Heimilisofbeldi í Englandi eykst um 38 prósent þegar enska liðið tapar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 10:16 Úr herferð National Center for Domestic Violence. Blóðinu er smurt annig að það líkist enska fánanum. National Center for Domestic Violence Umfangsmikil herferð gegn heimilisofbeldi hefur farið af stað í Englandi vegna þátttöku Englands á Evrópumeistaramótinu í fótbolta. Englandi hefur gengið nokkuð vel í keppninni og mun leika til úrslita gegn Ítalíu á mótinu á sunnudaginn næsta. Öll helstu samtök gegn heimilisofbeldi á Englandi hafa hins vegar farið í herferð gegn heimilisofbeldi í ljósi fótboltaleikjanna. Í herferð Refuge, samtaka fyrir börn og konur sem eru þolendur heimilisofbeldis, kemur meðal annars fram að heimilisofbeldi aukist um 26 prósent eftir að England vinnur landsliðsleiki og um 38 prósent þegar England tapar leikjum. Women experiencing #DomesticAbuse live in fear every day and while football tournaments don t cause abuse, they are used as an excuse for perpetrators to escalate abuse. Help us answer every call from a woman at risk. Donate now: https://t.co/cw1vDyqW1c #Euros2020 #England— Refuge (@RefugeCharity) July 7, 2021 „Konur sem lifa við heimilisofbeldi eru hræddar alla daga og þó fótboltamót valdi ekki ofbeldi eru þau notuð sem afsökun af gerendum til að auka ofbeldið,“ segir í tísti frá Refuge sem var birt á miðvikudaginn, fyrir leik Englands og Danmerkur í undanúrslitunum. #DomesticAbuse happens because abusers choose to abuse, not because the football's on, yet we know tournaments can aggravate pre-existing abusive behaviours.Help us answer every call from a woman at risk, please donate now: https://t.co/cw1vDyqW1c #Euros2020 #ItscomingHome pic.twitter.com/l905gvWQlx— Refuge (@RefugeCharity) July 7, 2021 „Það hlakka ekki allir til leiksins í kvöld… Heimilisofbeldi eykst um 26% þegar England spilar og um 38% þegar það tapar,“ segir í Facebook-færslu Heimilisofbeldismiðstöðvar Bretlands (NCDV). Með færslunni fylgir áhrifamikil mynd sem sýnir konu með blóðkross í andlitinu, sem minnir á enska fánann. Þá hafa margar herferðanna byggt á söngnum „It‘s coming home,“ sem fótboltabullur í Englandi hafa sungið undanfarnar vikur. Lagið er hvatning, eða raun bæn, um að England sigri mótið en enska landsliðið hefur ekki sigrað stórmót frá árinu 1966. Lagið var gefið út árið 1996 og er í flutningi Baddiel, Skinner og Lightning Seeds, og ber upphaflega heitið Three Lions. Lagið var gefið út í aðdraganda Evrópumótsins í fótbolta 1996 sem haldið var í Englandi. Aðgerðasinninn Charrissa Cooke birti myndband á TikTok á dögunum þar sem hún breytir textanum og skrifar: „Hann er að koma heim“ í stað „Fótboltinn er að koma heim.“ @charissacooke If you need help call 0808 2000 247 you are not alone #itscominghome #domesticviolence #protectwomen2021 #itscominghome2021 #dvawareness Three Lions '98 - Baddiel, Skinner & Lightning Seeds Þá hefur Refuge líka snúið upp á lagið og má sjá í auglýsingum frá samtökunum „It‘s coming home“ nema búið er að stroka yfir orðið „coming.“ Skilaboðin eru því: „Það er heima.“ Evrópudeild UEFA EM 2020 í fótbolta England Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01 Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Öll helstu samtök gegn heimilisofbeldi á Englandi hafa hins vegar farið í herferð gegn heimilisofbeldi í ljósi fótboltaleikjanna. Í herferð Refuge, samtaka fyrir börn og konur sem eru þolendur heimilisofbeldis, kemur meðal annars fram að heimilisofbeldi aukist um 26 prósent eftir að England vinnur landsliðsleiki og um 38 prósent þegar England tapar leikjum. Women experiencing #DomesticAbuse live in fear every day and while football tournaments don t cause abuse, they are used as an excuse for perpetrators to escalate abuse. Help us answer every call from a woman at risk. Donate now: https://t.co/cw1vDyqW1c #Euros2020 #England— Refuge (@RefugeCharity) July 7, 2021 „Konur sem lifa við heimilisofbeldi eru hræddar alla daga og þó fótboltamót valdi ekki ofbeldi eru þau notuð sem afsökun af gerendum til að auka ofbeldið,“ segir í tísti frá Refuge sem var birt á miðvikudaginn, fyrir leik Englands og Danmerkur í undanúrslitunum. #DomesticAbuse happens because abusers choose to abuse, not because the football's on, yet we know tournaments can aggravate pre-existing abusive behaviours.Help us answer every call from a woman at risk, please donate now: https://t.co/cw1vDyqW1c #Euros2020 #ItscomingHome pic.twitter.com/l905gvWQlx— Refuge (@RefugeCharity) July 7, 2021 „Það hlakka ekki allir til leiksins í kvöld… Heimilisofbeldi eykst um 26% þegar England spilar og um 38% þegar það tapar,“ segir í Facebook-færslu Heimilisofbeldismiðstöðvar Bretlands (NCDV). Með færslunni fylgir áhrifamikil mynd sem sýnir konu með blóðkross í andlitinu, sem minnir á enska fánann. Þá hafa margar herferðanna byggt á söngnum „It‘s coming home,“ sem fótboltabullur í Englandi hafa sungið undanfarnar vikur. Lagið er hvatning, eða raun bæn, um að England sigri mótið en enska landsliðið hefur ekki sigrað stórmót frá árinu 1966. Lagið var gefið út árið 1996 og er í flutningi Baddiel, Skinner og Lightning Seeds, og ber upphaflega heitið Three Lions. Lagið var gefið út í aðdraganda Evrópumótsins í fótbolta 1996 sem haldið var í Englandi. Aðgerðasinninn Charrissa Cooke birti myndband á TikTok á dögunum þar sem hún breytir textanum og skrifar: „Hann er að koma heim“ í stað „Fótboltinn er að koma heim.“ @charissacooke If you need help call 0808 2000 247 you are not alone #itscominghome #domesticviolence #protectwomen2021 #itscominghome2021 #dvawareness Three Lions '98 - Baddiel, Skinner & Lightning Seeds Þá hefur Refuge líka snúið upp á lagið og má sjá í auglýsingum frá samtökunum „It‘s coming home“ nema búið er að stroka yfir orðið „coming.“ Skilaboðin eru því: „Það er heima.“
Evrópudeild UEFA EM 2020 í fótbolta England Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01 Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
„Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01
Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01