Guðrún Jónsdóttir, sem á hrossin, segir í samtali við Vísi að búið sé að leita að þeim úr lofti en án árangurs. Hún segist í þeirri trú að hrossin væru í afréttum Biskupstunga.
Fjögur hrossanna eru vön langferðum og Guðrún segir svæðið sem hrossin geta mögulega verið á vera mjög stórt.
Í frétt Eiðfaxa frá því á mánudaginn segir að spor sem talin eru hafa verið eftir hrossin hafi fundist við Tindaskaga. Samkvæmt þeim hafi hrossin verið í norðurátt.

Guðrún, sem býr í Flóa, segir þó að hross leiti oftast nær heim og fari í þá átt sem heima er.
Því vill hún biðla til landeigenda og annarra í Biskupstungum að hafa augun hjá sér og vera í sambandi við sig ef hrossin sjást.
Tvö hrossanna eru jörp, tvö eru rauð með stjörnu og eitt er bleikálótt.
Verði einhver var við þau er hægt að vera í sambandi við Guðrúnu Jónsdóttur í síma 863-9526.