Kínverskir feðgar sameinaðir 24 árum eftir að syninum var rænt Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2021 23:45 Feðgarnir féllust í faðma á fagnaðarfundi. Ríkissjónvarp Kína Guo Gangtang hefur fundið son sinn Guo Xinzhen eftir 24 ára leit. Syninum var rænt fyrir utan fjölskylduheimilið árið 1997 þegar hann var aðeins tveggja ára gamall. Guo Gangtang hefur eitt síðustu 24 árum í að ferðast um Kína á mótórhjóli í leit að syni sínum. Á leit sinni ferðaðist hann um 500 þúsund kílómetra á tíu mótorhjólum. Fagnaðarfundur feðganna fór fram fyrir framan myndavélar í dag í heimahéraði þeirra. Myndefni af atvikinu var sýnt um allt Kína og hefur málið vakið gríðarlega athygli í landinu. Árið 2015 var málið líka í brennidepli í landinu þegar það varð efniviður kvikmyndarinnar Missir og ást með stórstjörnunni Andy Lau í aðalhlutverki. Lau sagði í dag að hann væri „ótrúlega glaður og innblásinn“ eftir að hafa heyrt gleðifréttirnar. Þá nýtti hann frægð sína til að vekja athygli aðgerðum kínverskra stjórnvalda í baráttunni gegn mansali. Barnsrán hafa verið viðvarandi vandamál í Kína í marga áratugi en þúsundum barna er rænt þar á ári hverju. Kínversk stjórnvöld segja þó að með hjálp nútímatækni gangi sífellt betur að sameina fjölskyldur sem barnaræningjar hafa sundrað. Faðirinn er ekki reiður fósturfjölskyldu sonar hans „Nú þegar strákurinn minn hefur verið fundinn verður allt glaðlegt héðan í frá,“ sagði Guo Gangtang við kínverska fjölmiðla í dag. Þá bætti hann við að hann myndi líta á parið sem ól son hans upp sem eigin fjölskyldumeðlimi. Árið 2012 setti Gangtang á laggirnar vefsíðu sem er ætlað að aðstoða fjölskyldur að leita að týndum börnum. Yfirvöld í Kína hafa gefið út að kennsl hafi verið borin á soninn með erfðafræðirannsókn og að tvær manneskjur væru í haldi grunaðar um að hafa rænt frengnum árið 1997. Samkvæmt kínverskum fjölmiðlum var það kona að nafni Tang sem rændi Guo Xinzhen fyrir utan heimili hans fyrir 24 árum. Hún á svo að hafa, ásamt kærasta sínum, selt hann fjölskyldu í næsta héraði við heimahérað hans. Kína Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Guo Gangtang hefur eitt síðustu 24 árum í að ferðast um Kína á mótórhjóli í leit að syni sínum. Á leit sinni ferðaðist hann um 500 þúsund kílómetra á tíu mótorhjólum. Fagnaðarfundur feðganna fór fram fyrir framan myndavélar í dag í heimahéraði þeirra. Myndefni af atvikinu var sýnt um allt Kína og hefur málið vakið gríðarlega athygli í landinu. Árið 2015 var málið líka í brennidepli í landinu þegar það varð efniviður kvikmyndarinnar Missir og ást með stórstjörnunni Andy Lau í aðalhlutverki. Lau sagði í dag að hann væri „ótrúlega glaður og innblásinn“ eftir að hafa heyrt gleðifréttirnar. Þá nýtti hann frægð sína til að vekja athygli aðgerðum kínverskra stjórnvalda í baráttunni gegn mansali. Barnsrán hafa verið viðvarandi vandamál í Kína í marga áratugi en þúsundum barna er rænt þar á ári hverju. Kínversk stjórnvöld segja þó að með hjálp nútímatækni gangi sífellt betur að sameina fjölskyldur sem barnaræningjar hafa sundrað. Faðirinn er ekki reiður fósturfjölskyldu sonar hans „Nú þegar strákurinn minn hefur verið fundinn verður allt glaðlegt héðan í frá,“ sagði Guo Gangtang við kínverska fjölmiðla í dag. Þá bætti hann við að hann myndi líta á parið sem ól son hans upp sem eigin fjölskyldumeðlimi. Árið 2012 setti Gangtang á laggirnar vefsíðu sem er ætlað að aðstoða fjölskyldur að leita að týndum börnum. Yfirvöld í Kína hafa gefið út að kennsl hafi verið borin á soninn með erfðafræðirannsókn og að tvær manneskjur væru í haldi grunaðar um að hafa rænt frengnum árið 1997. Samkvæmt kínverskum fjölmiðlum var það kona að nafni Tang sem rændi Guo Xinzhen fyrir utan heimili hans fyrir 24 árum. Hún á svo að hafa, ásamt kærasta sínum, selt hann fjölskyldu í næsta héraði við heimahérað hans.
Kína Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila