FÍF telur Isavia hafa sýnt fagleg vinnubrögð í máli flugumferðarstjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. júlí 2021 21:52 Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. Vísir/Isavia Ung kona sem var í teymisvinnu með flugumferðarstjórum Isavia ANS frá því í október í fyrra fékk ekki að vita fyrr en í síðustu viku að þeir hafi verið grunaðir um nauðgun frá því í júní í fyrra. Stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur Isavía hafa unnið málið faglega. Tveimur flugumferðarstjórum var sagt upp upp störfum í síðustu viku hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn í júní í fyrra. Rannsókn lögreglu er lokið og var málið var sent til héraðssaksóknara, þar sem það var fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum. Sú niðurstaða var hins vegar kærð og er málið nú á borði ríkissaksóknara. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia voru mennirnir færðir til í starfi þegar rannsókn hófst í fyrra. Starfsfólk Isavia ANS var upplýst um málið í síðustu viku. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. „Stjórn FÍF hefur svo sem ekki tekið afstöðu til þess hvort að Isavia hefði átt að láta meinta gerendur fara fyrr þ.e. segja þeim upp störfum. Við treystum því að Isavia hafi gert allt það besta í þessu máli og unnið eins faglega og hratt og þeir gátu,“ segir Arnar. Aðspurður um hvort hann telji eðlilegt að stjórnendur Isavia hafi sett unga konu í teymisvinnu með flugumferðarstjórunum eftir að málið kom upp segir Arnar: „ Það er náttúrulega svipað svar. Við höfum ekki tekið einhverja formlega afstöðu til þessara aðgera sem Isavia greip til.“ Konan sem um ræðir fékk að vita af málinu í síðustu viku þegar vinnustaðasálfræðingur upplýsti hana um það. Hún segir í samtali við fréttastofu að teymisvinnan með mönnunum hafi byrjað í október í fyrra og hafi að mestu farið fram á fjarfundum og verið fagleg. Henni brá hins vegar mikið við fréttirnar og óskaði eftir leyfi frá störfum í einn dag. Arnar segir að stjórn félagsins hafi einnig brugðist við þegar málið kom upp í síðustu viku. Þá hafi annar flugumferðarstjóranna sagt sig frá hlutverki trúnaðarmanns í fyrra þegar málið kom upp. „Stjórnin brást tafarlaust við um leið og okkur barst þessi vitneskja og leysti viðkomandi undan nefndarstörfum sem viðkomandi gegndi fyrir félagið. Annar flugumferðarstjóranna sem um ræðir gegndi stöðu trúnaðarmanns hjá FÍF þegar málið kom upp. „Það kom aldrei inná okkar borð að taka afstöðu til þess að víkja öðrum flugumferðarstjór0anum úr hlutverki trúnaðarmanns á vinnustað. Það var ákvörðun sem hann tók sjálfur. Kynferðisofbeldi Félagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8. júlí 2021 18:31 Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8. júlí 2021 12:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira
Tveimur flugumferðarstjórum var sagt upp upp störfum í síðustu viku hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn í júní í fyrra. Rannsókn lögreglu er lokið og var málið var sent til héraðssaksóknara, þar sem það var fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum. Sú niðurstaða var hins vegar kærð og er málið nú á borði ríkissaksóknara. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia voru mennirnir færðir til í starfi þegar rannsókn hófst í fyrra. Starfsfólk Isavia ANS var upplýst um málið í síðustu viku. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. „Stjórn FÍF hefur svo sem ekki tekið afstöðu til þess hvort að Isavia hefði átt að láta meinta gerendur fara fyrr þ.e. segja þeim upp störfum. Við treystum því að Isavia hafi gert allt það besta í þessu máli og unnið eins faglega og hratt og þeir gátu,“ segir Arnar. Aðspurður um hvort hann telji eðlilegt að stjórnendur Isavia hafi sett unga konu í teymisvinnu með flugumferðarstjórunum eftir að málið kom upp segir Arnar: „ Það er náttúrulega svipað svar. Við höfum ekki tekið einhverja formlega afstöðu til þessara aðgera sem Isavia greip til.“ Konan sem um ræðir fékk að vita af málinu í síðustu viku þegar vinnustaðasálfræðingur upplýsti hana um það. Hún segir í samtali við fréttastofu að teymisvinnan með mönnunum hafi byrjað í október í fyrra og hafi að mestu farið fram á fjarfundum og verið fagleg. Henni brá hins vegar mikið við fréttirnar og óskaði eftir leyfi frá störfum í einn dag. Arnar segir að stjórn félagsins hafi einnig brugðist við þegar málið kom upp í síðustu viku. Þá hafi annar flugumferðarstjóranna sagt sig frá hlutverki trúnaðarmanns í fyrra þegar málið kom upp. „Stjórnin brást tafarlaust við um leið og okkur barst þessi vitneskja og leysti viðkomandi undan nefndarstörfum sem viðkomandi gegndi fyrir félagið. Annar flugumferðarstjóranna sem um ræðir gegndi stöðu trúnaðarmanns hjá FÍF þegar málið kom upp. „Það kom aldrei inná okkar borð að taka afstöðu til þess að víkja öðrum flugumferðarstjór0anum úr hlutverki trúnaðarmanns á vinnustað. Það var ákvörðun sem hann tók sjálfur.
Kynferðisofbeldi Félagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8. júlí 2021 18:31 Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8. júlí 2021 12:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira
Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8. júlí 2021 18:31
Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8. júlí 2021 12:00