Hin þrítuga Parades kemur frá Frakklandsmeisturum París-Saint Germain þar sem hún hefur spilað í fimm ár. Hjálpaði hún PSG að stöðva ótrúlega sigurgöngu Lyon. Hún er einnig fyrirliði spænska landsliðsins og á að baki 77 landsleiki fyrir Spán sem og fjóra fyrir Baskaland.
Parades hefur leikið með Real Sociedad og Athletic Bilbao í heimalandinu.
Miðvörðurinn öflugi var samningslaus og því þurfa Börsungar ekki að borga neitt fyrir leikmanninn. Hún gengur til liðs við ógnarsterkt lið Barcelona sem vann Chelsea 4-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu og rúllaði yfir spænsku deildina.
https://t.co/L9pqiMd7sI
— CAMP ONES (@FCBfemeni) July 8, 2021
#ParedesCuler pic.twitter.com/iQPmNb53Ah
Á miðvikudag samdi Barcelona við sænska landsliðsframherjann Fridolinu Rolfö en degi áður hafði norska landsliðskonan Ingred Engen samið við félagið. Það er ljóst að Barcelona ætlar sér að vinna alla þá titla sem eru í boði á næstu leiktíð.