Töluvert kaldara verður á vesturhelmingi landsins og skýjað í dag. Hiti verður um 10 til 15 stig. Búast má við suðlægri hafgolu norðaustan- og austanlands á bilinu 5-10 m/s. Á vestanverðu landinu má gera ráð fyrir súld á köflum en austantil verða sums staðar þokubakkar við ströndina.
Veðurhorfurnar á morgun eru nokkuð svipaðar. Hægur vindur á landinu öllu, skýjað að mestu en þurrt að kalla um landið vestanvert en bjart með köflum austantil. Hiti verður á svipuðu bili, 12 til 23 stig og hlýjast í innsveitum norðaustanlands.
Dálitlar breytingar verða þó á á sunnudag, ef marka má veðurspá, og verður þá hlýjast í uppsveitum vestantil og mun hiti vera á bilinu 12 til 22 stig. Annars verður hæg breytileg átt og bjart með köflum en búast má við síðdegisskúrum inn til landsins.