Þriggja ára dóttir Kylie Jenner gefur út eigið vörumerki Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júlí 2021 12:08 Hin þriggja ára gamla Stormi er reynslumeiri í viðskiptalífinu en mörg önnur þriggja ára börn. Getty/Gotham Hin þriggja ára gamla Stormi Webster, dóttir viðskiptamógúlsins og raunveruleikastjörnunnar Kylie Jenner, mun feta í fótspor móður sinnar og gefa út sitt eigið vörumerki von bráðar. Þetta kemur fram í nýlegu YouTube-myndbandi Jenner þar sem hún veitir áhorfendum innsýn inn í rekstur snyrtivörufyrirtækis síns Kylie Cosmetics. Jenner stofnaði fyrirtækið árið 2014, þá aðeins 17 ára gömul og er hún í dag metin á 700 milljónir Bandaríkjadollara. Í myndbandinu kemur fram að hin þriggja ára Stormi mæti gjarnan með mömmu sinni í vinnuna og á hún meðal annars sína eigin skrifstofu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem hún sýnir áhorfendum. Stormi er einnig sögð sitja fundi með móður sinni og leika sér með snyrtivörur. „Svo er hún reyndar að gefa út leynilegt vörumerki bráðlega. Við höfum verið að vinna að því í svolítinn tíma en það gengur hratt núna,“ tilkynnir Jenner í myndbandinu. Orðrómur fór af stað fyrir nokkrum vikum þegar Jenner deildi mynd af dóttur sinni í baði og merkti Instagram-reikninginn @kyliebaby. Um er að ræða samþykktan Instagram-reikning sem er með rúmlega 850 þúsund fylgjendur en inniheldur engar myndir. Allt bendir til þess að um væntanlegt vörumerki sé að ræða. Jenner er sögð hafa sótt um leyfi fyrir vörumerkinu árið 2019 sem talið er að muni innihalda vörur eins og kerrur, bleyjutöskur, krem, naglalökk og fatnað. View this post on Instagram A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner) Stormi er reynslumeiri í viðskiptalífinu en mörg önnur þriggja ára börn, en hún hannaði förðunarvörulínu ásamt móður sinni fyrr á árinu. Línan einkenndist fjólubláum lit og fiðrildum sem eru í uppáhaldi hjá Stormi. Jenner sagði frá því í myndbandinu að það hefði mótað sig mikið að hafa verið umkringd sterkum kjarnakonum alla ævi og það sama mætti segja um Stormi. „Ég trúi því að maður mótist af þeim sem maður er umkringdur. Stormi á svo sterkar konur í lífi sínu til þess að líta upp til,“ sagði hin 23 ára gamla Jenner. Hún hefur áður greint frá því að hún leggi mikið upp úr því í uppeldinu að Stormi verði klár, góð og metnaðarfull. Hún muni erfa móður sína og ef til vill taka yfir Kylie Cosmetics einn daginn. Starfsmaður Kylie Cosmetics sagði í myndbandinu að aldrei væri að vita nema þau myndu öll vinna fyrir Stormi einn daginn. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni. Hollywood Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Innlit á Bessastaði Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Sjá meira
Þetta kemur fram í nýlegu YouTube-myndbandi Jenner þar sem hún veitir áhorfendum innsýn inn í rekstur snyrtivörufyrirtækis síns Kylie Cosmetics. Jenner stofnaði fyrirtækið árið 2014, þá aðeins 17 ára gömul og er hún í dag metin á 700 milljónir Bandaríkjadollara. Í myndbandinu kemur fram að hin þriggja ára Stormi mæti gjarnan með mömmu sinni í vinnuna og á hún meðal annars sína eigin skrifstofu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem hún sýnir áhorfendum. Stormi er einnig sögð sitja fundi með móður sinni og leika sér með snyrtivörur. „Svo er hún reyndar að gefa út leynilegt vörumerki bráðlega. Við höfum verið að vinna að því í svolítinn tíma en það gengur hratt núna,“ tilkynnir Jenner í myndbandinu. Orðrómur fór af stað fyrir nokkrum vikum þegar Jenner deildi mynd af dóttur sinni í baði og merkti Instagram-reikninginn @kyliebaby. Um er að ræða samþykktan Instagram-reikning sem er með rúmlega 850 þúsund fylgjendur en inniheldur engar myndir. Allt bendir til þess að um væntanlegt vörumerki sé að ræða. Jenner er sögð hafa sótt um leyfi fyrir vörumerkinu árið 2019 sem talið er að muni innihalda vörur eins og kerrur, bleyjutöskur, krem, naglalökk og fatnað. View this post on Instagram A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner) Stormi er reynslumeiri í viðskiptalífinu en mörg önnur þriggja ára börn, en hún hannaði förðunarvörulínu ásamt móður sinni fyrr á árinu. Línan einkenndist fjólubláum lit og fiðrildum sem eru í uppáhaldi hjá Stormi. Jenner sagði frá því í myndbandinu að það hefði mótað sig mikið að hafa verið umkringd sterkum kjarnakonum alla ævi og það sama mætti segja um Stormi. „Ég trúi því að maður mótist af þeim sem maður er umkringdur. Stormi á svo sterkar konur í lífi sínu til þess að líta upp til,“ sagði hin 23 ára gamla Jenner. Hún hefur áður greint frá því að hún leggi mikið upp úr því í uppeldinu að Stormi verði klár, góð og metnaðarfull. Hún muni erfa móður sína og ef til vill taka yfir Kylie Cosmetics einn daginn. Starfsmaður Kylie Cosmetics sagði í myndbandinu að aldrei væri að vita nema þau myndu öll vinna fyrir Stormi einn daginn. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni.
Hollywood Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Innlit á Bessastaði Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Sjá meira