Talsvert veikir í farsóttarhúsi þrátt fyrir bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2021 12:49 Farsóttarhúsið er á Fosshótel Lind við Rauðarárstíg. Vísir/Vilhelm Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum greindust einnig tólf á landamærum í gær. Ekki er enn vitað hversu margir af þeim sem greindust alls í gær eru bólusettir. Smitrakning stendur yfir en 340 eru nú í sóttkví og 97 í einangrun. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að búast megi við að enn fleiri fari í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hvetja almannavarnir alla sem finna fyrir minnstu einkennum að fara í sýnatöku, bæði bólusetta og óbólusetta. Um 170 dvelja nú á sóttkvíarhótelum Rauða krossins, sem Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður sóttvarnahúsa segir í minna lagi. „Á móti kemur er að það er að fjölga gífurlega hjá okkur í farsóttarhúsinu, þar erum við núna með yfir sextíu einstaklinga og þar af eru 36 í einangrun hjá okkur,“ segir Gylfi. Gylfi Þór Þórsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa Rauða krossins.Vísir/vilhelm Sérstaklega hafi gestum fjölgað í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í gær og í fyrradag - og Gylfi gerir ráð fyrir að taka á móti fleirum í dag. Um helmingur þeirra sem eru í einangrun eru Íslendingar en hinn helmingurinn bólusettir ferðamenn sem greindust með veiruna í sýnatöku fyrir brottför. „Fólk er náttúrulega hingað komið til að ferðast og er að fara vítt og breitt um landið eða jafnvel að koma og hitta vini og ættingja,“ segir Gylfi. Ekki „skemmtileg“ einkenni Þá sé stór hópur þeirra sem eru í einangrun með talsverð einkenni, þrátt fyrir bólusetningu. Ekki hefur þó þurft að flytja neinn á sjúkrahús vegna alvarlegra veikinda. „Og þetta eru ekkert einkenni sem er skemmtilegt að hafa. Þessu virðist fylgja núna svona mikil og slæm hálsbólga, niðurgangur, mikill höfuðverkur, fólki er þungt fyrir brjóstinu, andardráttur kannski erfiður. Þetta eru þessi klassísku einkenni sem hafa verið að fylgja þessum vírus nánast frá upphafi. Og þau eru að koma fram hjá bólusettum líka, því miður.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur boðað að hann hyggist leggja til að aðgerðir verði hertar á landamærum. Hann hefur sagt að til greina komi að krefjast þess að fólk framvísi neikvæðu PCR-prófi við komu til landsins. Þórólfur segir í samskiptum við fréttastofu í morgun að hann hafi ekki skilað minnisblaðinu enn. „Ég get alveg sagt þér það strax að Þórólfur er miklu betur til þess fallinn en ég að segja hvað eigi að gera á landamærunum,“ segir Gylfi. „En miðað við mitt leikmannamat þá myndi ég halda að ef fólk þurfi að framvísa neikvæðu PCR-prófi við komu frá sínu heimalandi þá strax myndi það hjálpa mikið að halda veirunni utan landssteinanna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Tólf greindust með veiruna innanlands í gær Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru fimm í sóttkví en sjö utan sóttkvíar. 17. júlí 2021 10:54 Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði. 16. júlí 2021 19:30 „Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum greindust einnig tólf á landamærum í gær. Ekki er enn vitað hversu margir af þeim sem greindust alls í gær eru bólusettir. Smitrakning stendur yfir en 340 eru nú í sóttkví og 97 í einangrun. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að búast megi við að enn fleiri fari í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hvetja almannavarnir alla sem finna fyrir minnstu einkennum að fara í sýnatöku, bæði bólusetta og óbólusetta. Um 170 dvelja nú á sóttkvíarhótelum Rauða krossins, sem Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður sóttvarnahúsa segir í minna lagi. „Á móti kemur er að það er að fjölga gífurlega hjá okkur í farsóttarhúsinu, þar erum við núna með yfir sextíu einstaklinga og þar af eru 36 í einangrun hjá okkur,“ segir Gylfi. Gylfi Þór Þórsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa Rauða krossins.Vísir/vilhelm Sérstaklega hafi gestum fjölgað í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í gær og í fyrradag - og Gylfi gerir ráð fyrir að taka á móti fleirum í dag. Um helmingur þeirra sem eru í einangrun eru Íslendingar en hinn helmingurinn bólusettir ferðamenn sem greindust með veiruna í sýnatöku fyrir brottför. „Fólk er náttúrulega hingað komið til að ferðast og er að fara vítt og breitt um landið eða jafnvel að koma og hitta vini og ættingja,“ segir Gylfi. Ekki „skemmtileg“ einkenni Þá sé stór hópur þeirra sem eru í einangrun með talsverð einkenni, þrátt fyrir bólusetningu. Ekki hefur þó þurft að flytja neinn á sjúkrahús vegna alvarlegra veikinda. „Og þetta eru ekkert einkenni sem er skemmtilegt að hafa. Þessu virðist fylgja núna svona mikil og slæm hálsbólga, niðurgangur, mikill höfuðverkur, fólki er þungt fyrir brjóstinu, andardráttur kannski erfiður. Þetta eru þessi klassísku einkenni sem hafa verið að fylgja þessum vírus nánast frá upphafi. Og þau eru að koma fram hjá bólusettum líka, því miður.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur boðað að hann hyggist leggja til að aðgerðir verði hertar á landamærum. Hann hefur sagt að til greina komi að krefjast þess að fólk framvísi neikvæðu PCR-prófi við komu til landsins. Þórólfur segir í samskiptum við fréttastofu í morgun að hann hafi ekki skilað minnisblaðinu enn. „Ég get alveg sagt þér það strax að Þórólfur er miklu betur til þess fallinn en ég að segja hvað eigi að gera á landamærunum,“ segir Gylfi. „En miðað við mitt leikmannamat þá myndi ég halda að ef fólk þurfi að framvísa neikvæðu PCR-prófi við komu frá sínu heimalandi þá strax myndi það hjálpa mikið að halda veirunni utan landssteinanna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Tólf greindust með veiruna innanlands í gær Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru fimm í sóttkví en sjö utan sóttkvíar. 17. júlí 2021 10:54 Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði. 16. júlí 2021 19:30 „Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Tólf greindust með veiruna innanlands í gær Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru fimm í sóttkví en sjö utan sóttkvíar. 17. júlí 2021 10:54
Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði. 16. júlí 2021 19:30
„Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36