Þórunn gerðist kaupakona í sveit og giftist bóndanum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júlí 2021 14:12 Þórunn Egilsdóttir á hlaðinu á Hauksstöðum í Vopnafirði haustið 2012: „Ég á heima hér og ætla að eiga heima hér áfram. Það eru forréttindi að búa á stað eins og hérna.“ Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Þórunn Egilsdóttir alþingismaður, sem lést síðastliðið föstudagskvöld, lýsti því á Stöð 2 fyrir níu árum hvernig það kom til að Reykjavíkurstúlka gerðist sauðfjárbóndi á afskekktum sveitabæ hinumegin á landinu. „Ég er líklegast síðasta kaupakonan sem giftist húsbóndanum,“ sagði Þórunn í þættinum Um land allt, sem frumsýndur var í nóvember 2012, en hún var á þeim tíma oddviti Vopnafjarðarhrepps. Hálfu ári síðar var hún kjörin á þing. Hún hafði eftir Verslunarskólanám farið austur á land haustið 1984 til að vinna sem kennari um skamma hríð en ílengdist. Heimilið hennar varð að Hauksstöðum í Vesturárdal sem á þeim tíma var einn afskekktasti sveitabær í Vopnafirði, - í því héraði landsins sem er einna lengst frá höfuðborginni. Þórunn var nýkomin á Vopnafjörð þegar kennaraverkfall skall á. Vegna verkfallsins sá hún fram á peningaleysi en bjargaði sér með vinnu í sláturtíðinni. Í þættinum lýsti hún hugboðinu sem hún fékk í sláturhúsinu þegar hún sá Hauk á Hauksstöðum í fyrsta sinn. „Ofboðslega rómantískt," sagði hún og hló. Bóndinn sem Þórunn sá í sláturhúsinu, Friðbjörn Haukur Guðmundsson. „Þá vissi ég að hann yrði maðurinn minn."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson „Þá reyndar vissi ég að hann yrði maðurinn minn." Þórunn lýsti því nánar sem fór um hug hennar: „Þar sem ég er að vinna þá sé ég hann og það fyrsta sem mér datt í hug var: Þarna er maðurinn minn. Það var ekkert meira fjarri mér heldur en að fara að gifta mig eða eitthvað svoleiðis. Ég ýtti þessu bara frá mér, þetta væri bara bölvuð della. Einhver karl uppi í sveit! Ég var ekki að fara í neitt svoleiðis.“ Kennaraverkfallinu lauk en um vorið langaði Þórunni að kynnast sveitinni og var þá sagt að Hauk á Hauksstöðum vantaði kaupakonu. Hún sló til. Eitt af uppáhaldsverkunum sagði hún vera að hengja upp þvott á útisnúrum á kvöldin. „Og vita að hann verður þurr að morgni.“Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Friðbjörn Haukur, sem var átján árum eldri, steig fyrstu skrefin samt varlega í samskiptum við hina ungu kaupakonu, vildi ekki að hún réði sig fyrr en hún hefði kynnt sér aðstæður. Honum leist samt vel á að ráða hana. „Hún var náttúrlega ágæt í útiverkum," svaraði hann sposkur, spurður um hvaða kosti hann hefði helst séð við Reykjavíkurstúlkuna. Að því kom að kaupakonan varð húsmóðirin á bænum. Árin á Hauksstöðum urðu 36 og börnin þrjú. Í þættinum sagði Þórunn frá reynslu sinni af því að búa í sveit og hversvegna hún gat ekki hugsað sér að flytja aftur til Reykjavíkur. Hún ræddi meðal annars stöðu jafnréttismála og lýsti sýn sinni á framtíð landsbyggðarinnar. Hér má sjá þáttinn í heild sinni en hann er um sextán mínútna langur. Baldur Hrafnkell Jónsson annaðist kvikmyndatöku: Um land allt Alþingi Vopnafjörður Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30 Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45 Krabbamein skorar Þórunni „aftur á hólm“ Þórunn Egilsdóttir, þigflokksformaður Framsóknarflokksins, var lögð inn á Sjúkrahúsið á Akureyri 22. desember og hóf hún lyfjameðferð vegna krabbameins í gær. Þórunn hefur áður glímt við krabbamein en hún greinir frá því á Facebook í dag að meinið hafi aftur skotið upp kollinum. 27. desember 2020 17:28 Þórunn Egilsdóttir hættir á þingi Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í komandi kosningum í haust. 13. janúar 2021 09:19 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
„Ég er líklegast síðasta kaupakonan sem giftist húsbóndanum,“ sagði Þórunn í þættinum Um land allt, sem frumsýndur var í nóvember 2012, en hún var á þeim tíma oddviti Vopnafjarðarhrepps. Hálfu ári síðar var hún kjörin á þing. Hún hafði eftir Verslunarskólanám farið austur á land haustið 1984 til að vinna sem kennari um skamma hríð en ílengdist. Heimilið hennar varð að Hauksstöðum í Vesturárdal sem á þeim tíma var einn afskekktasti sveitabær í Vopnafirði, - í því héraði landsins sem er einna lengst frá höfuðborginni. Þórunn var nýkomin á Vopnafjörð þegar kennaraverkfall skall á. Vegna verkfallsins sá hún fram á peningaleysi en bjargaði sér með vinnu í sláturtíðinni. Í þættinum lýsti hún hugboðinu sem hún fékk í sláturhúsinu þegar hún sá Hauk á Hauksstöðum í fyrsta sinn. „Ofboðslega rómantískt," sagði hún og hló. Bóndinn sem Þórunn sá í sláturhúsinu, Friðbjörn Haukur Guðmundsson. „Þá vissi ég að hann yrði maðurinn minn."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson „Þá reyndar vissi ég að hann yrði maðurinn minn." Þórunn lýsti því nánar sem fór um hug hennar: „Þar sem ég er að vinna þá sé ég hann og það fyrsta sem mér datt í hug var: Þarna er maðurinn minn. Það var ekkert meira fjarri mér heldur en að fara að gifta mig eða eitthvað svoleiðis. Ég ýtti þessu bara frá mér, þetta væri bara bölvuð della. Einhver karl uppi í sveit! Ég var ekki að fara í neitt svoleiðis.“ Kennaraverkfallinu lauk en um vorið langaði Þórunni að kynnast sveitinni og var þá sagt að Hauk á Hauksstöðum vantaði kaupakonu. Hún sló til. Eitt af uppáhaldsverkunum sagði hún vera að hengja upp þvott á útisnúrum á kvöldin. „Og vita að hann verður þurr að morgni.“Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Friðbjörn Haukur, sem var átján árum eldri, steig fyrstu skrefin samt varlega í samskiptum við hina ungu kaupakonu, vildi ekki að hún réði sig fyrr en hún hefði kynnt sér aðstæður. Honum leist samt vel á að ráða hana. „Hún var náttúrlega ágæt í útiverkum," svaraði hann sposkur, spurður um hvaða kosti hann hefði helst séð við Reykjavíkurstúlkuna. Að því kom að kaupakonan varð húsmóðirin á bænum. Árin á Hauksstöðum urðu 36 og börnin þrjú. Í þættinum sagði Þórunn frá reynslu sinni af því að búa í sveit og hversvegna hún gat ekki hugsað sér að flytja aftur til Reykjavíkur. Hún ræddi meðal annars stöðu jafnréttismála og lýsti sýn sinni á framtíð landsbyggðarinnar. Hér má sjá þáttinn í heild sinni en hann er um sextán mínútna langur. Baldur Hrafnkell Jónsson annaðist kvikmyndatöku:
Um land allt Alþingi Vopnafjörður Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30 Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45 Krabbamein skorar Þórunni „aftur á hólm“ Þórunn Egilsdóttir, þigflokksformaður Framsóknarflokksins, var lögð inn á Sjúkrahúsið á Akureyri 22. desember og hóf hún lyfjameðferð vegna krabbameins í gær. Þórunn hefur áður glímt við krabbamein en hún greinir frá því á Facebook í dag að meinið hafi aftur skotið upp kollinum. 27. desember 2020 17:28 Þórunn Egilsdóttir hættir á þingi Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í komandi kosningum í haust. 13. janúar 2021 09:19 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30
Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45
Krabbamein skorar Þórunni „aftur á hólm“ Þórunn Egilsdóttir, þigflokksformaður Framsóknarflokksins, var lögð inn á Sjúkrahúsið á Akureyri 22. desember og hóf hún lyfjameðferð vegna krabbameins í gær. Þórunn hefur áður glímt við krabbamein en hún greinir frá því á Facebook í dag að meinið hafi aftur skotið upp kollinum. 27. desember 2020 17:28
Þórunn Egilsdóttir hættir á þingi Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í komandi kosningum í haust. 13. janúar 2021 09:19