Ætla að blanda bóluefni eins og enginn sé morgundagurinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2021 11:42 Talsverð röð hefur myndast fyrir utan höllina, líkt og oft áður á bólusetningardögum. Vísir/Vésteinn Um sjö þúsund skammtar af bóluefni Pfizer verða gefnir í endurbólusetningu, þar sem fólk fær seinni skammt af bóluefninu, í Laugardalshöll í dag. Þá er opið fyrir aðra í fyrri bólusetningu, og birgðastaðan góð þannig að auðvelt ætti að vera að anna eftirspurn. Í samtali við fréttastofu segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni, að vel hafi gengið að bólusetja framan af degi. Sjálf var hún að blanda bóluefni í húsakynnum heilsugæslunnar þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. Í dag er svokallaður „opinn dagur“ í bólusetningu. Þannig býðst fólki sem ekki hefur fengið bólusetningu að koma í dag og fá fyrri skammt af bóluefni Pfizer, áður en heilsugæslan gerir hlé á bólusetningum og fer í frí. Sá hópur þarf þó að bíða í fimm vikur eftir seinni skammti, en ekki þrjár, eins og venjan hefur verið með umrætt bóluefni. Bólusetningardeginum í dag lýkur um klukkan tvö. Ragnheiður segist litlar áhyggjur hafa af því að eftirspurn eftir fyrri skammti í dag verði meiri en framboðið, enda sé til mikið af bóluefni í landinu. „Við ætlum bara að blanda eins og enginn sé morgundagurinn. Ef efnið hjá okkur klárast þá ætlum við að vera í sambandi við Distica, sem flytur bóluefnið inn, um að fá meira,“ segir Ragnheiður. Nokkur röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, og samanstendur hún bæði af þeim sem eru að sækja sér seinni sprautuna sem og þeim sem eru óbólusettir en vilja bæta úr því. #röðin.Vísir/Eiður Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni, að vel hafi gengið að bólusetja framan af degi. Sjálf var hún að blanda bóluefni í húsakynnum heilsugæslunnar þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. Í dag er svokallaður „opinn dagur“ í bólusetningu. Þannig býðst fólki sem ekki hefur fengið bólusetningu að koma í dag og fá fyrri skammt af bóluefni Pfizer, áður en heilsugæslan gerir hlé á bólusetningum og fer í frí. Sá hópur þarf þó að bíða í fimm vikur eftir seinni skammti, en ekki þrjár, eins og venjan hefur verið með umrætt bóluefni. Bólusetningardeginum í dag lýkur um klukkan tvö. Ragnheiður segist litlar áhyggjur hafa af því að eftirspurn eftir fyrri skammti í dag verði meiri en framboðið, enda sé til mikið af bóluefni í landinu. „Við ætlum bara að blanda eins og enginn sé morgundagurinn. Ef efnið hjá okkur klárast þá ætlum við að vera í sambandi við Distica, sem flytur bóluefnið inn, um að fá meira,“ segir Ragnheiður. Nokkur röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, og samanstendur hún bæði af þeim sem eru að sækja sér seinni sprautuna sem og þeim sem eru óbólusettir en vilja bæta úr því. #röðin.Vísir/Eiður
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira