Betur fór en á horfðist hjá Stefáni Teiti sem missir þó af upphafi tímabilsins Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 16:31 Stefán Teitur Þórðarson á ferðinni í æfingaleik með Silkeborg fyrir tímabilið sem er að hefjast. silkeborgif.com Stefán Teitur Þórðarson þarf að bíða aðeins með að spila sína fyrstu leiki í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir að hann meiddist í hné í æfingaleik gegn þýska liðinu Hamburg í gær. Betur fór þó en á horfðist hjá Stefáni en óttast var að meiðslin gætu verið mjög alvarleg. Eftir skoðun og myndatöku í dag er hins vegar ljóst að um yfirspennu í hnénu var að ræða og mat læknis er að hann verði aðeins 2-3 vikur að jafna sig. „Þetta eru mjög góðar fréttir, en þó bæði súrt og sætt. Það er auðvitað ömurlegt að meiðast þegar það er vika í mótið en maður verður bara að bíða aðeins lengur,“ sagði Stefán Teitur sem stimplaði sig rækilega inn í lið Silkeborgar á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið til liðsins frá ÍA. Stefán Teitur fór með Silkeborg upp úr dönsku 1. deildinni í vor, lék með U21-landsliði Íslands í lokakeppni EM í mars, og þessi öflugi miðjumaður var svo valinn í A-landsliðið og lék gegn Færeyjum og Póllandi í júní. „Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum“ Á meðan að fyrrverandi liðsfélagar hans á Akranesi hafa átt afar erfitt uppdráttar hefur Stefáni Teiti því gengið allt í haginn, ef horft er framhjá þeim minni háttar meiðslum sem hann þarf nú að jafna sig á. „Þetta er búið að vera mjög flott. Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum. Ég var kominn með fast sæti í byrjunarliðinu seinni hlutann á síðustu leiktíð, þegar við komumst á þetta „rönn“ [Silkeborg tapaði ekki neinum af síðustu 18 deildarleikjum sínum og vann 15 þeirra], og það leit út fyrir að ég héldi því núna þegar tímabilið er að byrja. Ég er alla vega mjög spenntur og það verður gaman að spila á móti bestu liðum Danmerkur,“ sagði Stefán Teitur við Vísi. Hann hefur nú spilað fjóra A-landsleiki eftir að hafa eins og fyrr segir verið valinn í síðasta landsliðverkefni, þó að þá væri reyndar mikið um forföll. Ljóst er að þessi 22 ára gamli leikmaður er inni í myndinni hjá Arnari Þór Viðarssyni nú þegar styttist í næstu leiki í undankeppni HM sem fram fara í september. „Það [að hafa verið valinn í landsliðið í júní] sýnir bara að maður hlýtur að vera einhvers staðar nálægt þessu. Maður verður bara að halda áfram. Danska deildin finnst mér vera mjög sterk svo að ef maður stendur sig vel hérna er aldrei að vita með landsliðið,“ sagði Stefán Teitur. Fyrsti leikur tímabilsins hjá Silkeborg er gegn SönderjyskE næsta mánudag og Stefán Teitur kemur einnig til með að missa af leik við stórlið FC Köbenhavn á Parken 25. júlí. Silkeborg mætir svo Aalborg 1. ágúst. Danski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
Betur fór þó en á horfðist hjá Stefáni en óttast var að meiðslin gætu verið mjög alvarleg. Eftir skoðun og myndatöku í dag er hins vegar ljóst að um yfirspennu í hnénu var að ræða og mat læknis er að hann verði aðeins 2-3 vikur að jafna sig. „Þetta eru mjög góðar fréttir, en þó bæði súrt og sætt. Það er auðvitað ömurlegt að meiðast þegar það er vika í mótið en maður verður bara að bíða aðeins lengur,“ sagði Stefán Teitur sem stimplaði sig rækilega inn í lið Silkeborgar á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið til liðsins frá ÍA. Stefán Teitur fór með Silkeborg upp úr dönsku 1. deildinni í vor, lék með U21-landsliði Íslands í lokakeppni EM í mars, og þessi öflugi miðjumaður var svo valinn í A-landsliðið og lék gegn Færeyjum og Póllandi í júní. „Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum“ Á meðan að fyrrverandi liðsfélagar hans á Akranesi hafa átt afar erfitt uppdráttar hefur Stefáni Teiti því gengið allt í haginn, ef horft er framhjá þeim minni háttar meiðslum sem hann þarf nú að jafna sig á. „Þetta er búið að vera mjög flott. Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum. Ég var kominn með fast sæti í byrjunarliðinu seinni hlutann á síðustu leiktíð, þegar við komumst á þetta „rönn“ [Silkeborg tapaði ekki neinum af síðustu 18 deildarleikjum sínum og vann 15 þeirra], og það leit út fyrir að ég héldi því núna þegar tímabilið er að byrja. Ég er alla vega mjög spenntur og það verður gaman að spila á móti bestu liðum Danmerkur,“ sagði Stefán Teitur við Vísi. Hann hefur nú spilað fjóra A-landsleiki eftir að hafa eins og fyrr segir verið valinn í síðasta landsliðverkefni, þó að þá væri reyndar mikið um forföll. Ljóst er að þessi 22 ára gamli leikmaður er inni í myndinni hjá Arnari Þór Viðarssyni nú þegar styttist í næstu leiki í undankeppni HM sem fram fara í september. „Það [að hafa verið valinn í landsliðið í júní] sýnir bara að maður hlýtur að vera einhvers staðar nálægt þessu. Maður verður bara að halda áfram. Danska deildin finnst mér vera mjög sterk svo að ef maður stendur sig vel hérna er aldrei að vita með landsliðið,“ sagði Stefán Teitur. Fyrsti leikur tímabilsins hjá Silkeborg er gegn SönderjyskE næsta mánudag og Stefán Teitur kemur einnig til með að missa af leik við stórlið FC Köbenhavn á Parken 25. júlí. Silkeborg mætir svo Aalborg 1. ágúst.
Danski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira