Eyjólfsbörn hlaupa til minningar um föður sinn sem féll frá fyrir skömmu Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2021 14:59 Margrét segir það hjálpa sér að takast á við sorgina að hlaupa. Hún og börnin sjö ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar Ljónshjarta. Margrét Brynjólfsdóttir, sem nú syrgir eiginmann sinn sem féll frá fyrir skömmu, segir það hjálpa sér að hlaupa en öll fjölskyldan ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 21. ágúst. Fjölskyldan er í sárum en fjölskyldufaðirinn, Sveinn Eyjólfur Tryggvason lést í hörmulegu slysi við Svuntufoss í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar. Hann hafði ætlað sér út í hyl undir fossinum en mikill straumur reyndist þar og Sveinn Eyjólfur lenti þar í sjálfheldu. Hetjudáð verður það að heita, af hálfu þeirra sem syrgja, að takast á hendur hlaup sem þetta svo skömmu eftir fráfall hans. En Margrét, sem mun hlaupa með börnunum, segir það einfaldlega svo, í samtali við Vísi, að Ljónshjarta séu svo frábær samtök. „Og reyndust okkur strax vel. Þau grípa mann og börnin mín, sem eru sjö; þau yngstu fá sálfræðimeðferð og ég fæ sálfræðimeðferð. Þau veita manni kraft til að halda áfram.“ Í lýsingu við hópinn, sem finna má hér neðar en þangað getur fólk leitað sem vill leggja þessu framtaki lið, segir: „Við hlaupum til styrktar Ljónshjarta í minningu elsku pabba okkar hans Eyfa.“ Börn Margrétar eru sjö, þannig að þetta er góður hópur sem ætlar að hlaupa en það gera þau undir merkjunum Eyjólfsbörn. Og það leggst vel í þau. „Ég er byrjuð að hlaupa aftur sem er að hjálpa mér. Ég ætla að fara tíu kílómetra sem og synir mínir og 15 ára dóttir mín. Þau yngri ætla þrjá en sú yngsta er sjö ára gömul.“ Margrét er íþróttafræðingur og sjúkraþjálfari og var afrekskona í hlaupum og var meðal annars landsliðskona á sínum tíma. „Já, þannig að ég kann þetta alveg,“ segir Margrét sem ítrekar mikilvægi samtakanna Ljónshjarta. Hún segir að á hverju ári missi hundrað börn foreldri. „Þetta er ótrúlega mikilvægt lýðheilsumál. Gætu ekki verið mikilvægari samtök.“ Reykjavíkurmaraþon Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01 Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 14:37 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Sjá meira
Fjölskyldan er í sárum en fjölskyldufaðirinn, Sveinn Eyjólfur Tryggvason lést í hörmulegu slysi við Svuntufoss í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar. Hann hafði ætlað sér út í hyl undir fossinum en mikill straumur reyndist þar og Sveinn Eyjólfur lenti þar í sjálfheldu. Hetjudáð verður það að heita, af hálfu þeirra sem syrgja, að takast á hendur hlaup sem þetta svo skömmu eftir fráfall hans. En Margrét, sem mun hlaupa með börnunum, segir það einfaldlega svo, í samtali við Vísi, að Ljónshjarta séu svo frábær samtök. „Og reyndust okkur strax vel. Þau grípa mann og börnin mín, sem eru sjö; þau yngstu fá sálfræðimeðferð og ég fæ sálfræðimeðferð. Þau veita manni kraft til að halda áfram.“ Í lýsingu við hópinn, sem finna má hér neðar en þangað getur fólk leitað sem vill leggja þessu framtaki lið, segir: „Við hlaupum til styrktar Ljónshjarta í minningu elsku pabba okkar hans Eyfa.“ Börn Margrétar eru sjö, þannig að þetta er góður hópur sem ætlar að hlaupa en það gera þau undir merkjunum Eyjólfsbörn. Og það leggst vel í þau. „Ég er byrjuð að hlaupa aftur sem er að hjálpa mér. Ég ætla að fara tíu kílómetra sem og synir mínir og 15 ára dóttir mín. Þau yngri ætla þrjá en sú yngsta er sjö ára gömul.“ Margrét er íþróttafræðingur og sjúkraþjálfari og var afrekskona í hlaupum og var meðal annars landsliðskona á sínum tíma. „Já, þannig að ég kann þetta alveg,“ segir Margrét sem ítrekar mikilvægi samtakanna Ljónshjarta. Hún segir að á hverju ári missi hundrað börn foreldri. „Þetta er ótrúlega mikilvægt lýðheilsumál. Gætu ekki verið mikilvægari samtök.“
Reykjavíkurmaraþon Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01 Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 14:37 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Sjá meira
Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01
Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 14:37