Liðsmenn Everton sagðir vilja að Gylfi verði nafngreindur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2021 09:35 Leikmenn knattspyrnuliðins Everton eru sagðir mjög ósáttir með þa að Gylfi Þór Sigurðsson, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, hafi ekki verið nefndur á nafn. Getty/Michael Regan Liðsmenn knattspyrnufélagsins Everton hafa kallað eftir því að liðsfélagi þeirra, sem handtekinn var fyrir viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni og heimildir Vísis staðfesta að sé Gylfi Þór Sigurðsson, verði nefndur á nafn. Þetta segir í fréttum bresku slúðurblaðanna The Sun og Mirror. Af lagalegum ástæðum hefur Gylfi ekki verið nefndur á nafn í breskum fjölmiðlum. Lögreglan í Manchester hefur ekki staðfest að um Gylfa sé að ræða, meðal annars í samskiptum við fréttastofu, vegna rannsóknarhagsmuna. Leikmennirnir eru einnig sagðir mjög ósáttir með það að hafa verið bannað að tala við Gylfa. Einn lýsir því að hafa misst af fimm símtölum frá Gylfa, sem hann mátti ekki svara og er sagður bálreiður yfir því. Lögreglan í Manchester lýsti því yfir á mánudag að hún hefði handtekið 31 árs gamlan knattspyrnumann í tengslum við málið. Everton staðfesti svo síðar þann dag að um leikmann liðsins væri að ræða. Hann væri fjölskyldumaður og landsliðsleikmaður í sínu heimalandi. Að sögn heimildamanna Sun hafa liðsmenn Everton krafið yfirmenn sína hjá knattspyrnuliðinu að nefna Gylfa opinberlega. Þeir séu mjög ósáttir með óvissuna sem ríki vegna þess að hann hafi ekki verið nafngreindur og að einhverjir liðsmenn Everton hafi verið nefndir í sambandi við málið, þar á meðal Fabian Delph, sem er eini liðsmaðurinn utan Gylfa sem er 31 árs gamall. „Markaðsefni með andliti hins grunaða var fjarlægt úr búðarhillum í heimalandi hans – og það kom í ljós á miðvikudag að eiginkona hans yfirgaf þriggja milljóna punda heimili þeirra en leikmaðurinn er undir eftirliti utan heimilis síns,“ segir í frétt The Sun. Enski boltinn Kynferðisofbeldi England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum. 22. júlí 2021 21:28 Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Þetta segir í fréttum bresku slúðurblaðanna The Sun og Mirror. Af lagalegum ástæðum hefur Gylfi ekki verið nefndur á nafn í breskum fjölmiðlum. Lögreglan í Manchester hefur ekki staðfest að um Gylfa sé að ræða, meðal annars í samskiptum við fréttastofu, vegna rannsóknarhagsmuna. Leikmennirnir eru einnig sagðir mjög ósáttir með það að hafa verið bannað að tala við Gylfa. Einn lýsir því að hafa misst af fimm símtölum frá Gylfa, sem hann mátti ekki svara og er sagður bálreiður yfir því. Lögreglan í Manchester lýsti því yfir á mánudag að hún hefði handtekið 31 árs gamlan knattspyrnumann í tengslum við málið. Everton staðfesti svo síðar þann dag að um leikmann liðsins væri að ræða. Hann væri fjölskyldumaður og landsliðsleikmaður í sínu heimalandi. Að sögn heimildamanna Sun hafa liðsmenn Everton krafið yfirmenn sína hjá knattspyrnuliðinu að nefna Gylfa opinberlega. Þeir séu mjög ósáttir með óvissuna sem ríki vegna þess að hann hafi ekki verið nafngreindur og að einhverjir liðsmenn Everton hafi verið nefndir í sambandi við málið, þar á meðal Fabian Delph, sem er eini liðsmaðurinn utan Gylfa sem er 31 árs gamall. „Markaðsefni með andliti hins grunaða var fjarlægt úr búðarhillum í heimalandi hans – og það kom í ljós á miðvikudag að eiginkona hans yfirgaf þriggja milljóna punda heimili þeirra en leikmaðurinn er undir eftirliti utan heimilis síns,“ segir í frétt The Sun.
Enski boltinn Kynferðisofbeldi England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum. 22. júlí 2021 21:28 Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum. 22. júlí 2021 21:28
Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50
Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52