Útilokar ekki að Ólympíuleikunum verði aflýst á síðustu stundu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2021 16:30 Toshiro Muto, framkvæmdarstjóri leikanna, hefur ekki tekið fyrir að leikunum verði aflýst. Yuichi Yamazaki/Getty Images Tíu til viðbótar hafa greinst með kórónuveiruna í Ólympíuþorpinu á undanförnum sólahring. Heildarfjöldi smitaðra er kominn upp í 68 talsins og framkvæmdarstjóri leikanna hefur ekki útilokað að þeim verði aflýst á síðustu stundu. Ólympíuleikarnir hefjast í vikunni en þeir fara fram í Tókýó í Japan. Mikil aukning hefur orðið á smitum í borginni og því hefur til að mynda verið gripið til þess ráðs að halda leikina án áhorfenda. Nú hefur Toshiro Muto, yfirmaður skipulagsnefndar ÓL, sagt að hann ætli ekki að útiloka að leikunum veðri aflýst á síðustu stundu. Þetta kemur fram á Sky Sports skömmu eftir að staðfest var að tíu ný smit hefðu greinst í Ólympíuþorpinu. Heildarfjöldi smita í þorpinu er því kominn upp í 68 talsins. BREAKING: The head of the organising committee for the Tokyo Olympics has not ruled out a last-minute cancellation of the Games.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 20, 2021 „Við getum ekki séð fyrir hvað gerist varðandi fjölda smita en við munum halda áfram að ræða saman ef það verður mikil aukning. Við munum ræða það ef það gerist,“ sagði Muto. Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíusambandsins, þvertekur fyrir orð Muto og segir að aldrei hafi komið til greina að aflýsa leikjunum. Ljóst er að ekki eru allir sammála hvað gera skal en leikarnir hefjast nú á föstudaginn, þann 23. júlí. Ísland á fjóra keppendur á leikunum, það eru þau Guðni Valur Guðnason, Ásgeir Sigurgeirsson, Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Ólympíuleikarnir hefjast í vikunni en þeir fara fram í Tókýó í Japan. Mikil aukning hefur orðið á smitum í borginni og því hefur til að mynda verið gripið til þess ráðs að halda leikina án áhorfenda. Nú hefur Toshiro Muto, yfirmaður skipulagsnefndar ÓL, sagt að hann ætli ekki að útiloka að leikunum veðri aflýst á síðustu stundu. Þetta kemur fram á Sky Sports skömmu eftir að staðfest var að tíu ný smit hefðu greinst í Ólympíuþorpinu. Heildarfjöldi smita í þorpinu er því kominn upp í 68 talsins. BREAKING: The head of the organising committee for the Tokyo Olympics has not ruled out a last-minute cancellation of the Games.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 20, 2021 „Við getum ekki séð fyrir hvað gerist varðandi fjölda smita en við munum halda áfram að ræða saman ef það verður mikil aukning. Við munum ræða það ef það gerist,“ sagði Muto. Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíusambandsins, þvertekur fyrir orð Muto og segir að aldrei hafi komið til greina að aflýsa leikjunum. Ljóst er að ekki eru allir sammála hvað gera skal en leikarnir hefjast nú á föstudaginn, þann 23. júlí. Ísland á fjóra keppendur á leikunum, það eru þau Guðni Valur Guðnason, Ásgeir Sigurgeirsson, Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira