Blótaði og braut kylfuna í bræðikasti Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2021 16:53 Tyrrell Hatton var vægast sagt pirraður á Royal St George vellinum í Sandwich í dag. Getty og Skjáskot Tyrrell Hatton á yfir höfði sér sekt eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu á Opna breska mótinu í golfi í dag. Hann er úr leik á mótinu. Enski kylfingurinn átti slakt högg með fleygjárni þegar hann reyndi að koma sér inn á 18. flötina og lét reiði sína bitna á kylfunni, sem hann braut. „Þetta var útrás fyrir mikið svekkelsi,“ sagði Hatton sem er í tíunda sæti heimslistans. Tyrrell Hatton had enough of his golf club #TheOpenpic.twitter.com/8WxXIQnBz2— GolfBet (@GolfBet) July 16, 2021 Hatton heyrðist sömuleiðis blóta eftir að hafa klárað 11. holuna og fengið þar tvöfaldan skolla. „Ég átti gott teighögg en gat bókstaflega ekki komið kylfuhausnum beint á boltann,“ sagði Hatton en boltinn lenti illa fyrir aftan flötina. We ve got a hot mic picking up Tyrell Hatton. The Open has officially begun. pic.twitter.com/ycdPykvwQu— Mark Harris (@itismarkharris) July 16, 2021 Þar að auki virtist Hatton sýna einhverjum þeirra fjömörgu áhorfenda sem eru á mótinu fingurinn. Not everyone is a fan of the Open fans this week. Tyrrell Hatton gives the finger to somebody in the gallery. pic.twitter.com/LsIN1dsx6F— Kyle Porter (@KylePorterCBS) July 16, 2021 Hatton lauk leik á pari í dag en er samtals á tveimur höggum yfir pari, einu höggi fyrir neðan niðurskurðarlínuna. Collin Morikawa og Jordan Spieth eru efstir sem stendur á -9 höggum. Morikawa átti stórkostlegan hring í dag og lék á -6 höggum en Spieth á eftir að spila sex holur. Louis Oosthuizen, sem var efstur eftir fyrsta hring, er á -8 höggum eftir að hafa spilað 10 holur í dag. Bein útsending frá mótinu er á Stöð 2 Golf en útsendingartíma má finna hér. Mótinu lýkur á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Opna breska Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Enski kylfingurinn átti slakt högg með fleygjárni þegar hann reyndi að koma sér inn á 18. flötina og lét reiði sína bitna á kylfunni, sem hann braut. „Þetta var útrás fyrir mikið svekkelsi,“ sagði Hatton sem er í tíunda sæti heimslistans. Tyrrell Hatton had enough of his golf club #TheOpenpic.twitter.com/8WxXIQnBz2— GolfBet (@GolfBet) July 16, 2021 Hatton heyrðist sömuleiðis blóta eftir að hafa klárað 11. holuna og fengið þar tvöfaldan skolla. „Ég átti gott teighögg en gat bókstaflega ekki komið kylfuhausnum beint á boltann,“ sagði Hatton en boltinn lenti illa fyrir aftan flötina. We ve got a hot mic picking up Tyrell Hatton. The Open has officially begun. pic.twitter.com/ycdPykvwQu— Mark Harris (@itismarkharris) July 16, 2021 Þar að auki virtist Hatton sýna einhverjum þeirra fjömörgu áhorfenda sem eru á mótinu fingurinn. Not everyone is a fan of the Open fans this week. Tyrrell Hatton gives the finger to somebody in the gallery. pic.twitter.com/LsIN1dsx6F— Kyle Porter (@KylePorterCBS) July 16, 2021 Hatton lauk leik á pari í dag en er samtals á tveimur höggum yfir pari, einu höggi fyrir neðan niðurskurðarlínuna. Collin Morikawa og Jordan Spieth eru efstir sem stendur á -9 höggum. Morikawa átti stórkostlegan hring í dag og lék á -6 höggum en Spieth á eftir að spila sex holur. Louis Oosthuizen, sem var efstur eftir fyrsta hring, er á -8 höggum eftir að hafa spilað 10 holur í dag. Bein útsending frá mótinu er á Stöð 2 Golf en útsendingartíma má finna hér. Mótinu lýkur á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Opna breska Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira