Betur fór en á horfðist hjá Stefáni Teiti sem missir þó af upphafi tímabilsins Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 16:31 Stefán Teitur Þórðarson á ferðinni í æfingaleik með Silkeborg fyrir tímabilið sem er að hefjast. silkeborgif.com Stefán Teitur Þórðarson þarf að bíða aðeins með að spila sína fyrstu leiki í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir að hann meiddist í hné í æfingaleik gegn þýska liðinu Hamburg í gær. Betur fór þó en á horfðist hjá Stefáni en óttast var að meiðslin gætu verið mjög alvarleg. Eftir skoðun og myndatöku í dag er hins vegar ljóst að um yfirspennu í hnénu var að ræða og mat læknis er að hann verði aðeins 2-3 vikur að jafna sig. „Þetta eru mjög góðar fréttir, en þó bæði súrt og sætt. Það er auðvitað ömurlegt að meiðast þegar það er vika í mótið en maður verður bara að bíða aðeins lengur,“ sagði Stefán Teitur sem stimplaði sig rækilega inn í lið Silkeborgar á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið til liðsins frá ÍA. Stefán Teitur fór með Silkeborg upp úr dönsku 1. deildinni í vor, lék með U21-landsliði Íslands í lokakeppni EM í mars, og þessi öflugi miðjumaður var svo valinn í A-landsliðið og lék gegn Færeyjum og Póllandi í júní. „Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum“ Á meðan að fyrrverandi liðsfélagar hans á Akranesi hafa átt afar erfitt uppdráttar hefur Stefáni Teiti því gengið allt í haginn, ef horft er framhjá þeim minni háttar meiðslum sem hann þarf nú að jafna sig á. „Þetta er búið að vera mjög flott. Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum. Ég var kominn með fast sæti í byrjunarliðinu seinni hlutann á síðustu leiktíð, þegar við komumst á þetta „rönn“ [Silkeborg tapaði ekki neinum af síðustu 18 deildarleikjum sínum og vann 15 þeirra], og það leit út fyrir að ég héldi því núna þegar tímabilið er að byrja. Ég er alla vega mjög spenntur og það verður gaman að spila á móti bestu liðum Danmerkur,“ sagði Stefán Teitur við Vísi. Hann hefur nú spilað fjóra A-landsleiki eftir að hafa eins og fyrr segir verið valinn í síðasta landsliðverkefni, þó að þá væri reyndar mikið um forföll. Ljóst er að þessi 22 ára gamli leikmaður er inni í myndinni hjá Arnari Þór Viðarssyni nú þegar styttist í næstu leiki í undankeppni HM sem fram fara í september. „Það [að hafa verið valinn í landsliðið í júní] sýnir bara að maður hlýtur að vera einhvers staðar nálægt þessu. Maður verður bara að halda áfram. Danska deildin finnst mér vera mjög sterk svo að ef maður stendur sig vel hérna er aldrei að vita með landsliðið,“ sagði Stefán Teitur. Fyrsti leikur tímabilsins hjá Silkeborg er gegn SönderjyskE næsta mánudag og Stefán Teitur kemur einnig til með að missa af leik við stórlið FC Köbenhavn á Parken 25. júlí. Silkeborg mætir svo Aalborg 1. ágúst. Danski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Betur fór þó en á horfðist hjá Stefáni en óttast var að meiðslin gætu verið mjög alvarleg. Eftir skoðun og myndatöku í dag er hins vegar ljóst að um yfirspennu í hnénu var að ræða og mat læknis er að hann verði aðeins 2-3 vikur að jafna sig. „Þetta eru mjög góðar fréttir, en þó bæði súrt og sætt. Það er auðvitað ömurlegt að meiðast þegar það er vika í mótið en maður verður bara að bíða aðeins lengur,“ sagði Stefán Teitur sem stimplaði sig rækilega inn í lið Silkeborgar á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið til liðsins frá ÍA. Stefán Teitur fór með Silkeborg upp úr dönsku 1. deildinni í vor, lék með U21-landsliði Íslands í lokakeppni EM í mars, og þessi öflugi miðjumaður var svo valinn í A-landsliðið og lék gegn Færeyjum og Póllandi í júní. „Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum“ Á meðan að fyrrverandi liðsfélagar hans á Akranesi hafa átt afar erfitt uppdráttar hefur Stefáni Teiti því gengið allt í haginn, ef horft er framhjá þeim minni háttar meiðslum sem hann þarf nú að jafna sig á. „Þetta er búið að vera mjög flott. Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum. Ég var kominn með fast sæti í byrjunarliðinu seinni hlutann á síðustu leiktíð, þegar við komumst á þetta „rönn“ [Silkeborg tapaði ekki neinum af síðustu 18 deildarleikjum sínum og vann 15 þeirra], og það leit út fyrir að ég héldi því núna þegar tímabilið er að byrja. Ég er alla vega mjög spenntur og það verður gaman að spila á móti bestu liðum Danmerkur,“ sagði Stefán Teitur við Vísi. Hann hefur nú spilað fjóra A-landsleiki eftir að hafa eins og fyrr segir verið valinn í síðasta landsliðverkefni, þó að þá væri reyndar mikið um forföll. Ljóst er að þessi 22 ára gamli leikmaður er inni í myndinni hjá Arnari Þór Viðarssyni nú þegar styttist í næstu leiki í undankeppni HM sem fram fara í september. „Það [að hafa verið valinn í landsliðið í júní] sýnir bara að maður hlýtur að vera einhvers staðar nálægt þessu. Maður verður bara að halda áfram. Danska deildin finnst mér vera mjög sterk svo að ef maður stendur sig vel hérna er aldrei að vita með landsliðið,“ sagði Stefán Teitur. Fyrsti leikur tímabilsins hjá Silkeborg er gegn SönderjyskE næsta mánudag og Stefán Teitur kemur einnig til með að missa af leik við stórlið FC Köbenhavn á Parken 25. júlí. Silkeborg mætir svo Aalborg 1. ágúst.
Danski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira