Xi og Kim heita nánari samvinnu Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2021 23:14 Kim Jong Un og Xi Jinping, leiðtogar Norður-Kóreu og Kína, árið 2018. EPA/KCNA Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. Í skilaboðum Xi til Kim sagði forsetinn að samvinna ríkjanna myndu ná nýjum hæðum. Þetta kemur fram í fréttaflutningi KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, en þar er meðal annars haft eftir Kim að „óvinveitt öfl“, sem eru væntanlega Bandaríkin, séu orðin örvæntingarfull í aðgerðum sínum. Sextíu ár eru liðin frá því að Norður-Kórea og Kína skrifuðu undir vináttusáttmála. Kína er svo gott sem eini viðskiptafélagi Norður-Kóreu og hefur veitt ríkinu einangraða mikla aðstoð í gegnum árin. Viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana Norður-Kóreu hafa gert ríkið enn háðara Kína. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni fjölluðu báðir leiðtogarnir um gott samband ríkjanna í sextíu ár. Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna strönduðu í forsetatíð Donalds Trump og hafa ekki haldið áfram eftir að Joe Biden tók við embætti. Þá er sömuleiðis talið mögulegt að Covid-19 sé í útbreiðslu í Norður-Kóreu, þrátt fyrir að ríkisstjórn Kim segir engan hafa greinst smitaðan þar. Þegar faraldur nýju kórónuveirunnar hófst lokaði Kim landamærum Norður-Kóreu og Kína og hefur sú lokun komið verulega niður á hagkerfi Norður-Kóreu. Refsiaðgerðir og náttúruhamfarir hafa gert það sömuleiðis og er talið að hungursneyð geysi í landinu. Kína Norður-Kórea Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Í skilaboðum Xi til Kim sagði forsetinn að samvinna ríkjanna myndu ná nýjum hæðum. Þetta kemur fram í fréttaflutningi KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, en þar er meðal annars haft eftir Kim að „óvinveitt öfl“, sem eru væntanlega Bandaríkin, séu orðin örvæntingarfull í aðgerðum sínum. Sextíu ár eru liðin frá því að Norður-Kórea og Kína skrifuðu undir vináttusáttmála. Kína er svo gott sem eini viðskiptafélagi Norður-Kóreu og hefur veitt ríkinu einangraða mikla aðstoð í gegnum árin. Viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana Norður-Kóreu hafa gert ríkið enn háðara Kína. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni fjölluðu báðir leiðtogarnir um gott samband ríkjanna í sextíu ár. Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna strönduðu í forsetatíð Donalds Trump og hafa ekki haldið áfram eftir að Joe Biden tók við embætti. Þá er sömuleiðis talið mögulegt að Covid-19 sé í útbreiðslu í Norður-Kóreu, þrátt fyrir að ríkisstjórn Kim segir engan hafa greinst smitaðan þar. Þegar faraldur nýju kórónuveirunnar hófst lokaði Kim landamærum Norður-Kóreu og Kína og hefur sú lokun komið verulega niður á hagkerfi Norður-Kóreu. Refsiaðgerðir og náttúruhamfarir hafa gert það sömuleiðis og er talið að hungursneyð geysi í landinu.
Kína Norður-Kórea Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira