Erlent

Elding banaði ellefu á þekktum túr­ista­stað

Óttar Kolbeinsson Proppé og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Eldingar verða um tvö þúsund manns að bana í Indlandi á hverju ári.
Eldingar verða um tvö þúsund manns að bana í Indlandi á hverju ári. getty/amlan matur

Ellefu hið minnsta létu lífið þegar eldingu laust niður í gamlan virkis­turn á Ind­landi í gær. At­vikið átti sér stað í Jaipur héraði í norður­hluta landsins en virkið er vin­sæll á­fanga­staður túr­ista og turn þess þykir sér­lega vel fallinn til að taka svo­kallaðar sjálfu­myndir á símann sinn.

Um 27 manns voru í turninum þegar eldingunni laust niður og létu sumir lífið þegar þeir köstuðu sér niður úr turninum.

Að sögn lög­reglu á svæðinu voru flestir þeirra sem létust ungir að aldri.

Eldinga­veður eru tíð á Ind­landi en sam­kvæmt frétt BBC láta um tvö þúsund manns lífið ár­lega af völdum eldinga á Ind­landi.

Til við­bótar við þá ellefu sem létu lífið í turninum létust níu aðrir í sama héraði vegna eldinga í gær.

Svo­kallaður monsún­tími er nú á Ind­landi og fylgja honum miklar rigningar og eldinga­veður. Hann varir oftast frá júní og fram í septem­ber.

Dauðs­föll af völdum eldinga hafa tvö­faldast í landinu síðan á sjöunda ára­tug síðustu aldar og kenna vísinda­menn í landinu hlýnun jarðar um þá þróun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×