Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2021 08:30 Lionel Messi hefur verið samningslaus frá mánaðarmótum. Getty/David S. Bustamante Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. Tebas telur að ef fyrrnefnd félög myndu bjóða Messi svipaðan samning og hann fékk hjá Barcelona þá gæti það ekki verið annað en peningasvindl eða „financial doping“ eins og hann orðar það á enskunni. Hinn 34 ára gamli Messi er enn samningslaus eftir að samningur hann rann út 30. júní síðastliðinn. La Liga president Javier Tebas claimed the only way Manchester City could sign Lionel Messi is through 'financial doping'.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2021 Barcelona menn eru vongóðir um að semja aftur við besta leikmanninn í sögu félagsins en þá þurfa þeir líka að skera verulega niður launakostnað til að koma nýjum samningi hans fyrir undir launaþakinu. Spænska deildin stendur fast á sínu og leyfir Barcelona ekki að skila inn nýjum samningnum fyrr en félagið er komið undir launaþakið. Messi fékk yfir 500 milljónir evra á fjórum árum í gamla samningnum en það gera yfir 73 milljarða íslenskra króna en inn í þeirri tölu eru allir bónusar auk vikulegra launa. Javier Tebas segir að það sé enginn vafi á því að Messi þurfi að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. „Einmitt. Hann getur ekki getur ekki skrifað undir samskonar samning. Það er ómögulegt. Ég held að ekkert lið í Evrópu gæti borgað honum þá upphæð,“ sagði Javier Tebas en enskir miðlar eins og Sky Sport segir frá. Javier Tebas tells Man City that signing Lionel Messi would be 'financial doping' #mcfc https://t.co/tIpNujybMv— Manchester City News (@ManCityMEN) July 8, 2021 Tebas er á því að fótboltinn þurfi að taka til í sínum fjármálum og hætta að borga þessi öfgalaun því það gengur ekki mikið lengur. Tebas segir líka að spænska deildin ætli ekki að gefa neitt eftir í stefnu sinni og hann veit ekki hvort nýr samningur Messi yrði kláraður fyrir 14. ágúst þegar deildin fer aftur af stað eftir sumarfrí. Messi hefur verið orðaður við bæði Manchester City og Paris Saint Germain. PSG hefur þegar samið við Sergio Ramos, Achraf Hakimi og Georginio Wijnaldum í sumar en Manchester City hefur verið orðað við ensku landsliðsstjörnurnar Harry Kane og Jack Grealish. Enski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Tebas telur að ef fyrrnefnd félög myndu bjóða Messi svipaðan samning og hann fékk hjá Barcelona þá gæti það ekki verið annað en peningasvindl eða „financial doping“ eins og hann orðar það á enskunni. Hinn 34 ára gamli Messi er enn samningslaus eftir að samningur hann rann út 30. júní síðastliðinn. La Liga president Javier Tebas claimed the only way Manchester City could sign Lionel Messi is through 'financial doping'.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2021 Barcelona menn eru vongóðir um að semja aftur við besta leikmanninn í sögu félagsins en þá þurfa þeir líka að skera verulega niður launakostnað til að koma nýjum samningi hans fyrir undir launaþakinu. Spænska deildin stendur fast á sínu og leyfir Barcelona ekki að skila inn nýjum samningnum fyrr en félagið er komið undir launaþakið. Messi fékk yfir 500 milljónir evra á fjórum árum í gamla samningnum en það gera yfir 73 milljarða íslenskra króna en inn í þeirri tölu eru allir bónusar auk vikulegra launa. Javier Tebas segir að það sé enginn vafi á því að Messi þurfi að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. „Einmitt. Hann getur ekki getur ekki skrifað undir samskonar samning. Það er ómögulegt. Ég held að ekkert lið í Evrópu gæti borgað honum þá upphæð,“ sagði Javier Tebas en enskir miðlar eins og Sky Sport segir frá. Javier Tebas tells Man City that signing Lionel Messi would be 'financial doping' #mcfc https://t.co/tIpNujybMv— Manchester City News (@ManCityMEN) July 8, 2021 Tebas er á því að fótboltinn þurfi að taka til í sínum fjármálum og hætta að borga þessi öfgalaun því það gengur ekki mikið lengur. Tebas segir líka að spænska deildin ætli ekki að gefa neitt eftir í stefnu sinni og hann veit ekki hvort nýr samningur Messi yrði kláraður fyrir 14. ágúst þegar deildin fer aftur af stað eftir sumarfrí. Messi hefur verið orðaður við bæði Manchester City og Paris Saint Germain. PSG hefur þegar samið við Sergio Ramos, Achraf Hakimi og Georginio Wijnaldum í sumar en Manchester City hefur verið orðað við ensku landsliðsstjörnurnar Harry Kane og Jack Grealish.
Enski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira