Ákæra Írana fyrir að ætla að ræna konu frá New York Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 14:48 Masih Alinejad hefur lengi verið gagnrýnin í garð klerkastjórnar Írans. Getty/Larry Busacca Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa ákært fjóra Írana fyrir að hafa ætlað að ræna bandarískri blaðakonu og aðgerðasinna. Konan, sem heitir Masih Alinejad, hefur verið gagnrýnin á klerkastjórn Írans en mennirnir fjórir eru taldir vera útsendarar hennar. Á undanförnum árum hafa útsendarar frá Íran platað nokkra erlenda aðgerðasinna til að leggja land undir fót og ferðast til staða þar sem þeim hefur verið rænt og þeir fluttir til Írans og fangelsaðir. Í ákærunni kemur ekki fram hvert meint fórnarlamb mannanna er en það hefur þó verið staðfest af fjölmiðlum ytra að um Alinejad er að ræða. Hún hefur meðal annars starfað fyrir persenska stöð Voice of America og fjallað um mannréttindabrot í Íran. Alinejad sjálf sagði frá þessum vendingum á Twitter í gærkvöldi. I am grateful to FBI for foiling the Islamic Republic of Iran's Intelligence Ministry's plot to kidnap me. This plot was orchestrated under Rouhani. This is the regime that kidnapped & executed Ruhollah Zam. They've also kidnapped and jailed Jamshid Sharmahd and many others pic.twitter.com/HUefdEbiil— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) July 14, 2021 William F. Sweeney, einn yfirmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sagði í yfirlýsingu sem birt var í gær að ógnin væri raunveruleg. „Þetta er ekki einhver langsóttur kvikmyndasöguþráður. Við teljum að hópur, studdur af ríkisstjórn Írans, hafi lagt á ráðin um að ræna bandarískum blaðamanni, í Bandaríkjunum, og flytja hana til Írans,“ sagði Sweeney samkvæmt frétt Washington Post. Saksóknarar segja einnig að útsendarar Írans hafi reynt að múta fjölskyldumeðlimum Alinejad sem búa í Íran til að fá þá til að plata hana að ferðast til annars lands. Lands þar sem auðveldara væri að ræna henni. Ráðamenn í Íran segja þessar ásakanir rangar. Hér má sjá viðtal CNN við Alinejad sem birt var í dag þar sem hún ræðir málið og segir frá því að útsendarar Írans hafi ráðið einkaspæjara til að fylgjast með henni og fjölskyldu hennar í New York, þar sem hún býr. Þeir eru sagðir hafa fylgt henni eftir og myndað hana. Watch this interview. @AlinejadMasih tells CNN I m a little bit disappointed in the Biden administration. Your daily reminder that #Iran isn t just a nuclear file. pic.twitter.com/L1qoInEJ86— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) July 14, 2021 Allir mennirnir fjórir sem voru ákærðir búa í Íran. Verulega ólíklegt þykir að mennirnir endi nokkurn tímann í dómsal í Bandaríkjunum. Einn maður til viðbótar, sem sagður er hafa stutt mennina fjóra, hefur þó verið handtekinn í Kaliforníu. Bandaríkin og Íran hafa lengi deilt um eldflauga- og kjarnorkuáætlanir Írans og hefur ýmis konar viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum verið beitt gegn Íran. Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu árið 2015 samkomulag við Íran um að létt yrði á refsiaðgerðum í skiptum fyrir það að eftirlitsaðilar fengju að fylgjast með kjarnorkuáætlun ríkisins. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá því samkomulagi en meðlimir ríkisstjórnar Bidens hafa gefið í skyn að mögulegt sé að endurvekja samkomulagið. Viðræður þar að lútandi hafa þau engum árangri skilað. AFP fréttaveitan sagði frá því í dag að ríkisstjórn Joes Biden hefði gefið yfirvöldum í Íran leyfi til að nota sjóði sem hafa verið frystir til að greiða skuldir ríkisins í Suður-Kóreu og Japan. