Fótbolti

Loksins vann Messi titil með Argentínu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þungu fargi var létt af Lionel Messi eftir sigur á Brasilíu í nótt.
Þungu fargi var létt af Lionel Messi eftir sigur á Brasilíu í nótt. Thiago Ribeiro/Getty Images

Argentína vann Suður-Ameríkubikarinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á Brasilíu í nótt. Er þetta fyrsti titill Lionel Messi með Argentínu.

Sigurmarkið kom eftir rúmlega tuttugu mínútna leik þegar Rodrigo de Paul renndi boltanum í gegnum vörn heimamanna þar sem Angel di Maria fékk boltann og lyfti honum snyrtilega yfir Ederson í marki Brasilíu.

Markið má sjá hér að neðan

Leikmenn Brasilíu gerðu hvað þeir gátu til að jafna metin en það tókst ekki og Argentína fagnaði sigri. 

Fögnuður Argentínumanna var ósvikinn í leikslok og ljóst að þetta skipti þá miklu máli, þá sérstaklega Lionel Messi sem hefur unnið fjölda titla með Barcelona en engan með landsliði sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×