Rio Tinto kostar rannsókn á áhrifum Panguna námunnar í Bougainville Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2021 07:50 Náman nær yfir gríðarlegt landsvæði og er sögð hafa haft hræðileg áhrif á umhverfið á eyjunni. Þá varð námugröfturinn kveikjan að áratugalangri borgarastyrjöld á eyjunni. Getty/NASA Landsat Þrjátíu og tveimur árum eftir að Rio Tinto flúði eyjuna Bougainville hefur námufyrirtækið lofað að kosta rannsókn, á vegum sjálfstæðra eftirlitsaðila, á umhverfisáhrifum Panguna námunnar. Landeigendur segja það mikilvægt skref til að snú aftur áratuga mengun og umhverfisspjöllum. Námurisinn hefur lofað að verja milljónum Bandaríkjadala í matið, sem á að snúa bæði að umhverfisáhrifum og áhrifum námunnar á mannréttindi á eyjunni. Gull- og koparnáman var kveikjan að áratugalangri borgarastyrjöld í Bougainville. Fréttastofa Guardian greinir frá. Loforð Rio Tinto er svar námufyrirtækisins við kvörtun sem 156 íbúar í Buigainville skrifuðu undir í september í fyrra. Íbúarnir eru allir búsettir við á sem rennur meðfram námunni og segja íbúarnir að milljörðum tonna af rusli og mengun frá námuni hafi verið dælt í Kawerong-Jaba ána. Þeir segja jafnframt að mengunin hafi enn hræðileg umhverfisáhrif og stefni lífi og lifibrauði þeirra í hættu. Samfélögin við ána hafa fengið til liðs við sig mannréttindalögmannsstofu í Melbourne og hafa verið í samtali við Rio Tinto síðan í desember. Þau eiga í viðræðum við námufyrirtækið með milligöngu ástralskra stjórnvalda. Rannsóknin verður framkvæmd á vegum sjálfstæðs rannsóknarfyrirtækis sem mun meta umhverfisáhrif frá námunni og áhrif hennar á mannréttindi á eyjunni. Rio Tinto hefur ekki lofað fjármagni í að hreinsa upp mengunina en það verður til umræðu þegar matinu er lokið. Náman var ein stærsta kopar- og gullnáma í heiminum á sínum tíma og á einum tímapunkti taldi útflutningur úr námunni 45 prósent útflutnings Papúa Nýju-Gíneu. Þrátt fyrir það rann aðeins eitt prósent hagnaðar frá námunni til Bougainville og segja landeigendur að náman hafi orðið til pólitískra ádeilna, ofbeldis og umhverfisspjalla. Árið 1989 lokaði námann eftir mikinn þrýsting landeigenda, sem höfðu skemmt rafmagnslínur og beitt valdi til að námugröftur gæti ekki haldið áfram. Stjórnvöld í Papúa Nýju-Gíneu sendu her sinn til eyjunnar gegn eigin almenningi til að námugröftur gæti hafist að nýju og í kjölfarið braust út áratugalöng borgarstyrjöld og talið er að allt að 20 þúsund manns hafi látið lífið í átökunum. Árið 2001 var samið um frið og árið 2019 fór fram íbúakosning um sjálfstæði og var niðurstaða hennar afgerandi. 98 prósent íbúa vildu sjálfstæði. Rio Tinto sneri aldrei aftur til Panguna, sagði aðstæður óöruggar fyrir starfsmenn, og sagði skilið við námuna árið 2016. Papúa Nýja-Gínea Tengdar fréttir Bougainville: Kosið um sjálfstæði kopareyjunnar í nóvember Íbúar á eyjunni Bougainville munu kjósa um hvort eyjan skuli verða sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir rúma tvo mánuði. 15. september 2019 07:15 98 prósent eyjaskeggja greiddu atkvæði með sjálfstæði Íbúar á Bougainville, eyjaklasa sem hluti er af Papúa Nýju-Gíneu, greiddu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæði með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á síðustu vikum. 11. desember 2019 07:15 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Námurisinn hefur lofað að verja milljónum Bandaríkjadala í matið, sem á að snúa bæði að umhverfisáhrifum og áhrifum námunnar á mannréttindi á eyjunni. Gull- og koparnáman var kveikjan að áratugalangri borgarastyrjöld í Bougainville. Fréttastofa Guardian greinir frá. Loforð Rio Tinto er svar námufyrirtækisins við kvörtun sem 156 íbúar í Buigainville skrifuðu undir í september í fyrra. Íbúarnir eru allir búsettir við á sem rennur meðfram námunni og segja íbúarnir að milljörðum tonna af rusli og mengun frá námuni hafi verið dælt í Kawerong-Jaba ána. Þeir segja jafnframt að mengunin hafi enn hræðileg umhverfisáhrif og stefni lífi og lifibrauði þeirra í hættu. Samfélögin við ána hafa fengið til liðs við sig mannréttindalögmannsstofu í Melbourne og hafa verið í samtali við Rio Tinto síðan í desember. Þau eiga í viðræðum við námufyrirtækið með milligöngu ástralskra stjórnvalda. Rannsóknin verður framkvæmd á vegum sjálfstæðs rannsóknarfyrirtækis sem mun meta umhverfisáhrif frá námunni og áhrif hennar á mannréttindi á eyjunni. Rio Tinto hefur ekki lofað fjármagni í að hreinsa upp mengunina en það verður til umræðu þegar matinu er lokið. Náman var ein stærsta kopar- og gullnáma í heiminum á sínum tíma og á einum tímapunkti taldi útflutningur úr námunni 45 prósent útflutnings Papúa Nýju-Gíneu. Þrátt fyrir það rann aðeins eitt prósent hagnaðar frá námunni til Bougainville og segja landeigendur að náman hafi orðið til pólitískra ádeilna, ofbeldis og umhverfisspjalla. Árið 1989 lokaði námann eftir mikinn þrýsting landeigenda, sem höfðu skemmt rafmagnslínur og beitt valdi til að námugröftur gæti ekki haldið áfram. Stjórnvöld í Papúa Nýju-Gíneu sendu her sinn til eyjunnar gegn eigin almenningi til að námugröftur gæti hafist að nýju og í kjölfarið braust út áratugalöng borgarstyrjöld og talið er að allt að 20 þúsund manns hafi látið lífið í átökunum. Árið 2001 var samið um frið og árið 2019 fór fram íbúakosning um sjálfstæði og var niðurstaða hennar afgerandi. 98 prósent íbúa vildu sjálfstæði. Rio Tinto sneri aldrei aftur til Panguna, sagði aðstæður óöruggar fyrir starfsmenn, og sagði skilið við námuna árið 2016.
Papúa Nýja-Gínea Tengdar fréttir Bougainville: Kosið um sjálfstæði kopareyjunnar í nóvember Íbúar á eyjunni Bougainville munu kjósa um hvort eyjan skuli verða sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir rúma tvo mánuði. 15. september 2019 07:15 98 prósent eyjaskeggja greiddu atkvæði með sjálfstæði Íbúar á Bougainville, eyjaklasa sem hluti er af Papúa Nýju-Gíneu, greiddu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæði með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á síðustu vikum. 11. desember 2019 07:15 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Bougainville: Kosið um sjálfstæði kopareyjunnar í nóvember Íbúar á eyjunni Bougainville munu kjósa um hvort eyjan skuli verða sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir rúma tvo mánuði. 15. september 2019 07:15
98 prósent eyjaskeggja greiddu atkvæði með sjálfstæði Íbúar á Bougainville, eyjaklasa sem hluti er af Papúa Nýju-Gíneu, greiddu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæði með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á síðustu vikum. 11. desember 2019 07:15