Barnahópur kominn í sóttkví eftir íþróttaæfingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2021 12:53 Þrír greindust með veiruna innanlands síðan á mánudag. Vísir/Vilhelm Hópur ellefu og tólf ára barna á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn í sóttkví, eftir að barn sem hafði verið með hópnum á íþróttaæfingu greindist með kórónuveiruna í gær. Ekkert bóluefni hefur fengið markaðsleyfi fyrir börn undir tólf ára aldri. Þrír hafa greinst með kórónuveiuruna innanlands frá því síðustu tölur um faraldurinn hér á landi voru gefnar út á mánudag. Tveir greindust á mánudag og voru í sóttkví. Þá greindist einn í gær, en þá var um að ræða barn undir tólf ára aldri, sem var utan sóttkvíar við greiningu. Bólusetningar barna á aldrinum tólf til fimmtán ára eiga að óbreyttu að hefjast í haust, þegar skólastarfsemi hefst að nýju. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það hefði litlu breytt ef bólusetning þess aldurshóps hefði verið hafin, enda ekkert bóluefni komið með markaðsleyfi fyrir börn undir tólf ára aldri. „Það sem við erum að skoða núna er hvað eru margir að greinast með smit sem eru að koma frá útlöndum, hvort þeir eru bólusettir eða ekki og hvort þeir eru að smita eitthvað frá sér hér innanlands. Sem betur fer er það fátítt, við erum ekki með mörg smit núna á síðustu tveimur vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að fyrirhuguð bólusetning barna hefði litlu breytt í þessu tilfelli, enda barnið sem greindist undir tólf ára aldri. Ekkert bóluefni hefur fengið markaðsleyfi fyrir svo ung börn.Vísir Hann segir að búast megi við því áfram að fólk sem hefur verið í samskiptum við smitaða einstaklinga verði sent í sóttkví, óháð því hvort það er bólusett eða ekki. „Ef það hefur verið mikill samgangur við þann sem er að greinast. Við höldum því áfram. Við erum áfram að setja fólk í sóttkví og einangrun eins og við höfum gert áður. Það er eina ráðið til þess að halda vel utan um það sem er að gerast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íþróttir barna Tengdar fréttir Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Þrír hafa greinst með kórónuveiuruna innanlands frá því síðustu tölur um faraldurinn hér á landi voru gefnar út á mánudag. Tveir greindust á mánudag og voru í sóttkví. Þá greindist einn í gær, en þá var um að ræða barn undir tólf ára aldri, sem var utan sóttkvíar við greiningu. Bólusetningar barna á aldrinum tólf til fimmtán ára eiga að óbreyttu að hefjast í haust, þegar skólastarfsemi hefst að nýju. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það hefði litlu breytt ef bólusetning þess aldurshóps hefði verið hafin, enda ekkert bóluefni komið með markaðsleyfi fyrir börn undir tólf ára aldri. „Það sem við erum að skoða núna er hvað eru margir að greinast með smit sem eru að koma frá útlöndum, hvort þeir eru bólusettir eða ekki og hvort þeir eru að smita eitthvað frá sér hér innanlands. Sem betur fer er það fátítt, við erum ekki með mörg smit núna á síðustu tveimur vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að fyrirhuguð bólusetning barna hefði litlu breytt í þessu tilfelli, enda barnið sem greindist undir tólf ára aldri. Ekkert bóluefni hefur fengið markaðsleyfi fyrir svo ung börn.Vísir Hann segir að búast megi við því áfram að fólk sem hefur verið í samskiptum við smitaða einstaklinga verði sent í sóttkví, óháð því hvort það er bólusett eða ekki. „Ef það hefur verið mikill samgangur við þann sem er að greinast. Við höldum því áfram. Við erum áfram að setja fólk í sóttkví og einangrun eins og við höfum gert áður. Það er eina ráðið til þess að halda vel utan um það sem er að gerast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íþróttir barna Tengdar fréttir Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum