„Bestu hugmyndirnar verða oft til í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júlí 2021 17:04 Sigtryggur Baldursson er viðmælandi í nýjasta þættinum af Bransakjaftæði. ÚTÓN Sigtryggur Baldursson er viðmælandi Bergþórs Mássonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Bransakjaftæði. Sigtryggur hefur komið víða við í tónlist og er í dag framkvæmdastjóri ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur er að eigin sögn pönkari úr Kópavogi. Hann dróst inn í pönk-senuna undir lok 8. áratugarins þegar hann gekk til liðs við unglingahljómsveit. „Ég var að vinna í skógræktinni í Kópavogi og kynnist þar Hilmari Agnarssyni og dett þar inn í hljómsveit sem hann var að stofna sem heitir Þeyr og var svona fyrsta alvöru hljómsveitin.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 1980 og kom fram í myndinni Rokk í Reykjavík. Stjórnendur útvarpsþáttarins Áfanga á Rás eitt, kölluðu svo saman hina ýmsu tónlistarmenn sem höfðu komið fram í Rokk í Reykjavík og bjuggu til draumahljómsveit til þess að búa til tónlist fyrir lokaþátt Áfanga. Úr varð hljómsveitin Kukl sem starfræk var í þrjú ár. Pönkarar sem fóru út í popp „Síðan varð til svona samkrull af súrrealista bókmenntahóp úr Breiðholti og þessari hljómsveit Kukl sem voru svona pönk „survivors“ úr íslensku pönk senunni og verður til þarna Smekkleysa sem er svona hugsað sem regnhlífarsamtök fyrir alls konar uppreisnargjarna list. Þannig litum við eiginlega á okkur.“ Þessi samtök veittu til dæmis Smekkleysuverðlaunin og hlaut Hrafn Gunnlaugsson, þáverandi dagskrárstjóri sjónvarpsins fyrstu verðlaunin fyrir að láta sjónvarpið kaupa sýningarétt af myndunum sínum. Innan þessa hóps var svo tekin ákvörðun í hálfgerðu gríni, að búa til popphljómsveit í þeim tilgangi að þéna peninga - úr varð hljómsveitin Sykurmolarnir. Sykurmolarnir slógu í gegn og unnu meðal annars úti í London. Þeir störfuðu erlendis í fjögur ár og byrjuðu að túra um heiminn árið 1988. Sveitin fann fyrir meðbyr en var að sögn Sigtryggs ekkert sérstaklega vinsæl á Íslandi á þessum tíma. Eftir að Sykurmolarnir lögðu upp laupana stofnaði Sigtryggur „pöbba-bandið“ Bogomil Font og Milljónamæringarnir, sem upphaflega átti að vera grínhljómsveit. „Oft nefnilega verða bestu hugmyndirnar til þannig í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi.“ Hljómsveitin sprakk út og segir Sigtryggur hana hafa orðið vinsælli en Sykurmolarnir voru hér á landi. Segir tónlistarmenn njóta meiri stuðnings í dag Með sína áralöngu reynslu að baki getur Sigtryggur borið saman umhverfi tónlistarmanna þá og nú. „Það var ekkert stuðningsbatterí og við gátum ekki sótt í neina sjóði eða neitt slíkt fyrir okkar verkefni. Þannig við vorum bara að gera þetta sjálf og borguðum okkar flugmiða til og frá landinu. Það er miklu betra stuðningsumhverfi í dag og það er miklu betra að verða sér út um upplýsingar.“ Sigtryggur gegnir í dag stöðu forstöðumanns ÚTÓN sem vinnur að því að efla og skapa sóknarfæri fyrir tónlistarmenn, bæði innanlands sem utan. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16. Tónlist Bransakjaftæði Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Fleiri fréttir „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Sjá meira
Sigtryggur er að eigin sögn pönkari úr Kópavogi. Hann dróst inn í pönk-senuna undir lok 8. áratugarins þegar hann gekk til liðs við unglingahljómsveit. „Ég var að vinna í skógræktinni í Kópavogi og kynnist þar Hilmari Agnarssyni og dett þar inn í hljómsveit sem hann var að stofna sem heitir Þeyr og var svona fyrsta alvöru hljómsveitin.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 1980 og kom fram í myndinni Rokk í Reykjavík. Stjórnendur útvarpsþáttarins Áfanga á Rás eitt, kölluðu svo saman hina ýmsu tónlistarmenn sem höfðu komið fram í Rokk í Reykjavík og bjuggu til draumahljómsveit til þess að búa til tónlist fyrir lokaþátt Áfanga. Úr varð hljómsveitin Kukl sem starfræk var í þrjú ár. Pönkarar sem fóru út í popp „Síðan varð til svona samkrull af súrrealista bókmenntahóp úr Breiðholti og þessari hljómsveit Kukl sem voru svona pönk „survivors“ úr íslensku pönk senunni og verður til þarna Smekkleysa sem er svona hugsað sem regnhlífarsamtök fyrir alls konar uppreisnargjarna list. Þannig litum við eiginlega á okkur.“ Þessi samtök veittu til dæmis Smekkleysuverðlaunin og hlaut Hrafn Gunnlaugsson, þáverandi dagskrárstjóri sjónvarpsins fyrstu verðlaunin fyrir að láta sjónvarpið kaupa sýningarétt af myndunum sínum. Innan þessa hóps var svo tekin ákvörðun í hálfgerðu gríni, að búa til popphljómsveit í þeim tilgangi að þéna peninga - úr varð hljómsveitin Sykurmolarnir. Sykurmolarnir slógu í gegn og unnu meðal annars úti í London. Þeir störfuðu erlendis í fjögur ár og byrjuðu að túra um heiminn árið 1988. Sveitin fann fyrir meðbyr en var að sögn Sigtryggs ekkert sérstaklega vinsæl á Íslandi á þessum tíma. Eftir að Sykurmolarnir lögðu upp laupana stofnaði Sigtryggur „pöbba-bandið“ Bogomil Font og Milljónamæringarnir, sem upphaflega átti að vera grínhljómsveit. „Oft nefnilega verða bestu hugmyndirnar til þannig í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi.“ Hljómsveitin sprakk út og segir Sigtryggur hana hafa orðið vinsælli en Sykurmolarnir voru hér á landi. Segir tónlistarmenn njóta meiri stuðnings í dag Með sína áralöngu reynslu að baki getur Sigtryggur borið saman umhverfi tónlistarmanna þá og nú. „Það var ekkert stuðningsbatterí og við gátum ekki sótt í neina sjóði eða neitt slíkt fyrir okkar verkefni. Þannig við vorum bara að gera þetta sjálf og borguðum okkar flugmiða til og frá landinu. Það er miklu betra stuðningsumhverfi í dag og það er miklu betra að verða sér út um upplýsingar.“ Sigtryggur gegnir í dag stöðu forstöðumanns ÚTÓN sem vinnur að því að efla og skapa sóknarfæri fyrir tónlistarmenn, bæði innanlands sem utan. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Tónlist Bransakjaftæði Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Fleiri fréttir „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Sjá meira