir nýttu sér það til fulls og sá Dagur ástæðu til að taka leikhlé eftir aðeins fimm mínútna leik þegar Danir höfðu skorað fyrstu fimm mörk leiksins. Ekki skánaði það fyrir þá japönsku eftir það. Danir náðu mest 13 marka forskoti í fyrri hálfleiknum, 19-6, en munurinn í hléi var ellefu mörk þar sem Danir skoruðu heil 25 mörk í fyrri hálfleik, gegn 14 mörkum Japans. Japan skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks til að minnka muninn í níu mörk en komust ekki nær en það. Varnarleikur þeirra japönsku batnaði ekki sem skildi eftir hléið, þó sóknarleikurinn væri beittari, og lauk leiknum með ótrúlegum lokatölum, 47-30 fyrir Dani. Aldrei hafa eins mörg mörk verið skoruð af einu liði í leik á Ólympíuleikunum. Fyrra meti deildu Frakkar sem unnu Breta 44-15 í Lundúnum 2012 og Svíar sem unnu Ástrali 44-23 í Sydney 2000. Jacob Holm var markahæstur Dana með níu mörk en línumaðurinn Magnus Saugstrup skoraði átta. Hjá Japan var hægri hornamaðurinn Hiroki Motoki markahæstur með átta mörk. Allir leikmenn Dana, að undanskildum markverðinum Niklas Landin og miðjumanninum Morten Olsen, komust á blað. Most goals by a team in a single match all-time at an Olympics before today: France 44-15 Great Britain (Olympics 2012) and Sweden 44-23 Australia (Olympics 2000)The new record: Denmark 47(!)-30 Japan#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) July 24, 2021 Danmörk er þá á toppi B-riðils eftir eina umferð. Egyptaland kemur þar á eftir í kjölfar 37-31 sigurs á Portúgal og Svíþjóð vann þá nauman eins marks sigur á strákum Arons Kristjánssonar í Barein. Danir mæta Egyptum í næsta leik á mánudag en Japan mætir Svíþjóð.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira