Erlent

Mesta rigning Kína í þúsund ár

Samúel Karl Ólason skrifar
Fólk á götum Zhengzhou í gær.
Fólk á götum Zhengzhou í gær. AP/CHinatopix

Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga.

Minnst tólf eru dánir í Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, og er búist við því að tala látinna muni hækka á næstu dögum. Rigningin í borginni hefur verið gífurlega mikið og sérfræðingar hafa talað um hana sem þá mestu í þúsund ár.

Ríkismiðillinn kínverski CGTN segir að í gær hafi rigningin mælst 201,9 mm á einum klukkutíma, sem er met á meginlandi Kína. Allan daginn mældist rigningin 457,4 mm í borginni. Frá því mælingar hófust í Kína árið 1951, hefur aldrei mælst svo mikil rigning á einum degi og mældist á þriðjudaginn.

Frá laugardagskvöldi til þriðjudagskvölds mældist rigningin 617,1 mm í Zhengzhou. Meðalársúrkoma í borginni er 640,8 mm.

Í frétt Washington Post segir að aðrir hlutar Kína hafi einnig orðið fyrir undarlega mikilli rigningu á undanförnum vikum. Met hafi verið Xinjiang-héraði í júní og hundruð þúsunda hafi þurft að flýja heimili sín í Sichuan-héraði vegna flóða og aurskriða.

Hér má sjá sjónvarpsfrétt CGTN frá því í morgun og meira myndefni miðilsins frá Henan-héraði.

Ástandið er hvað verst í Henan-héraði þar búa um 94 milljónir manna.

Frétt Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×