Ætla að blanda bóluefni eins og enginn sé morgundagurinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2021 11:42 Talsverð röð hefur myndast fyrir utan höllina, líkt og oft áður á bólusetningardögum. Vísir/Vésteinn Um sjö þúsund skammtar af bóluefni Pfizer verða gefnir í endurbólusetningu, þar sem fólk fær seinni skammt af bóluefninu, í Laugardalshöll í dag. Þá er opið fyrir aðra í fyrri bólusetningu, og birgðastaðan góð þannig að auðvelt ætti að vera að anna eftirspurn. Í samtali við fréttastofu segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni, að vel hafi gengið að bólusetja framan af degi. Sjálf var hún að blanda bóluefni í húsakynnum heilsugæslunnar þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. Í dag er svokallaður „opinn dagur“ í bólusetningu. Þannig býðst fólki sem ekki hefur fengið bólusetningu að koma í dag og fá fyrri skammt af bóluefni Pfizer, áður en heilsugæslan gerir hlé á bólusetningum og fer í frí. Sá hópur þarf þó að bíða í fimm vikur eftir seinni skammti, en ekki þrjár, eins og venjan hefur verið með umrætt bóluefni. Bólusetningardeginum í dag lýkur um klukkan tvö. Ragnheiður segist litlar áhyggjur hafa af því að eftirspurn eftir fyrri skammti í dag verði meiri en framboðið, enda sé til mikið af bóluefni í landinu. „Við ætlum bara að blanda eins og enginn sé morgundagurinn. Ef efnið hjá okkur klárast þá ætlum við að vera í sambandi við Distica, sem flytur bóluefnið inn, um að fá meira,“ segir Ragnheiður. Nokkur röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, og samanstendur hún bæði af þeim sem eru að sækja sér seinni sprautuna sem og þeim sem eru óbólusettir en vilja bæta úr því. #röðin.Vísir/Eiður Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni, að vel hafi gengið að bólusetja framan af degi. Sjálf var hún að blanda bóluefni í húsakynnum heilsugæslunnar þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. Í dag er svokallaður „opinn dagur“ í bólusetningu. Þannig býðst fólki sem ekki hefur fengið bólusetningu að koma í dag og fá fyrri skammt af bóluefni Pfizer, áður en heilsugæslan gerir hlé á bólusetningum og fer í frí. Sá hópur þarf þó að bíða í fimm vikur eftir seinni skammti, en ekki þrjár, eins og venjan hefur verið með umrætt bóluefni. Bólusetningardeginum í dag lýkur um klukkan tvö. Ragnheiður segist litlar áhyggjur hafa af því að eftirspurn eftir fyrri skammti í dag verði meiri en framboðið, enda sé til mikið af bóluefni í landinu. „Við ætlum bara að blanda eins og enginn sé morgundagurinn. Ef efnið hjá okkur klárast þá ætlum við að vera í sambandi við Distica, sem flytur bóluefnið inn, um að fá meira,“ segir Ragnheiður. Nokkur röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, og samanstendur hún bæði af þeim sem eru að sækja sér seinni sprautuna sem og þeim sem eru óbólusettir en vilja bæta úr því. #röðin.Vísir/Eiður
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira