Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 0-2 | Toppliðið sótti sigur í Garðabæ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2021 21:49 Elín Metta hefur verið funheit að undanförnu en náði ekki að skora í kvöld. Það kom þó ekki að sök því Valur stóð uppi með stigin þrjú. vísir/Elín Björg Valur hélt sigurgöngunni áfram þegar þær unnu Stjörnuna 2-0 á útvelli í kvöld. Valur heldur því toppsætinu og eru búnar að koma sér í virkilega góða stöðu nú þegar 10. umferð Pepsi Max deildarinnar er að ljúka. Leikurinn fór virkilega rólega af stað en fyrstu mínúturnar skiptust liðin á að fara í sóknir og taka hornspyrnur. Fyrsta færi leiksins kom ekki fyrr en á sextándu mínútu þegar Gyða Kristín Gunnarsdóttir tók skotið af 20 metrum og boltinn fór í slánna og niður. Sandra Sigurðardóttir náði að bjarga boltanum af línunni en vildu leikmenn og þjálfarar Stjörnunnar meina að boltinn hafi farið inn. Það liðu ekki nema fimm mínútur þar til Hildigunnur Ýr átti fína marktilraun en skotið fór yfir. Þegar tæpar 25 mínútur voru liðnar fékk Valur sitt fyrsta færi en það var hún Dóra María Lárusdóttir sem tók skotið sem fór rétt framhjá markinu. Stjörnukonur svöruðu stuttu seinna með öðru færi sem þær náðu ekki að nýta sér. Lítið sem ekkert átti sér stað það sem eftir var af fyrri hálfleik og fóru því liðin inn í klefa eftir virkilega rólegar og markalausar 45 mínútur. Strax í byrjun seinni hálfleik fékk Lára Kristín Pedersen að lýta gula spjaldið eftir að hafa stoppað snögga sókn Stjörnunnar. Stjörnukonur fengu stuttu seinna ágætis færi en Sandra Sigurðardóttir gerði vel í markinu og varði. Valskonur svöruðu hinum megin í sömu mynt en þar var það Naya Regina Lipkens sem varði vel. Liðin lifnuðu aðeins við eftir þessar marktilraunir og fóru að spila af meiri hörku. Á 72. mínútu sendi Mist Edvardsdóttir háa sendingu inn í teig Stjörnunnar þar sem Mary Alice Vignola tók á móti boltanum með skalla og boltinn sveif yfir Naya Regina í markinu og Valskonur komnar í 1-0 forystu. Það liðu ekki nema tíu mínútur þar til annað mark Vals kom en í þetta skiptið var það Lára Kristín sem tók á móti sendingu Elínar Mettu inni í teig og negldi boltanum í skeitina. Síðustu mínútur leiksins voru rólegar enda Valskonur að bíða eftir að leikurinn yrði flautaður af. Það kom á fjórðu mínútu uppbótartíma og fögnuðu Valskonur vel og innilega tveggja marka sigri, 2-0. Afhverju vann Valur? Í raun hefði leikurinn getað farið hvernig sem er miðað við fyrri hálfleik. Valskonur stigu svo upp um miðbik seinni hálfleiks og fóru að spila af meiri krafti sem skapaði þeim fleiri færi. Þær voru yfir höfuð yfirvegaðari og þá aðallega í seinni hálfleik. Eftir fyrri mark Vals var ekki aftur snúið og sigldu þær sigrinum auðveldlega heim. Hverjar stóðu upp úr? Markaskorarar Vals stóðu sig virkilega vel í leiknum en það voru þær Mary Alice Vignola og Lára Kristín Pedersen. Einnig spilaði Dóra María Lárusdóttir flottan leik en hún náði að skapa nokkur góð færi fyrir sitt lið. Mist var virkilega flott í vörn Vals en hún átti einnig stoðsendinguna fyrir fyrsta mark leiksins. Hvað gekk illa? Lítið sem ekkert átti sér stað í fyrri hálfleik en bæði lið voru lengi að finna taktinn. Fyrsta færi leiksins kom ekki fyrr en á sextándu mínútu. Mikið var um hornspyrnur í leiknum en hvorugt liðið náði að nýta sér þær. Stjarnan átti erfitt með Valskonur þegar leið á seinni hálfleik sem varð til þess að þær fengu á sig tvö mörk á tíu mínútum. Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar verður þann 20. júlí en þá munu þær spila við lið Keflavíkur sem situr í áttunda sæti. Föstudaginn nk. munu Valskonur mæta íslandsmeisturunum í Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Næsti deildarleikur þeirra verður einnig þann 20. júlí þegar þær fá Þrótt í heimsókn. Kristján Guðmundsson: Eigum ekki að vera að pota í dómarana „Fyrri hálfleikurinn var fínn. Við skorum þarna eitt mark en þeir sem dæma sjá ekki að bolinn fer inn fyrir línuna og það hefur nátturlega áhrif. En að sama skapi þá náum við ekki að leysa úr pressunni sem var sett á okkur í seinni hálfleik. Þegar við vinnum boltann inni í teig þá spörkum við honum bara burt í staðinn fyrir að halda áfram að spila honum, tengja inn í miðjuna og aðeins að róa okkur. En þarna var reynslan hjá Val aðeins meiri.“ Gyða Kristín Gunnardóttir tók skot af löngu færi sem endaði í slánni og á línunni en leikmenn og þjálfarar Stjörnunnar vildu fá það dæmt sem mark. „Þegar allir fjórir dómararnir sjá það að leikmaður er rifinn niður og leikurinn er látinn halda áfram þá á að fá spjald á það eftir á, það var ekki nógu vel gert. En þeir voru að reyna að halda sömu línu í gegnum leikinn og dæma eftir því. Ég verð bara að segja það að við eigum kannski ekki að pota alltaf í dómarana, við erum þó allavega með dómara til þess að dæma leikina og við eigum að vera þakklát fyrir það. Við eigum að reyna að styðja og hjálpa þeim en auðvitað verða þeirra mistök, eins og mistök markmanna, miklu stærri og áberandi. Eins og til dæmis að sjá þegar boltinn fer yfir línuna.“ Stjarnan er búin að tapa núna tveimur heimaleikjum í röð. „Nú erum við að fara að spila leiki við lið sem eru með svipaðan stíl og við. Ég held að það verði áfram jafnir leikir eins og eru búnir að vera upp á síðkastið. Og við erum að vona að stigið falli okkar megin, og þá sérstaklega á heimavelli.“ Elísa Viðarsdóttir: Þolinmæðisverk „Þetta var frekar róleg byrjun og við þurftum tíma til þess að finna okkur í pressuni. En svo ákváðum við að vera hærra á því í seinni hálfleik og það virkaði bara svona ljómandi vel.“ „Stjörnuliðið eru auðvitað bara frábært lið. Þær eru með virkilega gott varnarlið og eru vel skipulagðar. Það var erfitt að brjóta þær á bak aftur og það tekur bara tíma og þolinmæði og við sýndum þessa þolinmæði í dag og það skilaði okkur þessum frábæra sigri.“ „Við mætum í alla leiki til þess að vinna þá og við erum að fara í stóran leik á föstudaginn í bikarnum. Það er næsta verkefni og við erum bara byrjaðar að undirbúa okkur fyrir það.“ Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Valur
Valur hélt sigurgöngunni áfram þegar þær unnu Stjörnuna 2-0 á útvelli í kvöld. Valur heldur því toppsætinu og eru búnar að koma sér í virkilega góða stöðu nú þegar 10. umferð Pepsi Max deildarinnar er að ljúka. Leikurinn fór virkilega rólega af stað en fyrstu mínúturnar skiptust liðin á að fara í sóknir og taka hornspyrnur. Fyrsta færi leiksins kom ekki fyrr en á sextándu mínútu þegar Gyða Kristín Gunnarsdóttir tók skotið af 20 metrum og boltinn fór í slánna og niður. Sandra Sigurðardóttir náði að bjarga boltanum af línunni en vildu leikmenn og þjálfarar Stjörnunnar meina að boltinn hafi farið inn. Það liðu ekki nema fimm mínútur þar til Hildigunnur Ýr átti fína marktilraun en skotið fór yfir. Þegar tæpar 25 mínútur voru liðnar fékk Valur sitt fyrsta færi en það var hún Dóra María Lárusdóttir sem tók skotið sem fór rétt framhjá markinu. Stjörnukonur svöruðu stuttu seinna með öðru færi sem þær náðu ekki að nýta sér. Lítið sem ekkert átti sér stað það sem eftir var af fyrri hálfleik og fóru því liðin inn í klefa eftir virkilega rólegar og markalausar 45 mínútur. Strax í byrjun seinni hálfleik fékk Lára Kristín Pedersen að lýta gula spjaldið eftir að hafa stoppað snögga sókn Stjörnunnar. Stjörnukonur fengu stuttu seinna ágætis færi en Sandra Sigurðardóttir gerði vel í markinu og varði. Valskonur svöruðu hinum megin í sömu mynt en þar var það Naya Regina Lipkens sem varði vel. Liðin lifnuðu aðeins við eftir þessar marktilraunir og fóru að spila af meiri hörku. Á 72. mínútu sendi Mist Edvardsdóttir háa sendingu inn í teig Stjörnunnar þar sem Mary Alice Vignola tók á móti boltanum með skalla og boltinn sveif yfir Naya Regina í markinu og Valskonur komnar í 1-0 forystu. Það liðu ekki nema tíu mínútur þar til annað mark Vals kom en í þetta skiptið var það Lára Kristín sem tók á móti sendingu Elínar Mettu inni í teig og negldi boltanum í skeitina. Síðustu mínútur leiksins voru rólegar enda Valskonur að bíða eftir að leikurinn yrði flautaður af. Það kom á fjórðu mínútu uppbótartíma og fögnuðu Valskonur vel og innilega tveggja marka sigri, 2-0. Afhverju vann Valur? Í raun hefði leikurinn getað farið hvernig sem er miðað við fyrri hálfleik. Valskonur stigu svo upp um miðbik seinni hálfleiks og fóru að spila af meiri krafti sem skapaði þeim fleiri færi. Þær voru yfir höfuð yfirvegaðari og þá aðallega í seinni hálfleik. Eftir fyrri mark Vals var ekki aftur snúið og sigldu þær sigrinum auðveldlega heim. Hverjar stóðu upp úr? Markaskorarar Vals stóðu sig virkilega vel í leiknum en það voru þær Mary Alice Vignola og Lára Kristín Pedersen. Einnig spilaði Dóra María Lárusdóttir flottan leik en hún náði að skapa nokkur góð færi fyrir sitt lið. Mist var virkilega flott í vörn Vals en hún átti einnig stoðsendinguna fyrir fyrsta mark leiksins. Hvað gekk illa? Lítið sem ekkert átti sér stað í fyrri hálfleik en bæði lið voru lengi að finna taktinn. Fyrsta færi leiksins kom ekki fyrr en á sextándu mínútu. Mikið var um hornspyrnur í leiknum en hvorugt liðið náði að nýta sér þær. Stjarnan átti erfitt með Valskonur þegar leið á seinni hálfleik sem varð til þess að þær fengu á sig tvö mörk á tíu mínútum. Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar verður þann 20. júlí en þá munu þær spila við lið Keflavíkur sem situr í áttunda sæti. Föstudaginn nk. munu Valskonur mæta íslandsmeisturunum í Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Næsti deildarleikur þeirra verður einnig þann 20. júlí þegar þær fá Þrótt í heimsókn. Kristján Guðmundsson: Eigum ekki að vera að pota í dómarana „Fyrri hálfleikurinn var fínn. Við skorum þarna eitt mark en þeir sem dæma sjá ekki að bolinn fer inn fyrir línuna og það hefur nátturlega áhrif. En að sama skapi þá náum við ekki að leysa úr pressunni sem var sett á okkur í seinni hálfleik. Þegar við vinnum boltann inni í teig þá spörkum við honum bara burt í staðinn fyrir að halda áfram að spila honum, tengja inn í miðjuna og aðeins að róa okkur. En þarna var reynslan hjá Val aðeins meiri.“ Gyða Kristín Gunnardóttir tók skot af löngu færi sem endaði í slánni og á línunni en leikmenn og þjálfarar Stjörnunnar vildu fá það dæmt sem mark. „Þegar allir fjórir dómararnir sjá það að leikmaður er rifinn niður og leikurinn er látinn halda áfram þá á að fá spjald á það eftir á, það var ekki nógu vel gert. En þeir voru að reyna að halda sömu línu í gegnum leikinn og dæma eftir því. Ég verð bara að segja það að við eigum kannski ekki að pota alltaf í dómarana, við erum þó allavega með dómara til þess að dæma leikina og við eigum að vera þakklát fyrir það. Við eigum að reyna að styðja og hjálpa þeim en auðvitað verða þeirra mistök, eins og mistök markmanna, miklu stærri og áberandi. Eins og til dæmis að sjá þegar boltinn fer yfir línuna.“ Stjarnan er búin að tapa núna tveimur heimaleikjum í röð. „Nú erum við að fara að spila leiki við lið sem eru með svipaðan stíl og við. Ég held að það verði áfram jafnir leikir eins og eru búnir að vera upp á síðkastið. Og við erum að vona að stigið falli okkar megin, og þá sérstaklega á heimavelli.“ Elísa Viðarsdóttir: Þolinmæðisverk „Þetta var frekar róleg byrjun og við þurftum tíma til þess að finna okkur í pressuni. En svo ákváðum við að vera hærra á því í seinni hálfleik og það virkaði bara svona ljómandi vel.“ „Stjörnuliðið eru auðvitað bara frábært lið. Þær eru með virkilega gott varnarlið og eru vel skipulagðar. Það var erfitt að brjóta þær á bak aftur og það tekur bara tíma og þolinmæði og við sýndum þessa þolinmæði í dag og það skilaði okkur þessum frábæra sigri.“ „Við mætum í alla leiki til þess að vinna þá og við erum að fara í stóran leik á föstudaginn í bikarnum. Það er næsta verkefni og við erum bara byrjaðar að undirbúa okkur fyrir það.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti