Leggur til að aðgerðir verði hertar á landamærum á ný Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 16. júlí 2021 11:51 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja til breytingar á sóttvarnaaðgerðum á landamærum í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga. Hann vinnur nú að minnisblaði til ráðherra en vill ekki gefa upp hverjar tillögur hans verða. „Ég er í samskiptum við ráðherra. Síðan þarf ráðherrann og ríkisstjórnin að fjalla um þær tillögur og taka síðan endanlega ákvörðun um hverju verði hrint í framkvæmd og hverju ekki,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu. Sautján hafa greinst með Covid-19 innanlands síðustu tvo daga og voru níu utan sóttkvíar. Allir hinna smituðu voru fullbólusettir fyrir Covid-19. Fram hefur komið að flest tilfelli megi nú rekja til smita á landamærum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Flest smitin eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Hvað ætlar þú að leggja til? „Ég held að það sé ekki réttlátt gagnvart ráðherranum að það sé verið að fjalla um það opinberlega áður en viðeigandi aðilar fjalli um þær tillögur.“ Þórólfur sagði í gær að það komi til greina að krefjast þess að fólk framvísi neikvæðu PCR-prófi við komu þeirra til landsins. Ungt fólk að greinast „Eins og ég hef talað um undanfarna daga þá held ég að það sé forgangsverkefni að reyna að stoppa flutning veirunnar inn í landið. Ég held að það sé ekki endilega kominn tími til að grípa til takmarkana innanlands, við þurfum bara að halda áfram að sjá hvort veikindi verði alvarleg eða smit berist i viðkvæma hópa.“ Fólk sé ekki að veikjast alvarlega núna en þess beri að merkja að ungt fólk hafi verðið að greinast sem veikist alla jafna ekki alvarlega af Covid-19. Hvað með landamærin, leggur þú eitthvað til þar? „Ég er bara með tillögur í smíðum fyrir ráðherra.“ Þannig þú ætlar að leggja til aðgerðir? „Já ég mun gera það,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 16. júlí 2021 10:30 Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. 15. júlí 2021 19:31 Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. 15. júlí 2021 11:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
„Ég er í samskiptum við ráðherra. Síðan þarf ráðherrann og ríkisstjórnin að fjalla um þær tillögur og taka síðan endanlega ákvörðun um hverju verði hrint í framkvæmd og hverju ekki,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu. Sautján hafa greinst með Covid-19 innanlands síðustu tvo daga og voru níu utan sóttkvíar. Allir hinna smituðu voru fullbólusettir fyrir Covid-19. Fram hefur komið að flest tilfelli megi nú rekja til smita á landamærum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Flest smitin eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Hvað ætlar þú að leggja til? „Ég held að það sé ekki réttlátt gagnvart ráðherranum að það sé verið að fjalla um það opinberlega áður en viðeigandi aðilar fjalli um þær tillögur.“ Þórólfur sagði í gær að það komi til greina að krefjast þess að fólk framvísi neikvæðu PCR-prófi við komu þeirra til landsins. Ungt fólk að greinast „Eins og ég hef talað um undanfarna daga þá held ég að það sé forgangsverkefni að reyna að stoppa flutning veirunnar inn í landið. Ég held að það sé ekki endilega kominn tími til að grípa til takmarkana innanlands, við þurfum bara að halda áfram að sjá hvort veikindi verði alvarleg eða smit berist i viðkvæma hópa.“ Fólk sé ekki að veikjast alvarlega núna en þess beri að merkja að ungt fólk hafi verðið að greinast sem veikist alla jafna ekki alvarlega af Covid-19. Hvað með landamærin, leggur þú eitthvað til þar? „Ég er bara með tillögur í smíðum fyrir ráðherra.“ Þannig þú ætlar að leggja til aðgerðir? „Já ég mun gera það,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 16. júlí 2021 10:30 Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. 15. júlí 2021 19:31 Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. 15. júlí 2021 11:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 16. júlí 2021 10:30
Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. 15. júlí 2021 19:31
Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. 15. júlí 2021 11:30