Guðbjörg fékk ekki leikskólapláss og yfirgefur Noreg Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2021 11:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir og Mia Jalkerud með börnin sín á leiðinni til Noregs í janúar. Dvölin í Noregi verður styttri en til stóð því fjölskyldan flytur aftur til Svíþjóðar á sunnudaginn. Instagram/@guggag Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Arna-Bjørnar. Ástæðan er álag heima fyrir en Guðbjörg fékk til að mynda ekki leikskólapláss fyrir eins árs gamla tvíbura sína. Þær Guðbjörg og Mia Jalkerud fluttu með tvíburana sína frá Svíþjóð til Noregs í byrjun árs og gengu í raðir Arna-Björnar. Það gerðu þær meðal annars gegn loforði um leikskólapláss sem ekki hafa enn fengist. Skömmu eftir að þær fluttu til Noregs skipti félagið um þjálfara og íþróttastjóra, og mennirnir sem höfðu verið svo hjálpsamir og lofað öllu fögru voru því á bak og burtu. Kórónuveirufaraldurinn hefur svo torveldað lífið á nýjum stað mikið og fjölskyldan ekki getað notið stuðnings sinna nánustu, eins og til stóð, vegna ferðatakmarkana. Af þessum sökum segir Guðbjörg að þær Mia hafi til að mynda ekki getað farið báðar með liði sínu í útileiki, sem krefjist þess að þær séu í burtu yfir nótt. På lördag blir det sista matchen för mig i Arna-Bjørnar. Tack så mycket för den här tiden Takk fyrir mig Arna-Bjørnar pic.twitter.com/L3UbeHWvNt— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) July 14, 2021 Hafa bara fryst mig Guðbjörg hefur ekkert spilað síðan í maí eftir að þær Mia greindu forráðamönnum Arna-Björnar frá því að þær vildu rifta samningum sínum: „Þeir hafa bara hálfpartinn notað mig sem markmannsþjálfara síðan ég sagðist ætla að hætta,“ segir hin 36 ára gamla Guðbjörg, sem á að baki 64 leiki í marki A-landsliðs Íslands. „Þetta er leiðinlegt því mér finnst ég líkamlega í mjög góðu formi. Frá því að við sögðum frá okkar ákvörðun þá hafa þeir bara fryst mig, og mér finnst það auðvitað mjög leiðinlegt. Ég hef ekki spilað mínútu síðan ég sagðist þurfa að hætta, en ég get alveg skilið það að þeir vilji þá frekar láta annan markvörð spila sem mun þá klára tímabilið. Svona er fótboltinn bara,“ segir Guðbjörg við Vísi. Þegar hún samdi við Arna-Björnar leist henni frábærlega á allt hjá félaginu en nú hlakkar hún mikið til þess að snúa aftur til Svíþjóðar. Flytja aftur til Stokkhólms og nokkrir möguleikar í boði Fjölskyldan flytur aftur til Svíþjóðar, þaðan sem Mia er, í íbúð sína í Stokkhólmi á sunnudaginn. Þar léku þær Guðbjörg og Mia með Djurgården um árabil. Guðbjörg virðist ekki á þeim buxunum að leggja markmannshanskana á hilluna og mjög líklegt er að hún spili í Svíþjóð, þó að hún útiloki svo sem ekki að koma til Íslands. „Umboðsmaðurinn er strax með nokkra möguleika í stöðunni en við ætlum fyrst og fremst að koma okkur heim á sunnudaginn, og í smá ró og rútínu. Ég ætla að taka mér nokkrar vikur og sjá hvað er það besta í stöðunni. Ég get samt lofað að það verður ekki eitthvað tryllt ævintýri, án allra tengslaneta aftur. Það bara gengur ekki, ef við ætlum báðar að spila.“ Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þær Guðbjörg og Mia Jalkerud fluttu með tvíburana sína frá Svíþjóð til Noregs í byrjun árs og gengu í raðir Arna-Björnar. Það gerðu þær meðal annars gegn loforði um leikskólapláss sem ekki hafa enn fengist. Skömmu eftir að þær fluttu til Noregs skipti félagið um þjálfara og íþróttastjóra, og mennirnir sem höfðu verið svo hjálpsamir og lofað öllu fögru voru því á bak og burtu. Kórónuveirufaraldurinn hefur svo torveldað lífið á nýjum stað mikið og fjölskyldan ekki getað notið stuðnings sinna nánustu, eins og til stóð, vegna ferðatakmarkana. Af þessum sökum segir Guðbjörg að þær Mia hafi til að mynda ekki getað farið báðar með liði sínu í útileiki, sem krefjist þess að þær séu í burtu yfir nótt. På lördag blir det sista matchen för mig i Arna-Bjørnar. Tack så mycket för den här tiden Takk fyrir mig Arna-Bjørnar pic.twitter.com/L3UbeHWvNt— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) July 14, 2021 Hafa bara fryst mig Guðbjörg hefur ekkert spilað síðan í maí eftir að þær Mia greindu forráðamönnum Arna-Björnar frá því að þær vildu rifta samningum sínum: „Þeir hafa bara hálfpartinn notað mig sem markmannsþjálfara síðan ég sagðist ætla að hætta,“ segir hin 36 ára gamla Guðbjörg, sem á að baki 64 leiki í marki A-landsliðs Íslands. „Þetta er leiðinlegt því mér finnst ég líkamlega í mjög góðu formi. Frá því að við sögðum frá okkar ákvörðun þá hafa þeir bara fryst mig, og mér finnst það auðvitað mjög leiðinlegt. Ég hef ekki spilað mínútu síðan ég sagðist þurfa að hætta, en ég get alveg skilið það að þeir vilji þá frekar láta annan markvörð spila sem mun þá klára tímabilið. Svona er fótboltinn bara,“ segir Guðbjörg við Vísi. Þegar hún samdi við Arna-Björnar leist henni frábærlega á allt hjá félaginu en nú hlakkar hún mikið til þess að snúa aftur til Svíþjóðar. Flytja aftur til Stokkhólms og nokkrir möguleikar í boði Fjölskyldan flytur aftur til Svíþjóðar, þaðan sem Mia er, í íbúð sína í Stokkhólmi á sunnudaginn. Þar léku þær Guðbjörg og Mia með Djurgården um árabil. Guðbjörg virðist ekki á þeim buxunum að leggja markmannshanskana á hilluna og mjög líklegt er að hún spili í Svíþjóð, þó að hún útiloki svo sem ekki að koma til Íslands. „Umboðsmaðurinn er strax með nokkra möguleika í stöðunni en við ætlum fyrst og fremst að koma okkur heim á sunnudaginn, og í smá ró og rútínu. Ég ætla að taka mér nokkrar vikur og sjá hvað er það besta í stöðunni. Ég get samt lofað að það verður ekki eitthvað tryllt ævintýri, án allra tengslaneta aftur. Það bara gengur ekki, ef við ætlum báðar að spila.“
Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn