Ákæra Írana fyrir að ætla að ræna konu frá New York Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 14:48 Masih Alinejad hefur lengi verið gagnrýnin í garð klerkastjórnar Írans. Getty/Larry Busacca Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa ákært fjóra Írana fyrir að hafa ætlað að ræna bandarískri blaðakonu og aðgerðasinna. Konan, sem heitir Masih Alinejad, hefur verið gagnrýnin á klerkastjórn Írans en mennirnir fjórir eru taldir vera útsendarar hennar. Á undanförnum árum hafa útsendarar frá Íran platað nokkra erlenda aðgerðasinna til að leggja land undir fót og ferðast til staða þar sem þeim hefur verið rænt og þeir fluttir til Írans og fangelsaðir. Í ákærunni kemur ekki fram hvert meint fórnarlamb mannanna er en það hefur þó verið staðfest af fjölmiðlum ytra að um Alinejad er að ræða. Hún hefur meðal annars starfað fyrir persenska stöð Voice of America og fjallað um mannréttindabrot í Íran. Alinejad sjálf sagði frá þessum vendingum á Twitter í gærkvöldi. I am grateful to FBI for foiling the Islamic Republic of Iran's Intelligence Ministry's plot to kidnap me. This plot was orchestrated under Rouhani. This is the regime that kidnapped & executed Ruhollah Zam. They've also kidnapped and jailed Jamshid Sharmahd and many others pic.twitter.com/HUefdEbiil— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) July 14, 2021 William F. Sweeney, einn yfirmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sagði í yfirlýsingu sem birt var í gær að ógnin væri raunveruleg. „Þetta er ekki einhver langsóttur kvikmyndasöguþráður. Við teljum að hópur, studdur af ríkisstjórn Írans, hafi lagt á ráðin um að ræna bandarískum blaðamanni, í Bandaríkjunum, og flytja hana til Írans,“ sagði Sweeney samkvæmt frétt Washington Post. Saksóknarar segja einnig að útsendarar Írans hafi reynt að múta fjölskyldumeðlimum Alinejad sem búa í Íran til að fá þá til að plata hana að ferðast til annars lands. Lands þar sem auðveldara væri að ræna henni. Ráðamenn í Íran segja þessar ásakanir rangar. Hér má sjá viðtal CNN við Alinejad sem birt var í dag þar sem hún ræðir málið og segir frá því að útsendarar Írans hafi ráðið einkaspæjara til að fylgjast með henni og fjölskyldu hennar í New York, þar sem hún býr. Þeir eru sagðir hafa fylgt henni eftir og myndað hana. Watch this interview. @AlinejadMasih tells CNN I m a little bit disappointed in the Biden administration. Your daily reminder that #Iran isn t just a nuclear file. pic.twitter.com/L1qoInEJ86— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) July 14, 2021 Allir mennirnir fjórir sem voru ákærðir búa í Íran. Verulega ólíklegt þykir að mennirnir endi nokkurn tímann í dómsal í Bandaríkjunum. Einn maður til viðbótar, sem sagður er hafa stutt mennina fjóra, hefur þó verið handtekinn í Kaliforníu. Bandaríkin og Íran hafa lengi deilt um eldflauga- og kjarnorkuáætlanir Írans og hefur ýmis konar viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum verið beitt gegn Íran. Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu árið 2015 samkomulag við Íran um að létt yrði á refsiaðgerðum í skiptum fyrir það að eftirlitsaðilar fengju að fylgjast með kjarnorkuáætlun ríkisins. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá því samkomulagi en meðlimir ríkisstjórnar Bidens hafa gefið í skyn að mögulegt sé að endurvekja samkomulagið. Viðræður þar að lútandi hafa þau engum árangri skilað. AFP fréttaveitan sagði frá því í dag að ríkisstjórn Joes Biden hefði gefið yfirvöldum í Íran leyfi til að nota sjóði sem hafa verið frystir til að greiða skuldir ríkisins í Suður-Kóreu og Japan. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði samkomulagið ekki fela í sér að sjóðirnir yrðu fluttir til Írans. Heldur yrðu þeir eingöngu notaðir til að greiða Suður-Kóreu og Japan. Íran Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Á undanförnum árum hafa útsendarar frá Íran platað nokkra erlenda aðgerðasinna til að leggja land undir fót og ferðast til staða þar sem þeim hefur verið rænt og þeir fluttir til Írans og fangelsaðir. Í ákærunni kemur ekki fram hvert meint fórnarlamb mannanna er en það hefur þó verið staðfest af fjölmiðlum ytra að um Alinejad er að ræða. Hún hefur meðal annars starfað fyrir persenska stöð Voice of America og fjallað um mannréttindabrot í Íran. Alinejad sjálf sagði frá þessum vendingum á Twitter í gærkvöldi. I am grateful to FBI for foiling the Islamic Republic of Iran's Intelligence Ministry's plot to kidnap me. This plot was orchestrated under Rouhani. This is the regime that kidnapped & executed Ruhollah Zam. They've also kidnapped and jailed Jamshid Sharmahd and many others pic.twitter.com/HUefdEbiil— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) July 14, 2021 William F. Sweeney, einn yfirmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sagði í yfirlýsingu sem birt var í gær að ógnin væri raunveruleg. „Þetta er ekki einhver langsóttur kvikmyndasöguþráður. Við teljum að hópur, studdur af ríkisstjórn Írans, hafi lagt á ráðin um að ræna bandarískum blaðamanni, í Bandaríkjunum, og flytja hana til Írans,“ sagði Sweeney samkvæmt frétt Washington Post. Saksóknarar segja einnig að útsendarar Írans hafi reynt að múta fjölskyldumeðlimum Alinejad sem búa í Íran til að fá þá til að plata hana að ferðast til annars lands. Lands þar sem auðveldara væri að ræna henni. Ráðamenn í Íran segja þessar ásakanir rangar. Hér má sjá viðtal CNN við Alinejad sem birt var í dag þar sem hún ræðir málið og segir frá því að útsendarar Írans hafi ráðið einkaspæjara til að fylgjast með henni og fjölskyldu hennar í New York, þar sem hún býr. Þeir eru sagðir hafa fylgt henni eftir og myndað hana. Watch this interview. @AlinejadMasih tells CNN I m a little bit disappointed in the Biden administration. Your daily reminder that #Iran isn t just a nuclear file. pic.twitter.com/L1qoInEJ86— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) July 14, 2021 Allir mennirnir fjórir sem voru ákærðir búa í Íran. Verulega ólíklegt þykir að mennirnir endi nokkurn tímann í dómsal í Bandaríkjunum. Einn maður til viðbótar, sem sagður er hafa stutt mennina fjóra, hefur þó verið handtekinn í Kaliforníu. Bandaríkin og Íran hafa lengi deilt um eldflauga- og kjarnorkuáætlanir Írans og hefur ýmis konar viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum verið beitt gegn Íran. Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu árið 2015 samkomulag við Íran um að létt yrði á refsiaðgerðum í skiptum fyrir það að eftirlitsaðilar fengju að fylgjast með kjarnorkuáætlun ríkisins. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá því samkomulagi en meðlimir ríkisstjórnar Bidens hafa gefið í skyn að mögulegt sé að endurvekja samkomulagið. Viðræður þar að lútandi hafa þau engum árangri skilað. AFP fréttaveitan sagði frá því í dag að ríkisstjórn Joes Biden hefði gefið yfirvöldum í Íran leyfi til að nota sjóði sem hafa verið frystir til að greiða skuldir ríkisins í Suður-Kóreu og Japan. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði samkomulagið ekki fela í sér að sjóðirnir yrðu fluttir til Írans. Heldur yrðu þeir eingöngu notaðir til að greiða Suður-Kóreu og Japan.
Íran Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira