Mánaðarlaun þingmanna komin upp í tæplega 1,3 milljón króna Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2021 13:18 Þingmenn lepja ekki dauðann úr skel. Fjölmiðlamenn sem sjá má í baksviði þessarar ljósmyndar eru varla hálfdrættingar á við þá. vísir/vilhelm Laun þingmanna hækka enn og hafa hækkað um 16,7 prósent frá árinu 2016 en þá höfðu þau verið hækkuð til mikilla muna eða um 44,3 prósent í einni svipan. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata veltir fyrir sér launaþróun þingmanna og reynir að setja launin í samhengi. Þetta gerir hann í pistli á heimasíðu sinni. „Fyrsti launaseðillinn minn frá Alþingi greiddi mér mánaðarlaun upp á 1.101.194 kr. Þá var árið 2016. Um síðustu mánaðarmót hækkuðu laun þingmanna enn og aftur og nú eru mánaðarlaunin orðin 1.285.411 kr. á mánuði og hækkuðu um 6,2% frá launum síðasta árs sem voru 1.210.368 kr,“ segir Björn Leví. Samtals er hækkunin 16,7 prósent frá árinu 2016, en daginn eftir kosningarnar það árið ákvað kjararáð að hækka laun þingmanna um 44,3 prósent. Á sama tíma hefur þróun verðlags verið 14,7 prósent. Björn Leví segir að eftir gríðarlega mikla hækkun kjararáðs 2016 hafi allt farið í hnút. Kjararáð var að endingu leyst upp og nýju lögin um meðatal reglulegra launa ríkisstarfsmanna komu í staðinn. Björn telur það ágætt fyrirkomulag, sanngjarnt, þó deila megi um upphæðina sem slíka. Hann birtir töflu yfir launahækkanirnar sem og töflu yfir meðaltal launa þeirra sem eru með yfir milljón í mánaðarlaun. Björn Leví deilir pistli sínum á Facebook og í athugasemd segir félagi hans í Pírötum, Jón Þór Ólafsson sem einnig hefur látið sig þessi mál varða að hollast væri ef þingmenn og ráðherrar væru við miðgildi launa landsmanna. „Já myndu þá betur skilja veruleika venjulegs fólks, sem er mikilvægt því þeir taka ákvarðanir um veruleika venjulegas fólks.“ Ekki er gert ráð fyrir yfirvinnu, þetta eru föst laun og þeir Jón Þór og Björn Leví segja að tímakaupið sé ekkert til að hrópa húrra yfir: „Já þeir væru þá á lægra tímakaupi en meirihluti landsmanna (þetta er brjáluð vinna) en það að fá að vinna að hugsjónum sínum hlýtur að reiknast vel til tekna, og ef ekki þá viljum við kannski ekki svoleiðis fólk við stjórn landsins,“ segir Jón Þór. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Laun Katrínar munu líklega hækka um 170 þúsund krónur í sumar Björn Leví Gunnarsson Pírati segir miklar launahækkanir þingmanna ekki forsvaranlegar en boltinn sé hjá ríkisstjórninni. 18. desember 2020 12:46 Telur afar hæpið að þingmenn vilji lækka laun sín og embættismanna vegna kreppunnar Jón Þór Ólafsson þingmaður telur lykilatriði að stjórnmálamenn deili kjörum með þjóðinni. 24. mars 2020 13:34 Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata veltir fyrir sér launaþróun þingmanna og reynir að setja launin í samhengi. Þetta gerir hann í pistli á heimasíðu sinni. „Fyrsti launaseðillinn minn frá Alþingi greiddi mér mánaðarlaun upp á 1.101.194 kr. Þá var árið 2016. Um síðustu mánaðarmót hækkuðu laun þingmanna enn og aftur og nú eru mánaðarlaunin orðin 1.285.411 kr. á mánuði og hækkuðu um 6,2% frá launum síðasta árs sem voru 1.210.368 kr,“ segir Björn Leví. Samtals er hækkunin 16,7 prósent frá árinu 2016, en daginn eftir kosningarnar það árið ákvað kjararáð að hækka laun þingmanna um 44,3 prósent. Á sama tíma hefur þróun verðlags verið 14,7 prósent. Björn Leví segir að eftir gríðarlega mikla hækkun kjararáðs 2016 hafi allt farið í hnút. Kjararáð var að endingu leyst upp og nýju lögin um meðatal reglulegra launa ríkisstarfsmanna komu í staðinn. Björn telur það ágætt fyrirkomulag, sanngjarnt, þó deila megi um upphæðina sem slíka. Hann birtir töflu yfir launahækkanirnar sem og töflu yfir meðaltal launa þeirra sem eru með yfir milljón í mánaðarlaun. Björn Leví deilir pistli sínum á Facebook og í athugasemd segir félagi hans í Pírötum, Jón Þór Ólafsson sem einnig hefur látið sig þessi mál varða að hollast væri ef þingmenn og ráðherrar væru við miðgildi launa landsmanna. „Já myndu þá betur skilja veruleika venjulegs fólks, sem er mikilvægt því þeir taka ákvarðanir um veruleika venjulegas fólks.“ Ekki er gert ráð fyrir yfirvinnu, þetta eru föst laun og þeir Jón Þór og Björn Leví segja að tímakaupið sé ekkert til að hrópa húrra yfir: „Já þeir væru þá á lægra tímakaupi en meirihluti landsmanna (þetta er brjáluð vinna) en það að fá að vinna að hugsjónum sínum hlýtur að reiknast vel til tekna, og ef ekki þá viljum við kannski ekki svoleiðis fólk við stjórn landsins,“ segir Jón Þór.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Laun Katrínar munu líklega hækka um 170 þúsund krónur í sumar Björn Leví Gunnarsson Pírati segir miklar launahækkanir þingmanna ekki forsvaranlegar en boltinn sé hjá ríkisstjórninni. 18. desember 2020 12:46 Telur afar hæpið að þingmenn vilji lækka laun sín og embættismanna vegna kreppunnar Jón Þór Ólafsson þingmaður telur lykilatriði að stjórnmálamenn deili kjörum með þjóðinni. 24. mars 2020 13:34 Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Laun Katrínar munu líklega hækka um 170 þúsund krónur í sumar Björn Leví Gunnarsson Pírati segir miklar launahækkanir þingmanna ekki forsvaranlegar en boltinn sé hjá ríkisstjórninni. 18. desember 2020 12:46
Telur afar hæpið að þingmenn vilji lækka laun sín og embættismanna vegna kreppunnar Jón Þór Ólafsson þingmaður telur lykilatriði að stjórnmálamenn deili kjörum með þjóðinni. 24. mars 2020 13:34
Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07