Körfubolti

Þrír erlendir leikmenn til Njarðvíkur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Njarðvík fær liðsstyrk.
Njarðvík fær liðsstyrk. Vísir/Bára Dröfn

Kvennalið Njarðvíkur í körfuknattleik hefur samið við þrjá erlenda leikmenn um að spila með félaginu í efstu deild á næstu leiktíð. 

Á vef Njarðvíkur segir að leikmennirnir komi hingað til lands í byrjun ágústmánaðar. Heita þær Aliayh Collier, Lavínia Da Silva og Diene Diane.

Aliayh Collier er 24 ára gömul og kemur frá Bandaríkjunum. Hún spilar sem bakvörður og hefur reynslu frá Finnlandi og Portúgal ásamt bandaríska háskólaboltanum.

Lavínia Da Silva er 33 ára gömul og kemur frá Portúgal. Hún er 1.87 metrar á hæð og spilar í stöðu miðherja. Hún hefur leikið með landsliði Portúgals undanfarin átta ár.

Diene Diane er 23 ára gömul og kemur frá Frakklandi. Hún leikur einnig í stöðu miðherja en hún kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún lék með FIU-háskólanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×