Var 17 ára á Þjóðhátíð þegar hann var kallaður á sjóinn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. júlí 2021 11:33 Farið hefur verið um víðan völl í fyrstu seríu af þáttunum Á rúntinum. Samsett Þættirnir Á rúntinum hafa verið sýndir hér á Vísi í sumar. Nú er fyrstu seríu lokið og því vel við hæfi að líta um öxl og rifja upp nokkur góð augnablik, ásamt því að deila áður óséðu efni. Þættirnir hófu göngu sína í byrjun maí. Það eru þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem hafa umsjón með þáttunum, þar sem þjóðþekktir einstaklingar hafa verið teknir á rúntinn og spjallað um daginn og veginn. Gestir fyrstu seríu voru tónlistarmaðurinn Elli Grill, tónlistarkonan Steinunn Eldflaug Harðardóttir, Jón Már Ásbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Une Misére og útvarpsmaður á X-977, söngkonan Sigga Beinteins, Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca eða pabbi rappsins, tónlistarkonan Greta Salóme, Steinar Fjeldsted, betur þekktur sem Steini úr Quarashi og síðast en ekki síst Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og lagahöfundur. Gestir deildu skemmtilegum sögum, bæði úr tónlistarbransanum og einkalífinu, með áhorfendum. Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Í þessum lokaþætti segir tónlistarmaðurinn Elli Grill meðal annars frá því þegar hann fór á sjó. „Það var alltaf sagt við mig að ef ég vildi komast á sjó þá þyrfti ég að vera tilbúinn að fara út á sjó með kannski dags fyrirvara, bara hoppa. Svo var sagt við mig bara þegar ég var nýkominn á þjóðhátíð, ég var líklega 17 ára, þá var sagt við mig „Við erum að fara eftir klukkutíma, vitu koma?“ og ég sagði bara „já, já“ sem í raun og veru þýðir nei. En þetta var geðveikt, þetta var yndislegt.“ Jón Már segir frá því þegar hann var að vinna sem sölumaður hjá Vodafone árið 2018 og bauðst vinna í útvarpi fyrir tilviljun. „Svo var það bara einn daginn sem ég var bara uppi í matsal og Frosti [Logason] kemur aftan að mér og bara „Sæll Jón. Heyrðu langar þig ekki að vera í útvarpi?“ og ég bara „Uuu jú, jú, auðvitað!“ og einhvern veginn bara gerðist það. Það fór strax í gang ferli bara í að þjálfa mig. Það tók rosa stuttan tíma af því mér finnst svo gaman að fá athygli.“ Við fáum að sjá hattasafn Siggu Kling og heyra þegar Elli Grill keypti heimabrugg í lítravís á hjólhýsasvæði í Tennesse. Steinunn deilir áhugaverðri uppskrift sem inniheldur hnetusmjör, chilly sósu og agúrku. Þá velta þau Bjarni og Greta Salomé vöngum yfir því hvort Alexander Rybak hafi í raun samið lagið Farytale um Jóhönnu Guðrúnu. Umsjónarmenn þáttarins færa bæði gestum og áhorfendum innilegar þakkir og tilkynna jafnframt að önnur sería af þáttunum Á rúntinum er í bígerð. Hér að neðan má hlusta á lag þáttarins sem heitir því skemmtilega nafni Hilmir Snær. Á rúntinum Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Þættirnir hófu göngu sína í byrjun maí. Það eru þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem hafa umsjón með þáttunum, þar sem þjóðþekktir einstaklingar hafa verið teknir á rúntinn og spjallað um daginn og veginn. Gestir fyrstu seríu voru tónlistarmaðurinn Elli Grill, tónlistarkonan Steinunn Eldflaug Harðardóttir, Jón Már Ásbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Une Misére og útvarpsmaður á X-977, söngkonan Sigga Beinteins, Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca eða pabbi rappsins, tónlistarkonan Greta Salóme, Steinar Fjeldsted, betur þekktur sem Steini úr Quarashi og síðast en ekki síst Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og lagahöfundur. Gestir deildu skemmtilegum sögum, bæði úr tónlistarbransanum og einkalífinu, með áhorfendum. Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Í þessum lokaþætti segir tónlistarmaðurinn Elli Grill meðal annars frá því þegar hann fór á sjó. „Það var alltaf sagt við mig að ef ég vildi komast á sjó þá þyrfti ég að vera tilbúinn að fara út á sjó með kannski dags fyrirvara, bara hoppa. Svo var sagt við mig bara þegar ég var nýkominn á þjóðhátíð, ég var líklega 17 ára, þá var sagt við mig „Við erum að fara eftir klukkutíma, vitu koma?“ og ég sagði bara „já, já“ sem í raun og veru þýðir nei. En þetta var geðveikt, þetta var yndislegt.“ Jón Már segir frá því þegar hann var að vinna sem sölumaður hjá Vodafone árið 2018 og bauðst vinna í útvarpi fyrir tilviljun. „Svo var það bara einn daginn sem ég var bara uppi í matsal og Frosti [Logason] kemur aftan að mér og bara „Sæll Jón. Heyrðu langar þig ekki að vera í útvarpi?“ og ég bara „Uuu jú, jú, auðvitað!“ og einhvern veginn bara gerðist það. Það fór strax í gang ferli bara í að þjálfa mig. Það tók rosa stuttan tíma af því mér finnst svo gaman að fá athygli.“ Við fáum að sjá hattasafn Siggu Kling og heyra þegar Elli Grill keypti heimabrugg í lítravís á hjólhýsasvæði í Tennesse. Steinunn deilir áhugaverðri uppskrift sem inniheldur hnetusmjör, chilly sósu og agúrku. Þá velta þau Bjarni og Greta Salomé vöngum yfir því hvort Alexander Rybak hafi í raun samið lagið Farytale um Jóhönnu Guðrúnu. Umsjónarmenn þáttarins færa bæði gestum og áhorfendum innilegar þakkir og tilkynna jafnframt að önnur sería af þáttunum Á rúntinum er í bígerð. Hér að neðan má hlusta á lag þáttarins sem heitir því skemmtilega nafni Hilmir Snær.
Á rúntinum Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira