„Það sem við köllum gott svindl“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 11:03 Kennie Chopart fiskaði vítaspyrnu fyrir KR gegn Keflavík. vísir/hulda margrét Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka féll Kennie í vítateig Keflvíkinga í baráttu við Ástbjörn Þórðarson og Einar Ingi dæmdi umsvifalaust víti. Pálmi Rafn Pálmason fór á punktinn en Sindri Kristinn Ólafsson varði spyrnu hans. Réttlætinu var því fullnægt að mati Mána en honum fannst Kennie sækja vítið með leikaraskap. „Þetta er það sem við köllum gott svindl. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sjáum Kennie fiska svona vítaspyrnur, þegar menn koma rétt svo við hann. Hann dýfir sér glæsilega þarna,“ sagði Máni í Pepsi Max stúkunni í gær. „Þetta er ekki víti fyrir fimmaur. Þetta er minnsta víti sem við höfum séð á árinu og þá tökum við Raheem Sterling vítið með,“ bætti Máni við og vísaði til vítaspyrnu var dæmd í leik Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM í síðustu viku. Máni segir þó að Ástbjörn hafi ef til vill ekki verið nógu klókur í þessari stöðu. „Auðvitað hefði hann kannski átt að lesa að hann væri að fara í pressu á móti Kennie og hann væri vís til að láta sig detta,“ sagði Máni. Atla Viðari Björnssyni fannst Ástbjörn hafa verið full klaufalegur í varnarleik sínum. „Mér finnst að Ástbjörn eigi að passa sig á því einu að rekast ekki í Kennie því hann er að hlaupa burt frá markinu, út úr teignum. Hann má ekki narta í hælana á honum þarna. Lítil brot geta líka verið víti,“ sagði Atli Viðar. Vítaklúður Pálma kom ekki að sök fyrir KR-inga sem unnu leikinn, 1-0. Arnþór Ingi Kristinsson skoraði eina mark leiksins með skoti í slá og inn á 7. mínútu. Umræðuna um vítið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Keflavík ÍF Tengdar fréttir Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka féll Kennie í vítateig Keflvíkinga í baráttu við Ástbjörn Þórðarson og Einar Ingi dæmdi umsvifalaust víti. Pálmi Rafn Pálmason fór á punktinn en Sindri Kristinn Ólafsson varði spyrnu hans. Réttlætinu var því fullnægt að mati Mána en honum fannst Kennie sækja vítið með leikaraskap. „Þetta er það sem við köllum gott svindl. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sjáum Kennie fiska svona vítaspyrnur, þegar menn koma rétt svo við hann. Hann dýfir sér glæsilega þarna,“ sagði Máni í Pepsi Max stúkunni í gær. „Þetta er ekki víti fyrir fimmaur. Þetta er minnsta víti sem við höfum séð á árinu og þá tökum við Raheem Sterling vítið með,“ bætti Máni við og vísaði til vítaspyrnu var dæmd í leik Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM í síðustu viku. Máni segir þó að Ástbjörn hafi ef til vill ekki verið nógu klókur í þessari stöðu. „Auðvitað hefði hann kannski átt að lesa að hann væri að fara í pressu á móti Kennie og hann væri vís til að láta sig detta,“ sagði Máni. Atla Viðari Björnssyni fannst Ástbjörn hafa verið full klaufalegur í varnarleik sínum. „Mér finnst að Ástbjörn eigi að passa sig á því einu að rekast ekki í Kennie því hann er að hlaupa burt frá markinu, út úr teignum. Hann má ekki narta í hælana á honum þarna. Lítil brot geta líka verið víti,“ sagði Atli Viðar. Vítaklúður Pálma kom ekki að sök fyrir KR-inga sem unnu leikinn, 1-0. Arnþór Ingi Kristinsson skoraði eina mark leiksins með skoti í slá og inn á 7. mínútu. Umræðuna um vítið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Keflavík ÍF Tengdar fréttir Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12