Norska liðinu hótað sektum og að vera dæmdar úr leik á EM ef þær spiluðu ekki í bikiníi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 10:03 Norska liðið vildi fá að spila í stuttbuxum á EM kvenna í strandhandbolta en það mæltist ekki vel fyrir hjá skipuleggjendum mótsins. getty/Ilnar Tukhbatov Norska landsliðinu var hótað sektum og að vera dæmt úr leik þegar það mótmælti klæðaburði á EM kvenna í strandhandbolta. Samkvæmt reglum þurfa leikmenn á strandhandboltamótum kvenna að klæðast bikiníi á meðan karlar mega klæðast hlýrabolum og stuttbuxum. Leikmenn hafa lengi verið ósáttir við reglur um klæðaburð á mótum en samt hafa þær ekkert breyst. Norska handknattleikssambandið hefur verið framarlega í baráttu um að breyta reglunum og fyrir EM óskaði það eftir því að leikmenn fengju að spila í stuttbuxum á mótinu. Fyrst var norska liðinu hótað sektum, sem það var tilbúið að borga, en fyrir fyrsta leikinn á EM var sektin skyndilega hækkuð og því hótað frekari refsingum, meðal annars að liðinu yrði hent úr keppni. Norska liðið gaf þá eftir enda mikið undir á EM, meðal annars sæti á heimsmeistaramótinu. „Fyrst í stað var okkur tjáð að hver leikmaður yrði sektaður um fimmtíu evrur fyrir hvern leik sem við vorum tilbúin að borga. Síðan var okkur tjáð að sektin yrði hækkuð og frekari refsingar myndu fylgja. Og skömmu fyrir fyrsta leik var okkur sagt að við yrðum dæmdar úr leik fyrir að spila í búningunum sem við vildum. Við vildum ekki taka þá áhættu,“ sagði Katinka Haltvik, leikmaður norska liðsins. Kåre Geir Lio, forseti norska handknattleikssambandsins, segir að það hafi lengi talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að breytingum á reglum um klæðaburð á mótum. „Þetta er svo vandræðalegt og vonlaust,“ sagði Lio. Norðmenn fengu Svía, Frakka og Dani með sér í lið og sendu inn beiðni um breytingar á reglunum til EHF, evrópska handknattleikssambandsins. Talsmaður EHF tjáði NRK að málið yrði skoðað en Lio er ekki bjartsýnn á að neinar breytingar verði gerðar á reglunum. „Við höfum sett okkur í samband við þá og unnið að þessu í nokkur ár. Við höfum vakið athygli á þessu og okkur lofað úrbótum. En samt gerist ekkert. Það er bara sorglegt fyrir stelpurnar að standa í þessu,“ sagði Lio. Handbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Samkvæmt reglum þurfa leikmenn á strandhandboltamótum kvenna að klæðast bikiníi á meðan karlar mega klæðast hlýrabolum og stuttbuxum. Leikmenn hafa lengi verið ósáttir við reglur um klæðaburð á mótum en samt hafa þær ekkert breyst. Norska handknattleikssambandið hefur verið framarlega í baráttu um að breyta reglunum og fyrir EM óskaði það eftir því að leikmenn fengju að spila í stuttbuxum á mótinu. Fyrst var norska liðinu hótað sektum, sem það var tilbúið að borga, en fyrir fyrsta leikinn á EM var sektin skyndilega hækkuð og því hótað frekari refsingum, meðal annars að liðinu yrði hent úr keppni. Norska liðið gaf þá eftir enda mikið undir á EM, meðal annars sæti á heimsmeistaramótinu. „Fyrst í stað var okkur tjáð að hver leikmaður yrði sektaður um fimmtíu evrur fyrir hvern leik sem við vorum tilbúin að borga. Síðan var okkur tjáð að sektin yrði hækkuð og frekari refsingar myndu fylgja. Og skömmu fyrir fyrsta leik var okkur sagt að við yrðum dæmdar úr leik fyrir að spila í búningunum sem við vildum. Við vildum ekki taka þá áhættu,“ sagði Katinka Haltvik, leikmaður norska liðsins. Kåre Geir Lio, forseti norska handknattleikssambandsins, segir að það hafi lengi talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að breytingum á reglum um klæðaburð á mótum. „Þetta er svo vandræðalegt og vonlaust,“ sagði Lio. Norðmenn fengu Svía, Frakka og Dani með sér í lið og sendu inn beiðni um breytingar á reglunum til EHF, evrópska handknattleikssambandsins. Talsmaður EHF tjáði NRK að málið yrði skoðað en Lio er ekki bjartsýnn á að neinar breytingar verði gerðar á reglunum. „Við höfum sett okkur í samband við þá og unnið að þessu í nokkur ár. Við höfum vakið athygli á þessu og okkur lofað úrbótum. En samt gerist ekkert. Það er bara sorglegt fyrir stelpurnar að standa í þessu,“ sagði Lio.
Handbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira