Gömlu góðu en löngu innritunarraðirnar komnar aftur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. júlí 2021 11:53 Myndin var tekin í Leifsstöð í morgun. vísir/atli Langar raðir mynduðust við innritunarborð Leifsstöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgunflugi frá vellinum. Svo langar innritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heimsfaraldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfsinnritunarvélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir örfáum árum. Ekki hefur verið hægt að nota þær vélar vegna allra þeirra bólusetningar- og faraldurspappíra sem farþegar verða að framvísa til komast til útlanda. Metfjöldi véla Fjöldi þeirra sem fara í gegn um flugvöllinn hefur farið sívaxandi með hverjum deginum og er gert ráð fyrir að um 13 til 14 þúsund manns fari í gegn um flugstöðina í dag, ýmist á leið inn eða út úr landinu. Samtals hafa 23 vélar flogið frá landinu í hádeginu í dag og má ætla að fjöldi Íslendinga sé í þessum töluðu orðum á miðri leið í langþráð sumarfrí. Alls fljúga 46 vélar frá landinu í dag og hafa fleiri vélar ekki farið frá landinu á einum sólarhring frá því fyrir heimsfaraldurinn. Fjöldi farþega óx hraðar en reiknað var með Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir umferð á flugvellinum hafa verið fljóta að taka við sér eftir faraldurinn: „Það hefur orðið gríðarleg aukning á fjölda farþega, bæði þeirra sem eru að koma til landsins og þeirra sem eru að fara frá landinu, núna á síðastliðnum tveimur mánuðum. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Ég held að þetta hafi vaxið mun hraðar en menn höfðu reiknað með og við sjáum það þegar líður fram á árið að mögulega förum við að nálgast tölur á komufarþegum nálægt því sem var 2019,“ segir Arngrímur í samtali við Vísi. Sólþyrstir Íslendingar Hann segir greinilegt að ferðavilji Íslendinga sé mikill: „Íslendingarnir eru orðnir mjög sólþyrstir. Við sjáum að flest flug til þessara suðrænu landa eru full af Íslendingum og við sjáum að Íslendingar eru líka farnir að ferðast meira milli landa í kring um okkur, til Skandinavíu og Evrópu.“ Því hafa myndast langar raðir við innritunarborðin síðustu daga. En það eru fleiri skýringar á þeim: „Þetta kemur til vegna þess að í flestöllum löndunum í kring um okkur þá eru ákveðnar kröfur til þeirra sem eru að koma til landsins,“ segir Arngrímur. „Flugfélögin hérna á flugvellinum þau þurfa að staðfesta þessi gögn sem farþegarnir eru með svo þeir megi halda áfram og það seinkar að sjálfsögðu aðeins þeim tíma sem tekur að innrita farþega og gerir það líka að verkum að það er ekki hægt að nýta þennan sjálfvirka innritunarbúnað þar sem farþegar geta afgreitt sig sjálfir í á flugvellinum.“ Hann gerir ráð fyrir að álag á starfsfólk vallarins fari vaxandi á næstu vikum og býst við að farþegafjöldinn gæti náð sér aftur í svipaðar hæðir á þessu ári og þekktust fyrir heimsfaraldurinn. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Ekki hefur verið hægt að nota þær vélar vegna allra þeirra bólusetningar- og faraldurspappíra sem farþegar verða að framvísa til komast til útlanda. Metfjöldi véla Fjöldi þeirra sem fara í gegn um flugvöllinn hefur farið sívaxandi með hverjum deginum og er gert ráð fyrir að um 13 til 14 þúsund manns fari í gegn um flugstöðina í dag, ýmist á leið inn eða út úr landinu. Samtals hafa 23 vélar flogið frá landinu í hádeginu í dag og má ætla að fjöldi Íslendinga sé í þessum töluðu orðum á miðri leið í langþráð sumarfrí. Alls fljúga 46 vélar frá landinu í dag og hafa fleiri vélar ekki farið frá landinu á einum sólarhring frá því fyrir heimsfaraldurinn. Fjöldi farþega óx hraðar en reiknað var með Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir umferð á flugvellinum hafa verið fljóta að taka við sér eftir faraldurinn: „Það hefur orðið gríðarleg aukning á fjölda farþega, bæði þeirra sem eru að koma til landsins og þeirra sem eru að fara frá landinu, núna á síðastliðnum tveimur mánuðum. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Ég held að þetta hafi vaxið mun hraðar en menn höfðu reiknað með og við sjáum það þegar líður fram á árið að mögulega förum við að nálgast tölur á komufarþegum nálægt því sem var 2019,“ segir Arngrímur í samtali við Vísi. Sólþyrstir Íslendingar Hann segir greinilegt að ferðavilji Íslendinga sé mikill: „Íslendingarnir eru orðnir mjög sólþyrstir. Við sjáum að flest flug til þessara suðrænu landa eru full af Íslendingum og við sjáum að Íslendingar eru líka farnir að ferðast meira milli landa í kring um okkur, til Skandinavíu og Evrópu.“ Því hafa myndast langar raðir við innritunarborðin síðustu daga. En það eru fleiri skýringar á þeim: „Þetta kemur til vegna þess að í flestöllum löndunum í kring um okkur þá eru ákveðnar kröfur til þeirra sem eru að koma til landsins,“ segir Arngrímur. „Flugfélögin hérna á flugvellinum þau þurfa að staðfesta þessi gögn sem farþegarnir eru með svo þeir megi halda áfram og það seinkar að sjálfsögðu aðeins þeim tíma sem tekur að innrita farþega og gerir það líka að verkum að það er ekki hægt að nýta þennan sjálfvirka innritunarbúnað þar sem farþegar geta afgreitt sig sjálfir í á flugvellinum.“ Hann gerir ráð fyrir að álag á starfsfólk vallarins fari vaxandi á næstu vikum og býst við að farþegafjöldinn gæti náð sér aftur í svipaðar hæðir á þessu ári og þekktust fyrir heimsfaraldurinn.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum