Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. júlí 2021 14:07 Eldgosið er byrjað aftur eftir hlé, enn og aftur. Skjáskot Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. Gosvirkni lá niðri í næstum viku á dögunum og þá gerði aftur hlé á virkninni í um sólarhring frá fimmtudegi í gær. Nú er eldgosið hins vegar búið að vera í gangi í alla nótt, að sögn Bjarka Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Svo auðvitað lá þetta niðri í rúmlega sólarhring, þrjátíu, þrjátíu og tveir tímar áður en þetta byrjaði aftur í gærmorgun, óróinn byrjaði að vaxa um tíuleytið í gærmorgun og svo klukkan sextán var komin glóð í pottinum sem ég gat séð á vefmyndavél, en auðvitað er skyggnið ekki búið að vera neitt æðislegt,“ segir Bjarki. Hann segir að duglega hafi flætt úr gígnum sjálfum og niður í Meradali. Um miðnætti í nótt hafi púlsavirkni hafist, með púlsum sem standi yfir í um tíu til fimmtán mínútur. Þá hafi borið talsvert á því upp á síðkastið að fólk sé að hætta sér út á hraunið. „Þetta eru auðvitað bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn en erlendir eru meira núna að labba út á þetta því gosið liggur niðri og maður sér ekkert rautt. Þá heldur fólk að þetta sé búið en það er auðvitað allt flæðandi í innri rásum og heitt undir hrauninu líka. Sumir taka bara áhættuna en sumir vita bara ekkert af hættunni.“ Veður við gosstöðvarnar hefur verið fínt niðri í Nátthaga en við Langahrygg hefur skyggni verið lélegt í morgun. Það á þó að rofa til með deginum og því ekki loku fyrir það skotið að vel muni viðra til göngu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira
Gosvirkni lá niðri í næstum viku á dögunum og þá gerði aftur hlé á virkninni í um sólarhring frá fimmtudegi í gær. Nú er eldgosið hins vegar búið að vera í gangi í alla nótt, að sögn Bjarka Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Svo auðvitað lá þetta niðri í rúmlega sólarhring, þrjátíu, þrjátíu og tveir tímar áður en þetta byrjaði aftur í gærmorgun, óróinn byrjaði að vaxa um tíuleytið í gærmorgun og svo klukkan sextán var komin glóð í pottinum sem ég gat séð á vefmyndavél, en auðvitað er skyggnið ekki búið að vera neitt æðislegt,“ segir Bjarki. Hann segir að duglega hafi flætt úr gígnum sjálfum og niður í Meradali. Um miðnætti í nótt hafi púlsavirkni hafist, með púlsum sem standi yfir í um tíu til fimmtán mínútur. Þá hafi borið talsvert á því upp á síðkastið að fólk sé að hætta sér út á hraunið. „Þetta eru auðvitað bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn en erlendir eru meira núna að labba út á þetta því gosið liggur niðri og maður sér ekkert rautt. Þá heldur fólk að þetta sé búið en það er auðvitað allt flæðandi í innri rásum og heitt undir hrauninu líka. Sumir taka bara áhættuna en sumir vita bara ekkert af hættunni.“ Veður við gosstöðvarnar hefur verið fínt niðri í Nátthaga en við Langahrygg hefur skyggni verið lélegt í morgun. Það á þó að rofa til með deginum og því ekki loku fyrir það skotið að vel muni viðra til göngu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira