Stefnir embættismönnum fyrir að hafa dreift myndbandi af morði dóttur sinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 09:45 Bianca var myrt fyrir tveimur árum síðan af kærastanum sínum en þau voru á leiðinni heim af tónleikum í Queens. Getty/Spencer Platt Móðir sautján ára gamallar stúlku, sem var myrt árið 2019, hefur stefnt opinberum embættismönnum í New York fyrir að hafa deilt myndbandi, þar sem stúlkan sást stunda kynlíf og var síðar myrt, með fjölmiðlum. Morðið á Biöncu Devins, sem var aðeins sautján ára gömul, vakti mikla athygli eftir að morðingi hennar deildi myndum sem sýndu morðið á samfélagsmiðlum. Hann hafði tekið morðið upp a myndband en áður en hann myrti hana höfðu þau sofið saman og morðinginn tekið það upp á myndband sömuleiðis. Fjölskylda Devins segir nú að opinberir embættismenn hafi deilt myndbandinu, sem morðinginn tók upp, með framleiðsluteymi sem vinnur að gerð heimildamyndar um morðið. Fjölskyldan hefur stefnt stjórnarumdæminu Oneida í New York fylki og opinberum embættismönnum í sýslunni, þar á meðal Scott McNamara, héraðssaksóknara. Í stefnunni segir að hinir stefndu hafi verið óréttlátir gagnvart fórnarlambinu með því að hafa deilt sönnunargögnum með fjölmiðlum, sem ætla að fjalla um málið. Þá segir í stefnunni að Kimberly Devins, móðir Biöncu, hafi verið viti sínu fjær þegar hún komst að því að myndbandinu sem Brandon Clark, morðingi Biöncu, tók upp hafi verið deilt. Hún hræðist nú að myndefni af þeim stunda kynlíf muni fara í dreifingu á netinu eins og myndefni af morðinu sjálfu gerði á sínum tíma. Þá eru embættismennirnir sakaðir um að hafa brotið alríkislög um dreifingu barnakláms, þar sem hluti af myndefninu sýni Biöncu og Brandon Clark sofa saman áður en hann myrðir hana. Nettröll senda móðurinni ennþá myndir af líki dóttur hennar Bianca Devins var myrt í júlí 2019 af Clark, sem þá var 21 árs. Þau voru í bíl á leiðinni heim eftir tónleika í Queens í New York þegar Clark stakk hana með eggvopni. Hann tók upp myndband af morðinu og birti grafískar myndir af líki Biöncu á samfélagsmiðlum, til dæmis Snapchat og Instagram, auk þess sem hann deildi myndunum á spjallrás á Discord, sem vinir hennar notuðu. Hann gerði tilraun til að taka eigið líf eftir morðið en lifði þá tilraun af. Hann var sakfelldur fyrir morðið og dæmmdur í 25 ára fangelsi í mars á þessu ári. Myndirnar sem Clark deildi á samfélagsmiðlum fóru eins og eldur í sinu um internetið í kjölfar morðsins. Það varð til þess að fjöldi fólks fylgdi þeim báðum á Instagram og nettröll nýttu sér tækifærið og bjuggu til Instagram-síður, undir nafni Clarks og Biöncu, og deildu myndum af morðinu. Að sögn Kimberly Devins sækja nettröll en á hana og senda henni grafískar myndir af líki dóttur hennar. Bandaríkin Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Morðið á Biöncu Devins, sem var aðeins sautján ára gömul, vakti mikla athygli eftir að morðingi hennar deildi myndum sem sýndu morðið á samfélagsmiðlum. Hann hafði tekið morðið upp a myndband en áður en hann myrti hana höfðu þau sofið saman og morðinginn tekið það upp á myndband sömuleiðis. Fjölskylda Devins segir nú að opinberir embættismenn hafi deilt myndbandinu, sem morðinginn tók upp, með framleiðsluteymi sem vinnur að gerð heimildamyndar um morðið. Fjölskyldan hefur stefnt stjórnarumdæminu Oneida í New York fylki og opinberum embættismönnum í sýslunni, þar á meðal Scott McNamara, héraðssaksóknara. Í stefnunni segir að hinir stefndu hafi verið óréttlátir gagnvart fórnarlambinu með því að hafa deilt sönnunargögnum með fjölmiðlum, sem ætla að fjalla um málið. Þá segir í stefnunni að Kimberly Devins, móðir Biöncu, hafi verið viti sínu fjær þegar hún komst að því að myndbandinu sem Brandon Clark, morðingi Biöncu, tók upp hafi verið deilt. Hún hræðist nú að myndefni af þeim stunda kynlíf muni fara í dreifingu á netinu eins og myndefni af morðinu sjálfu gerði á sínum tíma. Þá eru embættismennirnir sakaðir um að hafa brotið alríkislög um dreifingu barnakláms, þar sem hluti af myndefninu sýni Biöncu og Brandon Clark sofa saman áður en hann myrðir hana. Nettröll senda móðurinni ennþá myndir af líki dóttur hennar Bianca Devins var myrt í júlí 2019 af Clark, sem þá var 21 árs. Þau voru í bíl á leiðinni heim eftir tónleika í Queens í New York þegar Clark stakk hana með eggvopni. Hann tók upp myndband af morðinu og birti grafískar myndir af líki Biöncu á samfélagsmiðlum, til dæmis Snapchat og Instagram, auk þess sem hann deildi myndunum á spjallrás á Discord, sem vinir hennar notuðu. Hann gerði tilraun til að taka eigið líf eftir morðið en lifði þá tilraun af. Hann var sakfelldur fyrir morðið og dæmmdur í 25 ára fangelsi í mars á þessu ári. Myndirnar sem Clark deildi á samfélagsmiðlum fóru eins og eldur í sinu um internetið í kjölfar morðsins. Það varð til þess að fjöldi fólks fylgdi þeim báðum á Instagram og nettröll nýttu sér tækifærið og bjuggu til Instagram-síður, undir nafni Clarks og Biöncu, og deildu myndum af morðinu. Að sögn Kimberly Devins sækja nettröll en á hana og senda henni grafískar myndir af líki dóttur hennar.
Bandaríkin Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira