Körfubolti

Grunur um smit í leikmannahópi Bucks

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Grísku bræðurnir.
Grísku bræðurnir. vísir/Getty

Fimmti leikurinn í úrslitaeinvígi Milwaukee Bucks og Phoenix Suns um NBA meistaratitilinn fer fram í nótt.

Thanasis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks, mun ekki taka þátt í leiknum vegna gruns um kórónuveirusmit og hefur hann verið settur í einangrun vegna þessa.

Ekki er um verulegan missi að ræða fyrir Bucks enda Thanasis í algjöru aukahlutverki í liði Bucks.

Bróðir hans, Giannis, er hins vegar í öllu stærra hlutverki í liðinu enda besti leikmaður Bucks og mun væntanlega mæða mikið á honum í leik kvöldsins.

Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan eitt eftir miðnætti.

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×