Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júlí 2021 13:11 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þáði seinni sprautuna í dag. Vísir/Sunna Karen Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni. Svandís var ein af þeim sem þáði seinni sprautu bólusetningar í Laugardalshöllinni í dag á síðasta degi fyrir sumarfrí þeirra starfsmanna sem þar hafa unnið hörðum höndum að því að bólusetja landsmenn. Fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Svandís segir þessi tíðindi minna á að veiran sé enn til staðar. „Þesar tölur sem við sjáum núna minnir okkur á það að veiran er út í samfélaginu sem þýðir það að við þurfum að halda áfram að hugsa um okkar viðkvæmasta fólk, halda áfram að spritta á okkar hendurnar, passa fjarlægðir og fara varlega,“ sagði Svandís er hún ræddi við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann í Laugardalshöllinni skömmu fyrir hádegi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vera að íhuga stöðuna sem nú sé komin upp í tengslum við hin nýju innanlandssmit en Svandís reiknar þó ekki með að sóttvarnaraðgerðir verði hertar á ný á næstunni, þó „annað eins hafi nú gerst“ eins og hún komst að orði. Það er talsverður fjöldi Íslendinga á rauðum svæðum. Spáni, Katalóníu og víðar. Er það áhyggjuefni? „Já, það er það auðvitað. Við þurfum að fara sérstaklega varlega þar sem að veiran er í uppsveiflu. Sums staðar í löndunum í kringum okkar hefur hún verið að aukast fremur en hitt. Við þekkjum þetta, við höfum verið að horfa á þessi kort og þessi rauðu svæði og svo framvegis undanfarna mánuði. Við þurfum að gæta sérstaklega að þessu,“ sagði Svandís. Hún segist ætla að fylgja ráðleggingum Þórólfs og njóta sumarsins á Íslandi. „Þórólfur hefur ráðlagt það að við séum heima eins og við getum og að við ferðumst innanlands og ég ætla að gera það“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. 14. júlí 2021 12:07 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Svandís var ein af þeim sem þáði seinni sprautu bólusetningar í Laugardalshöllinni í dag á síðasta degi fyrir sumarfrí þeirra starfsmanna sem þar hafa unnið hörðum höndum að því að bólusetja landsmenn. Fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Svandís segir þessi tíðindi minna á að veiran sé enn til staðar. „Þesar tölur sem við sjáum núna minnir okkur á það að veiran er út í samfélaginu sem þýðir það að við þurfum að halda áfram að hugsa um okkar viðkvæmasta fólk, halda áfram að spritta á okkar hendurnar, passa fjarlægðir og fara varlega,“ sagði Svandís er hún ræddi við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann í Laugardalshöllinni skömmu fyrir hádegi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vera að íhuga stöðuna sem nú sé komin upp í tengslum við hin nýju innanlandssmit en Svandís reiknar þó ekki með að sóttvarnaraðgerðir verði hertar á ný á næstunni, þó „annað eins hafi nú gerst“ eins og hún komst að orði. Það er talsverður fjöldi Íslendinga á rauðum svæðum. Spáni, Katalóníu og víðar. Er það áhyggjuefni? „Já, það er það auðvitað. Við þurfum að fara sérstaklega varlega þar sem að veiran er í uppsveiflu. Sums staðar í löndunum í kringum okkar hefur hún verið að aukast fremur en hitt. Við þekkjum þetta, við höfum verið að horfa á þessi kort og þessi rauðu svæði og svo framvegis undanfarna mánuði. Við þurfum að gæta sérstaklega að þessu,“ sagði Svandís. Hún segist ætla að fylgja ráðleggingum Þórólfs og njóta sumarsins á Íslandi. „Þórólfur hefur ráðlagt það að við séum heima eins og við getum og að við ferðumst innanlands og ég ætla að gera það“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. 14. júlí 2021 12:07 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. 14. júlí 2021 12:07
Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59
Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01