Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Snorri Másson skrifar 13. júlí 2021 22:01 Haraldur Þorleifsson frumkvöðull notar peningana sína í alls konar samfélagsverkefni, hið nýjasta er að styðja þá sem Ingólfur Þórarinsson hyggst lögsækja. vísir/sigurjón Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. Lögmaður Ingólfs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur gefið það út að fimm aðilum hafa verið send kröfubréf vegna meintra ærumeiðinga í garð Ingós í fjölmiðlum. Þá hyggst hann kæra aðgerðahópinn Öfga fyrir birtingu nafnlausra frásagna meintra fórnarlamba Ingós. Áform Ingós um að lögsækja þennan hóp fólks hafa fallið í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum. Haraldur hefur nú stigið fram og boðið fram fjárhagsaðstoð. „Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín,“ segir Haraldur. Blaðamenn, áhrifavaldar og fólk sem sakaði Ingó um refsiverða háttsemi í athugasemdakerfum fjölmiðla er sagt vera á meðal þeirra sem eiga von á kröfubréfi frá lögmanninum. Nálgun Haralds er ekki óskyld því sem stundað hefur verið um árabil með svonefndum Málfrelsissjóði. Sá sjóður er rekinn á frjálsum framlögum en fé úr honum er veitt til þeirra sem þurfa að greiða sektir vegna ærumeiðinga í umræðu um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi. Haraldur virðist raunar sjálfur hafa lagt Málfrelsissjóð lið, ef marka má athugasemd hans við Facebook-færslu Hildar Lilliendahl Viggósdóttur í mars. Peningarnir fara í samfélagsverkefni Frá því að Haraldur seldi Twitter fyrirtæki sitt Ueno hefur hann verið við störf hjá samfélagsmiðlinum. Kaupverðið var verulegt en nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp. Það vakti athygli fjölmiðla þegar Haraldur greindi frá þeirri ákvörðun að greiða skattana af sölunni á Íslandi. Síðan hefur Haraldur vakið athygli fyrir að verja fénu í ýmis samfélagsverkefni, á borð við „Römpum upp Reykjavík.“ Það verkefni snýr að því að koma fyrir römpum á margvíslegum stöðum sem stuðla að bættu aðgengi fyrir fólk í hjólastól, en sjálfur notar Haraldur einn slíkan. Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín. https://t.co/DqwN8rIM6w— Halli (@iamharaldur) July 13, 2021 MeToo Kynferðisofbeldi Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. 10. mars 2021 16:28 Algjör óþarfi að torvelda líf hreyfihamlaðra með mannanna verkum „Það kemur mjög oft fyrir að einhver hittingur, mannfögnuður, athöfn, eða bara staður sem mig langar á er ekki aðgengilegur. Það er auðvitað sárt í hvert einasta skipti en það sem gerist yfir lengri tíma er að fólk einangrast. Það byrjar sjálft að velja sig út úr hlutum, jafnvel þó það sé kannski aðgengilegt, vegna þess að það verður svolítið félagsfælið og kvíðið yfir því að það komi upp einhver vandamál.“ 17. janúar 2021 21:01 Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Lögmaður Ingólfs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur gefið það út að fimm aðilum hafa verið send kröfubréf vegna meintra ærumeiðinga í garð Ingós í fjölmiðlum. Þá hyggst hann kæra aðgerðahópinn Öfga fyrir birtingu nafnlausra frásagna meintra fórnarlamba Ingós. Áform Ingós um að lögsækja þennan hóp fólks hafa fallið í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum. Haraldur hefur nú stigið fram og boðið fram fjárhagsaðstoð. „Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín,“ segir Haraldur. Blaðamenn, áhrifavaldar og fólk sem sakaði Ingó um refsiverða háttsemi í athugasemdakerfum fjölmiðla er sagt vera á meðal þeirra sem eiga von á kröfubréfi frá lögmanninum. Nálgun Haralds er ekki óskyld því sem stundað hefur verið um árabil með svonefndum Málfrelsissjóði. Sá sjóður er rekinn á frjálsum framlögum en fé úr honum er veitt til þeirra sem þurfa að greiða sektir vegna ærumeiðinga í umræðu um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi. Haraldur virðist raunar sjálfur hafa lagt Málfrelsissjóð lið, ef marka má athugasemd hans við Facebook-færslu Hildar Lilliendahl Viggósdóttur í mars. Peningarnir fara í samfélagsverkefni Frá því að Haraldur seldi Twitter fyrirtæki sitt Ueno hefur hann verið við störf hjá samfélagsmiðlinum. Kaupverðið var verulegt en nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp. Það vakti athygli fjölmiðla þegar Haraldur greindi frá þeirri ákvörðun að greiða skattana af sölunni á Íslandi. Síðan hefur Haraldur vakið athygli fyrir að verja fénu í ýmis samfélagsverkefni, á borð við „Römpum upp Reykjavík.“ Það verkefni snýr að því að koma fyrir römpum á margvíslegum stöðum sem stuðla að bættu aðgengi fyrir fólk í hjólastól, en sjálfur notar Haraldur einn slíkan. Ég skal borga lögfræðikostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endilega til mín. https://t.co/DqwN8rIM6w— Halli (@iamharaldur) July 13, 2021
MeToo Kynferðisofbeldi Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. 10. mars 2021 16:28 Algjör óþarfi að torvelda líf hreyfihamlaðra með mannanna verkum „Það kemur mjög oft fyrir að einhver hittingur, mannfögnuður, athöfn, eða bara staður sem mig langar á er ekki aðgengilegur. Það er auðvitað sárt í hvert einasta skipti en það sem gerist yfir lengri tíma er að fólk einangrast. Það byrjar sjálft að velja sig út úr hlutum, jafnvel þó það sé kannski aðgengilegt, vegna þess að það verður svolítið félagsfælið og kvíðið yfir því að það komi upp einhver vandamál.“ 17. janúar 2021 21:01 Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. 10. mars 2021 16:28
Algjör óþarfi að torvelda líf hreyfihamlaðra með mannanna verkum „Það kemur mjög oft fyrir að einhver hittingur, mannfögnuður, athöfn, eða bara staður sem mig langar á er ekki aðgengilegur. Það er auðvitað sárt í hvert einasta skipti en það sem gerist yfir lengri tíma er að fólk einangrast. Það byrjar sjálft að velja sig út úr hlutum, jafnvel þó það sé kannski aðgengilegt, vegna þess að það verður svolítið félagsfælið og kvíðið yfir því að það komi upp einhver vandamál.“ 17. janúar 2021 21:01
Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00