Veifaði peningamerki og fékk tveggja leikja bann síðast þegar hann mætti Rosenborg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2021 12:46 Ólafur Jóhannesson á hliðarlínunni í fyrri leik Vals og Rosenborgar 2018. vísir/bára Á ýmsu gekk síðast þegar Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, stýrði liði gegn Rosenborg. Handabending hans kostaði hann tveggja leikja bann. Strákarnir hans Ólafs í FH taka á móti Rosenborg í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Leikur FH og Rosenborgar hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Rosenborg hefur verið tíður gestur hér á landi undanfarin ár. Liðið mætti Breiðabliki 2011, KR 2016 og Val 2018 í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn unnu fyrri leikinn gegn Rosenborg á Hlíðarenda, 0-1, með marki Eiðs Arons Sigurbjörnssonar. Á miklu gekk svo í seinni leiknum á Lerkendal í Þrándheimi. Valsmenn fagna marki Eiðs Arons Sigurbjörnssonar gegn Rosenborg.vísir/bára Búlgarski dómarinn Stefan Apostolov dæmdi þrjár vítaspyrnur í leiknum, allar umdeildar. Nicklas Bendtner kom Rosenborg yfir úr fyrsta vítinu á 55. mínútu og á 72. mínútu jók Anders Trondsen forskot norska liðsins. Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn í 2-1 úr víti á 85. mínútu og ef leikurinn hefði endað þannig hefði Valur farið áfram. En í uppbótartíma fékk Rosenborg sitt annað víti sem Bendtner skoraði úr og felldi Val úr leik. Valsmenn voru afar ósáttir við störf Apostolovs og eftir leik sýndi hann peningamerki upp í stúku. Eftir leikinn vandaði hann Apostolov ekki kveðjurnar í viðtali við Fótbolta.net en sagðist ekki muna eftir peningamerkinu. Nicklas Bendtner skoraði tvö mörk í seinni leik Vals og Rosenborgar.vísir/bára „Var ég með það? Ég tók nú ekki eftir því. En það er oft þannig í fótbolta að stærri liðunum er hjálpað og mér fannst það vera þannig í þessu tilfelli. Að hann hafi nánast dæmt okkur út úr þessari keppni. Í stöðunni 2-1 dæmdi hann okkur út úr þessari keppni á síðustu mínútunni,“ sagði Ólafur. Fyrir handabendingarnar fékk Ólafur tveggja leikja bann frá UEFA. Hann stýrði Val því ekki í leikjunum gegn Santa Coloma í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Valur, gamla liðið hans Ólafs, tekur á móti Noregsmeisturum Bodø/Glimt í 2. umferð Sambandsdeildarinnar í kvöld. Leikur Vals og Bodø/Glimt hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu FH Valur Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Strákarnir hans Ólafs í FH taka á móti Rosenborg í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Leikur FH og Rosenborgar hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Rosenborg hefur verið tíður gestur hér á landi undanfarin ár. Liðið mætti Breiðabliki 2011, KR 2016 og Val 2018 í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn unnu fyrri leikinn gegn Rosenborg á Hlíðarenda, 0-1, með marki Eiðs Arons Sigurbjörnssonar. Á miklu gekk svo í seinni leiknum á Lerkendal í Þrándheimi. Valsmenn fagna marki Eiðs Arons Sigurbjörnssonar gegn Rosenborg.vísir/bára Búlgarski dómarinn Stefan Apostolov dæmdi þrjár vítaspyrnur í leiknum, allar umdeildar. Nicklas Bendtner kom Rosenborg yfir úr fyrsta vítinu á 55. mínútu og á 72. mínútu jók Anders Trondsen forskot norska liðsins. Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn í 2-1 úr víti á 85. mínútu og ef leikurinn hefði endað þannig hefði Valur farið áfram. En í uppbótartíma fékk Rosenborg sitt annað víti sem Bendtner skoraði úr og felldi Val úr leik. Valsmenn voru afar ósáttir við störf Apostolovs og eftir leik sýndi hann peningamerki upp í stúku. Eftir leikinn vandaði hann Apostolov ekki kveðjurnar í viðtali við Fótbolta.net en sagðist ekki muna eftir peningamerkinu. Nicklas Bendtner skoraði tvö mörk í seinni leik Vals og Rosenborgar.vísir/bára „Var ég með það? Ég tók nú ekki eftir því. En það er oft þannig í fótbolta að stærri liðunum er hjálpað og mér fannst það vera þannig í þessu tilfelli. Að hann hafi nánast dæmt okkur út úr þessari keppni. Í stöðunni 2-1 dæmdi hann okkur út úr þessari keppni á síðustu mínútunni,“ sagði Ólafur. Fyrir handabendingarnar fékk Ólafur tveggja leikja bann frá UEFA. Hann stýrði Val því ekki í leikjunum gegn Santa Coloma í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Valur, gamla liðið hans Ólafs, tekur á móti Noregsmeisturum Bodø/Glimt í 2. umferð Sambandsdeildarinnar í kvöld. Leikur Vals og Bodø/Glimt hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu FH Valur Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira