Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2021 08:44 Lögregla stendur nærri veggmynd af Jovenel Moise. Pólitísk upplausn ríkir í landinu eftir morðið á forsetanum. Ap/Joseph Odelyn Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. Herard var færður í gæsluvarðhald að lokinni yfirheyrslu í gær, að sögn samstarfsmannsins Carls Martin sem vinnur nú að málsvörn hans. Að sögn Martin fékk Herard þau svör frá lögreglu að ákvörðun um gæsluvarðhald hans hafi „komið að ofan.“ Þetta kemur fram í frétt CNN en Martin segist hafa rætt við Herard eftir yfirheyrsluna í gær. Þá hafi lögregla verið búin að taka vopn hans og síma og færa Herard stuttlega í einangrun af öryggisástæðum. Pólitísk upplausn ríkir á Haítí eftir að hópur manna réðst inn í forsetahöllina þann 7. júlí og myrti Jovenel Moise, forseta landsins. Að minnsta kosti þrír stjórnmálamenn í landinu telja sig nú vera leiðtoga landsins og bætist stjórnarkreppan ofan á vaxandi völd glæpaklíka í landinu. Telja að minnst 28 tengist morðinu Fjöldi manna er í haldi lögreglu vegna málsins en fram hefur komið að þeirra á meðal séu bandarískir ríkisborgarar. Þá var greint frá því í fyrradag að nokkrir þeirra sem taldir eru tengjast morðinu á forsetanum hafi áður starfað sem upplýsingaaðilar fyrir bandarísk löggæsluyfirvöld, þar á meðal alríkislögregluna. Lögreglan á Haíti telur að minnst 28 einstaklingar tengist morðinu og að margir þeirra hafi verið kólumbískir málaliðar ráðnir í gegnum öryggisfyrirtæki í Flórída. Interpol og bandaríska alríkislögreglan kemur að rannsókn málsins. Á mánudag handtók lögregla 63 ára gamlan mann sem er grunaður um að hafa stýrt og skipulagt tilræðið. Hinn grunaði er læknir af haítískum uppruna sem búið hefur í Flórída í Bandaríkjunum. Christian Emmanuel Sanon kom til síns gamla heimalands á dögunum um borð í einkaþotu og fullyrðir lögreglustjórinn Leon Charles að Sanon hafi ætlað að steypa forsetanum Jovenel Moise af stóli og taka sjálfur við völdunum í landinu. Tveir aðrir eru einnig taldir hafa skipulagt tilræðið. Haítí Tengdar fréttir Segja lækni hafa staðið að baki morðinu á forsetanum Lögregluyfirvöld á Haítí segjast hafa handtekið einn af höfuðpaurum árásarinnar á forseta landsins sem skotinn var til bana í síðustu viku. 12. júlí 2021 06:43 Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19 Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Herard var færður í gæsluvarðhald að lokinni yfirheyrslu í gær, að sögn samstarfsmannsins Carls Martin sem vinnur nú að málsvörn hans. Að sögn Martin fékk Herard þau svör frá lögreglu að ákvörðun um gæsluvarðhald hans hafi „komið að ofan.“ Þetta kemur fram í frétt CNN en Martin segist hafa rætt við Herard eftir yfirheyrsluna í gær. Þá hafi lögregla verið búin að taka vopn hans og síma og færa Herard stuttlega í einangrun af öryggisástæðum. Pólitísk upplausn ríkir á Haítí eftir að hópur manna réðst inn í forsetahöllina þann 7. júlí og myrti Jovenel Moise, forseta landsins. Að minnsta kosti þrír stjórnmálamenn í landinu telja sig nú vera leiðtoga landsins og bætist stjórnarkreppan ofan á vaxandi völd glæpaklíka í landinu. Telja að minnst 28 tengist morðinu Fjöldi manna er í haldi lögreglu vegna málsins en fram hefur komið að þeirra á meðal séu bandarískir ríkisborgarar. Þá var greint frá því í fyrradag að nokkrir þeirra sem taldir eru tengjast morðinu á forsetanum hafi áður starfað sem upplýsingaaðilar fyrir bandarísk löggæsluyfirvöld, þar á meðal alríkislögregluna. Lögreglan á Haíti telur að minnst 28 einstaklingar tengist morðinu og að margir þeirra hafi verið kólumbískir málaliðar ráðnir í gegnum öryggisfyrirtæki í Flórída. Interpol og bandaríska alríkislögreglan kemur að rannsókn málsins. Á mánudag handtók lögregla 63 ára gamlan mann sem er grunaður um að hafa stýrt og skipulagt tilræðið. Hinn grunaði er læknir af haítískum uppruna sem búið hefur í Flórída í Bandaríkjunum. Christian Emmanuel Sanon kom til síns gamla heimalands á dögunum um borð í einkaþotu og fullyrðir lögreglustjórinn Leon Charles að Sanon hafi ætlað að steypa forsetanum Jovenel Moise af stóli og taka sjálfur við völdunum í landinu. Tveir aðrir eru einnig taldir hafa skipulagt tilræðið.
Haítí Tengdar fréttir Segja lækni hafa staðið að baki morðinu á forsetanum Lögregluyfirvöld á Haítí segjast hafa handtekið einn af höfuðpaurum árásarinnar á forseta landsins sem skotinn var til bana í síðustu viku. 12. júlí 2021 06:43 Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19 Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Segja lækni hafa staðið að baki morðinu á forsetanum Lögregluyfirvöld á Haítí segjast hafa handtekið einn af höfuðpaurum árásarinnar á forseta landsins sem skotinn var til bana í síðustu viku. 12. júlí 2021 06:43
Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19
Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09