Dauðsföll á Indlandi séu fleiri en opinberar tölur sýna Árni Sæberg skrifar 20. júlí 2021 08:01 Fólk hefur verið feimið við sýnatökur á Indlandi í faraldrinum. Satish Bate/Getty Ný rannsókn bendir til þess að dauðsföll af völdum Covid 19 á Indlandi hafi verið gróflega vanáætluð. Í rannsókninni, sem gerð er af bandarísku stofnuninni Center for Global Development er því haldið fram að umframdauðsföll á Indlandi frá upphafi faraldurs og fram í miðjan júní á þessu ári séu fjórar milljónir. Með umframdauðsföllum er átt við fjölda þeirra sem létu lífið umfram það sem gerist í meðal ári. Opinberar tölur stjórnvalda á Indlandi halda því hinsvegar fram að þar hafi aðeins 414 þúsund dáið af völdum veirunnar. Skýrsluhöfundar segja ekki hægt að fullyrða um að heildartala þeirra sem dóu úr Covid sé fjórar milljónir, en umframdauðsföllin bendi ótvírætt til þess að tölur stjórnvalda séu gróflega vanáætlaðar. Dánartíðni er ekki óvenjulega lág í raun Samkvæmt opinberum tölum stjórnvalda í Indlandi er dánartíðni af völdum Covid-19 á Indlandi með þeim lægstu í heiminum. Arvind Subramanian, einn höfunda rannsóknarinnar, segir í samtali við The Guardian að rannsóknin leiði í ljós að Indland sé ekki með óvenjulega lága dánartíðni í raun og veru. Hann segir jafnframt að mikilvægt sé að komast að nákvæmri niðurstöðu um það hversu margir hafi látist í faraldrinum. „Hvernig getum við haft grunnþekkingu á áhrifum Covid án þess að vita hversu margir létust og hvar?“ veltir Subramanian fyrir sér. Smitskömm er að einhverju leiti að kenna Fréttaritari The Guardian á Indlandi segir smitskömm hafi komið í veg fyrir að margir hafi farið í sýnatöku vegna Covid-19 og því hafi mörg dauðsföll ekki verið skráð sem skyldi. Hún segir þó einnig að eftir þrýsting frá almenningi hafi nokkur héröð á Indlandi uppfært tölur yfir dauðsföll sem hafi snarhækkað opinbera tölu yfir dauðsföll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Með umframdauðsföllum er átt við fjölda þeirra sem létu lífið umfram það sem gerist í meðal ári. Opinberar tölur stjórnvalda á Indlandi halda því hinsvegar fram að þar hafi aðeins 414 þúsund dáið af völdum veirunnar. Skýrsluhöfundar segja ekki hægt að fullyrða um að heildartala þeirra sem dóu úr Covid sé fjórar milljónir, en umframdauðsföllin bendi ótvírætt til þess að tölur stjórnvalda séu gróflega vanáætlaðar. Dánartíðni er ekki óvenjulega lág í raun Samkvæmt opinberum tölum stjórnvalda í Indlandi er dánartíðni af völdum Covid-19 á Indlandi með þeim lægstu í heiminum. Arvind Subramanian, einn höfunda rannsóknarinnar, segir í samtali við The Guardian að rannsóknin leiði í ljós að Indland sé ekki með óvenjulega lága dánartíðni í raun og veru. Hann segir jafnframt að mikilvægt sé að komast að nákvæmri niðurstöðu um það hversu margir hafi látist í faraldrinum. „Hvernig getum við haft grunnþekkingu á áhrifum Covid án þess að vita hversu margir létust og hvar?“ veltir Subramanian fyrir sér. Smitskömm er að einhverju leiti að kenna Fréttaritari The Guardian á Indlandi segir smitskömm hafi komið í veg fyrir að margir hafi farið í sýnatöku vegna Covid-19 og því hafi mörg dauðsföll ekki verið skráð sem skyldi. Hún segir þó einnig að eftir þrýsting frá almenningi hafi nokkur héröð á Indlandi uppfært tölur yfir dauðsföll sem hafi snarhækkað opinbera tölu yfir dauðsföll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira