Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2021 16:56 Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna er með málið til skoðunar. Greg Mathieson/Mai/Getty Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. Yfir 20 starfsmenn hafa síðan í janúar lýst einkennum sem svipar um margt til einkenna „Havana-heilkennis,“ sem er dularfullur sjúkdómur í heila. Engar óyggjandi útskýringar hafa fundist á heilkenninu, en bandarískir vísindamenn segja margt benda til þess að örbylgjur sem beint er að fólki valdi því. Heilkennið er kennt við Havana, höfuðborg Kúbu, vegna þess að starfsfólk á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar í landi fór margt að finna fyrir einkennum þess, svima, heyrnar- og jafnvægistapi, kvíða og heilaþoku, á árunum 2016 til 2017. Bandaríkjastjórn sakaði kúbversk stjórnvöld í kjölfarið um að standa að „örbylgjuárásum“ á starfsfólk sitt. Stjórnvöld á Kúbu þvertóku fyrir allar slíkar ásakanir, en í kjölfar þeirra kastaðist enn frekar í kekki í sambandi ríkjanna tveggja, sem gekk ekki lipurlega fyrir sig áður en málið kom upp. Rannsaka málið ofan í kjölinn Fyrst var greint frá málinu í umfjöllun New Yorker, en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest frásögn blaðsins og segist nú vera að rannsaka málið af miklum móð. Austurrísk stjórnvöld hyggjast vinna með Bandaríkjunum til að komast til botns í málinu. Bandaríkin eru með ýmsa fulltrúa utanríkisþjónustu sinnar í Vín og nú standa yfir óformlegar viðræður milli Bandaríkjamanna og Írana um að setjast að samningaborðinu og ganga aftur að kjarnorkusamkomulagi ríkjanna frá 2015, sem Bandaríkin sögðu sig úr í stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Tilfelli heilkennisins dularfulla hafa komið upp víðar en í Vín og Havana, en bandarísk stjórnvöld segja tilfelli í Vín fleiri en nokkurs staðar annars staðar, að Havana undanskilinni. Austurríki Bandaríkin Kúba Tengdar fréttir Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Yfir 20 starfsmenn hafa síðan í janúar lýst einkennum sem svipar um margt til einkenna „Havana-heilkennis,“ sem er dularfullur sjúkdómur í heila. Engar óyggjandi útskýringar hafa fundist á heilkenninu, en bandarískir vísindamenn segja margt benda til þess að örbylgjur sem beint er að fólki valdi því. Heilkennið er kennt við Havana, höfuðborg Kúbu, vegna þess að starfsfólk á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar í landi fór margt að finna fyrir einkennum þess, svima, heyrnar- og jafnvægistapi, kvíða og heilaþoku, á árunum 2016 til 2017. Bandaríkjastjórn sakaði kúbversk stjórnvöld í kjölfarið um að standa að „örbylgjuárásum“ á starfsfólk sitt. Stjórnvöld á Kúbu þvertóku fyrir allar slíkar ásakanir, en í kjölfar þeirra kastaðist enn frekar í kekki í sambandi ríkjanna tveggja, sem gekk ekki lipurlega fyrir sig áður en málið kom upp. Rannsaka málið ofan í kjölinn Fyrst var greint frá málinu í umfjöllun New Yorker, en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest frásögn blaðsins og segist nú vera að rannsaka málið af miklum móð. Austurrísk stjórnvöld hyggjast vinna með Bandaríkjunum til að komast til botns í málinu. Bandaríkin eru með ýmsa fulltrúa utanríkisþjónustu sinnar í Vín og nú standa yfir óformlegar viðræður milli Bandaríkjamanna og Írana um að setjast að samningaborðinu og ganga aftur að kjarnorkusamkomulagi ríkjanna frá 2015, sem Bandaríkin sögðu sig úr í stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Tilfelli heilkennisins dularfulla hafa komið upp víðar en í Vín og Havana, en bandarísk stjórnvöld segja tilfelli í Vín fleiri en nokkurs staðar annars staðar, að Havana undanskilinni.
Austurríki Bandaríkin Kúba Tengdar fréttir Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11