Grátleg töp hjá bæði Aroni og Alfreð Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 09:31 Alfreð Gíslason þurfti að þola svekkjandi tap vegna klaufaskaps sinna manna á lokakaflanum. EPA/Khaled Elfiqi Landslið Barein í handbolta, undir stjórn Arons Kristjánssonar, var ævintýralega nálægt sigri, eða að minnsta kosti jafntefli, gegn Svíum í B-riðli handboltakeppnar karla á Ólympíuleikunum í nótt. Sömu sögu er að segja af liði Þýskalands, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Bareinar eru að taka þátt í handknattleikskeppni ÓL í fyrsta sinn og var liðið tveimur mörkum yfir í hálfleik gegn Svíum, 18-16. Þeir viðhéldu þeirri forystu lungann úr síðari hálfleiknum einnig, og voru með 31-29 forskot þegar um sex mínútur lifðu leiks. Bareinar skoruðu hins vegar ekki meir eftir það. Svíar skelltu í lás, þeir bareinsku fóru á taugum, og þrjú mörk Svía í röð tryggði þeim 32-31 sigur en Albin Lagergren skoraði síðasta mark leiksins þegar um 52 sekúndur voru eftir. Hampus Lanne fór hamförum í sænska liðinu og skoraði 13 mörk úr 17 tilraunum en hjá Barein var Mohamed Ahmed markahæstur mep sex mörk. Svipuð saga hjá Þjóðverjum Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands, stýrði þeim þýsku gegn Spánverjum í stórleik dagsins í A-riðli keppninnar í morgun. Þar skiptust liðin á forystunni framan af en Þýskaland komst mest þremur mörkum yfir, 10-7, í fyrri hálfleik. Spánverjar jöfnuðu í 12-12 en 13-12 stóð fyrir Þjóðverja í hléi. Spánverjar hófu síðari hálfleikinn betur og komust 19-16 yfir en Þjóðverjar jöfnuðu leikinn fljótlega á ný. Spennan var þá mikil á lokakaflanum en Þýskaland leiddi 27-26 þegar tvær mínútur voru eftir. Líkt og Bareinar, þá féllu þeir þýsku á prófinu á lokakaflanum. Þeir fengu á sig ruðning í tveimur sóknum í röð sem Spánverjar refsuðu fyrir með tveimur mörkum til að vinna 28-27 sigur. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Sjá meira
Bareinar eru að taka þátt í handknattleikskeppni ÓL í fyrsta sinn og var liðið tveimur mörkum yfir í hálfleik gegn Svíum, 18-16. Þeir viðhéldu þeirri forystu lungann úr síðari hálfleiknum einnig, og voru með 31-29 forskot þegar um sex mínútur lifðu leiks. Bareinar skoruðu hins vegar ekki meir eftir það. Svíar skelltu í lás, þeir bareinsku fóru á taugum, og þrjú mörk Svía í röð tryggði þeim 32-31 sigur en Albin Lagergren skoraði síðasta mark leiksins þegar um 52 sekúndur voru eftir. Hampus Lanne fór hamförum í sænska liðinu og skoraði 13 mörk úr 17 tilraunum en hjá Barein var Mohamed Ahmed markahæstur mep sex mörk. Svipuð saga hjá Þjóðverjum Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands, stýrði þeim þýsku gegn Spánverjum í stórleik dagsins í A-riðli keppninnar í morgun. Þar skiptust liðin á forystunni framan af en Þýskaland komst mest þremur mörkum yfir, 10-7, í fyrri hálfleik. Spánverjar jöfnuðu í 12-12 en 13-12 stóð fyrir Þjóðverja í hléi. Spánverjar hófu síðari hálfleikinn betur og komust 19-16 yfir en Þjóðverjar jöfnuðu leikinn fljótlega á ný. Spennan var þá mikil á lokakaflanum en Þýskaland leiddi 27-26 þegar tvær mínútur voru eftir. Líkt og Bareinar, þá féllu þeir þýsku á prófinu á lokakaflanum. Þeir fengu á sig ruðning í tveimur sóknum í röð sem Spánverjar refsuðu fyrir með tveimur mörkum til að vinna 28-27 sigur.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Sjá meira