Hertar aðgerðir í ósamræmi við traust á bólusetningum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júlí 2021 22:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra óttast að aðgerðir innanlands verði hertar á ný þegar tilefni til þess sé ekki endilega til staðar. Hún virðist ekki sannfærð um réttmæti þeirra aðgerða á landamærunum sem kynntar voru í dag. „Að mínu mati stingur þetta aðeins í stúf við traust okkar á bólusetningum og vonir mínar persónulega, sem stóðu til þess að þegar búið væri að bólusetja eins marga og við mögulega getum hérlendis, að þá stæði ekki ógn af bólusettu fólki sem ferðaðist hingað,“ sagði Áslaug Arna, sem var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Auðvitað er maður alltaf að reyna að horfa til þess að koma lífinu aftur í samt horf, hvort sem það er innanlands eða við landamærin. Og það sem maður hefur kannski áhyggjur af er að þessi rök yrðu síðan einnig notuð til að fara í innanlandstakmarkanir, þegar staðan er bara orðin önnur,“ sagði hún. Næsta verkefni að meta áhrif veirunnar á bólusetta Aðgerðirnar sem voru kynntar í morgun felast í því að allir sem koma til landsins verði að sýna fram á neikvætt próf við Covid-19, einnig þeir sem eru fullbólusettir. Þær taka gildi eftir viku. „Það sem maður spyr sig að er auðvitað bara hvort að reynsla landa sem eru komin langt í bólusetningu viðkvæmra hópa, til dæmis, gefi tilefni til að ætla að álag á heilbrigðiskerfið og útbreiðsla veikindanna réttlæti að nýju umfangsmiklar sóttvarnaráðstafanir. Og það er auðvitað það nýja mat sem að þarf að fara fram; hversu skæð veiran er á bólusett fólk miðað við hvernig hún var þegar bólusetningar voru ekki inni í myndinni,“ sagði Áslaug. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, gagnrýndi ríkisstjórnina í samtali við Vísi í dag eftir að aðgerðirnar voru kynntar. Hann sagði ákvörðunina mikil vonbrigði, fólki í ferðaþjónustunni fyndist hún óskiljanleg og loks að ríkisstjórnin hefði ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnarlækni í þessu máli. Innt eftir viðbrögðum við gagnrýni Jóhannesar sagði Áslaug: „Þarna var auðvitað farin mildari leið en lögð var til með því að samþykkja líka hraðpróf, sem er talsvert aðgengilegra að fá og ódýrara fyrir fólk. Að sama skapi bind ég auðvitað vonir við það að þessar aðgerðir sé óþarfi en hafi líka ekki of mikil áhrif á þá sem vilja koma hingað til landsins.“ Þó virðist hún óttast að hið gagnstæða muni gerast því síðar í þættinum sagðist hún telja að álag á starfsfólk Keflavíkurflugvallar myndi ekki aukast: „Ég myndi telja að með þessu yrði líklega einhver fækkun í komum hingað. Það eru ekki mörg ef eitthvað land með auknar kröfur á bólusetta ferðamenn,“ sagði hún. „Það er spurning hvort að Ísland verði enn þá jafn spennandi valkostur eftir þessar ákvarðanir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Að mínu mati stingur þetta aðeins í stúf við traust okkar á bólusetningum og vonir mínar persónulega, sem stóðu til þess að þegar búið væri að bólusetja eins marga og við mögulega getum hérlendis, að þá stæði ekki ógn af bólusettu fólki sem ferðaðist hingað,“ sagði Áslaug Arna, sem var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Auðvitað er maður alltaf að reyna að horfa til þess að koma lífinu aftur í samt horf, hvort sem það er innanlands eða við landamærin. Og það sem maður hefur kannski áhyggjur af er að þessi rök yrðu síðan einnig notuð til að fara í innanlandstakmarkanir, þegar staðan er bara orðin önnur,“ sagði hún. Næsta verkefni að meta áhrif veirunnar á bólusetta Aðgerðirnar sem voru kynntar í morgun felast í því að allir sem koma til landsins verði að sýna fram á neikvætt próf við Covid-19, einnig þeir sem eru fullbólusettir. Þær taka gildi eftir viku. „Það sem maður spyr sig að er auðvitað bara hvort að reynsla landa sem eru komin langt í bólusetningu viðkvæmra hópa, til dæmis, gefi tilefni til að ætla að álag á heilbrigðiskerfið og útbreiðsla veikindanna réttlæti að nýju umfangsmiklar sóttvarnaráðstafanir. Og það er auðvitað það nýja mat sem að þarf að fara fram; hversu skæð veiran er á bólusett fólk miðað við hvernig hún var þegar bólusetningar voru ekki inni í myndinni,“ sagði Áslaug. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, gagnrýndi ríkisstjórnina í samtali við Vísi í dag eftir að aðgerðirnar voru kynntar. Hann sagði ákvörðunina mikil vonbrigði, fólki í ferðaþjónustunni fyndist hún óskiljanleg og loks að ríkisstjórnin hefði ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnarlækni í þessu máli. Innt eftir viðbrögðum við gagnrýni Jóhannesar sagði Áslaug: „Þarna var auðvitað farin mildari leið en lögð var til með því að samþykkja líka hraðpróf, sem er talsvert aðgengilegra að fá og ódýrara fyrir fólk. Að sama skapi bind ég auðvitað vonir við það að þessar aðgerðir sé óþarfi en hafi líka ekki of mikil áhrif á þá sem vilja koma hingað til landsins.“ Þó virðist hún óttast að hið gagnstæða muni gerast því síðar í þættinum sagðist hún telja að álag á starfsfólk Keflavíkurflugvallar myndi ekki aukast: „Ég myndi telja að með þessu yrði líklega einhver fækkun í komum hingað. Það eru ekki mörg ef eitthvað land með auknar kröfur á bólusetta ferðamenn,“ sagði hún. „Það er spurning hvort að Ísland verði enn þá jafn spennandi valkostur eftir þessar ákvarðanir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36