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði samkomulagið ekki fela í sér að sjóðirnir yrðu fluttir til Írans. Heldur yrðu þeir eingöngu notaðir til að greiða Suður-Kóreu og Japan. Íran Bandaríkin Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa útsendarar frá Íran platað nokkra erlenda aðgerðasinna til að leggja land undir fót og ferðast til staða þar sem þeim hefur verið rænt og þeir fluttir til Írans og fangelsaðir. Í ákærunni kemur ekki fram hvert meint fórnarlamb mannanna er en það hefur þó verið staðfest af fjölmiðlum ytra að um Alinejad er að ræða. Hún hefur meðal annars starfað fyrir persenska stöð Voice of America og fjallað um mannréttindabrot í Íran. Alinejad sjálf sagði frá þessum vendingum á Twitter í gærkvöldi. I am grateful to FBI for foiling the Islamic Republic of Iran's Intelligence Ministry's plot to kidnap me. This plot was orchestrated under Rouhani. This is the regime that kidnapped & executed Ruhollah Zam. They've also kidnapped and jailed Jamshid Sharmahd and many others pic.twitter.com/HUefdEbiil— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) July 14, 2021 William F. Sweeney, einn yfirmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sagði í yfirlýsingu sem birt var í gær að ógnin væri raunveruleg. „Þetta er ekki einhver langsóttur kvikmyndasöguþráður. Við teljum að hópur, studdur af ríkisstjórn Írans, hafi lagt á ráðin um að ræna bandarískum blaðamanni, í Bandaríkjunum, og flytja hana til Írans,“ sagði Sweeney samkvæmt frétt Washington Post. Saksóknarar segja einnig að útsendarar Írans hafi reynt að múta fjölskyldumeðlimum Alinejad sem búa í Íran til að fá þá til að plata hana að ferðast til annars lands. Lands þar sem auðveldara væri að ræna henni. Ráðamenn í Íran segja þessar ásakanir rangar. Hér má sjá viðtal CNN við Alinejad sem birt var í dag þar sem hún ræðir málið og segir frá því að útsendarar Írans hafi ráðið einkaspæjara til að fylgjast með henni og fjölskyldu hennar í New York, þar sem hún býr. Þeir eru sagðir hafa fylgt henni eftir og myndað hana. Watch this interview. @AlinejadMasih tells CNN I m a little bit disappointed in the Biden administration. Your daily reminder that #Iran isn t just a nuclear file. pic.twitter.com/L1qoInEJ86— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) July 14, 2021 Allir mennirnir fjórir sem voru ákærðir búa í Íran. Verulega ólíklegt þykir að mennirnir endi nokkurn tímann í dómsal í Bandaríkjunum. Einn maður til viðbótar, sem sagður er hafa stutt mennina fjóra, hefur þó verið handtekinn í Kaliforníu. Bandaríkin og Íran hafa lengi deilt um eldflauga- og kjarnorkuáætlanir Írans og hefur ýmis konar viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum verið beitt gegn Íran. Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu árið 2015 samkomulag við Íran um að létt yrði á refsiaðgerðum í skiptum fyrir það að eftirlitsaðilar fengju að fylgjast með kjarnorkuáætlun ríkisins. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá því samkomulagi en meðlimir ríkisstjórnar Bidens hafa gefið í skyn að mögulegt sé að endurvekja samkomulagið. Viðræður þar að lútandi hafa þau engum árangri skilað. AFP fréttaveitan sagði frá því í dag að ríkisstjórn Joes Biden hefði gefið yfirvöldum í Íran leyfi til að nota sjóði sem hafa verið frystir til að greiða skuldir ríkisins í Suður-Kóreu og Japan. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði samkomulagið ekki fela í sér að sjóðirnir yrðu fluttir til Írans. Heldur yrðu þeir eingöngu notaðir til að greiða Suður-Kóreu og Japan.
Íran Bandaríkin Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira