NBA dagsins: Gömlu hetjurnar mættu og sáu Hirtina jafna úrslitaeinvígið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 15:01 Kareem Abdul-Jabbar og Oscar Robertson veifa til áhorfenda á leik Milwaukee Bucks og Phoenix Suns í Fiserv Forum í nótt. getty/Stacy Revere Leikmenn úr eina meistaraliði Milwaukee Bucks fylgdust með gamla liðinu sínu vinna Phoenix Suns í nótt, 109-103, og jafna þar með metin í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn. Khris Middleton skoraði fjörutíu stig í leiknum í nótt, þar af tíu stig í röð undir lok leiks. Giannis Antetokounmpo var með 26 stig, fjórtán fráköst og átta stoðsendingar fyrir Milwaukee sem vann lokaleikhlutann með tólf stigum, 33-21. Milwaukee hefur unnið tvo leiki í röð eftir að Phoenix komst í 2-0 í úrslitaeinvíginu. Næsti leikur fer fram í Phoenix aðfaranótt sunnudags. Klippa: NBA dagsins: 15. júlí Þetta er aðeins í þriðja sinn og í fyrsta sinn síðan 1974 sem Milwaukee er í úrslitum NBA. Hirtirnir urðu meistarar 1971 og töpuðu svo fyrir Boston Celtics í oddaleik í úrslitunum þremur árum seinna. Aðalmennirnir í liði Milwaukee á þessum gullaldarárum voru mættir í Fiserv Forum höllina í nótt og fylgdust með gamla liðinu sínu. Þetta voru þeir Kareem Abdul-Jabbar, Oscar Robertson og Bob Dandridge. Þeir tveir fyrstnefndu sátu saman og fengu veglegt lófaklapp þegar þeir voru kynntir í fyrri hálfleik. Treyjur þremenninganna (nr. 1, 10 og 33) hanga uppi í rjáfri í Fiserv Forum. Kareem var valinn besti leikmaður úrslitanna 1971 þegar Milwaukee vann Baltimore Bullets, 4-0. Í úrslitaeinvíginu var Kareem með 27,0 stig, 18,5 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Robertson, sem var þá kominn á efri ár í körfuboltanum, skoraði 23,5 stig, tók 5,0 fráköst og gaf 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu og Dandridge var með 20,3 stig, 9,8 fráköst og 3,3 stoðsendingar. Milwaukee á einn heimaleik eftir á tímabilinu en sjötti leikurinn í úrslitaeinvíginu fer fram þar í borg aðfaranótt miðvikudags. Ef þarf verður oddaleikurinn svo í Phoenix aðfaranótt föstudags. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Phoenix í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Khris Middleton skoraði fjörutíu stig í leiknum í nótt, þar af tíu stig í röð undir lok leiks. Giannis Antetokounmpo var með 26 stig, fjórtán fráköst og átta stoðsendingar fyrir Milwaukee sem vann lokaleikhlutann með tólf stigum, 33-21. Milwaukee hefur unnið tvo leiki í röð eftir að Phoenix komst í 2-0 í úrslitaeinvíginu. Næsti leikur fer fram í Phoenix aðfaranótt sunnudags. Klippa: NBA dagsins: 15. júlí Þetta er aðeins í þriðja sinn og í fyrsta sinn síðan 1974 sem Milwaukee er í úrslitum NBA. Hirtirnir urðu meistarar 1971 og töpuðu svo fyrir Boston Celtics í oddaleik í úrslitunum þremur árum seinna. Aðalmennirnir í liði Milwaukee á þessum gullaldarárum voru mættir í Fiserv Forum höllina í nótt og fylgdust með gamla liðinu sínu. Þetta voru þeir Kareem Abdul-Jabbar, Oscar Robertson og Bob Dandridge. Þeir tveir fyrstnefndu sátu saman og fengu veglegt lófaklapp þegar þeir voru kynntir í fyrri hálfleik. Treyjur þremenninganna (nr. 1, 10 og 33) hanga uppi í rjáfri í Fiserv Forum. Kareem var valinn besti leikmaður úrslitanna 1971 þegar Milwaukee vann Baltimore Bullets, 4-0. Í úrslitaeinvíginu var Kareem með 27,0 stig, 18,5 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Robertson, sem var þá kominn á efri ár í körfuboltanum, skoraði 23,5 stig, tók 5,0 fráköst og gaf 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu og Dandridge var með 20,3 stig, 9,8 fráköst og 3,3 stoðsendingar. Milwaukee á einn heimaleik eftir á tímabilinu en sjötti leikurinn í úrslitaeinvíginu fer fram þar í borg aðfaranótt miðvikudags. Ef þarf verður oddaleikurinn svo í Phoenix aðfaranótt föstudags. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Phoenix í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira