England er komið í sinn fyrsta úrslitaleik á stórmóti síðan 1966 er liðið varð heimsmeistari, þá einnig á heimavelli. Liðið komst í undanúrslit á EM 1996, einnig á Wembley, en beið þá lægri hlut gegn Þjóðverjum.
Loksins loksins er liðið komið í úrslitaleik á nýjan leik og má reikna með að taugarnar séu þandar. Samkvæmt Stats Perform eru 39,9 prósent líkur á að Harry Kane lyfti Evrópumeistaratitlinum.
Ekki kemur fram hvort heimavöllurinn sé tekinn með í reikninginn.
60.1% - Italy are currently favoured with a 60.1% chance of winning EURO 2020, according to the Stats Perform prediction model (England, 39.9%). Villains. #ITA #EURO2020 pic.twitter.com/57oQpogeGP
— OptaJoe (@OptaJoe) July 8, 2021
Líkurnar eru því með Ítölum í hag ef marka má þessa tölfræði. 60,1 prósent líkur eru á að þeir verði Evrópumeistarar.
Bæði lið lentu í vandræðum í undanúrslitum mótsins en England þurfti umdeilda vítaspyrnu í framlengingu gegn Danmörku til að tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn. Kane brenndi reyndar af vítinu en fylgdi eftir og tryggði Englandi 2-1 sigur.
Ítalía var enn nær því að falla úr leik en leik þeirra gegn Spáni lauk 1-1 eftir venjulegan leiktíma sem og framlengingu. Því var farið í vítaspyrnukeppni þar sem Gianluigi Donnarumma reyndist hetja Ítala sem eru komnir í annan úrslitaleikinn á síðustu þremur Evrópumótum.
Ítalir vonast eftir jafnari úrslitaleik heldur en 2012 en þá tapaði Ítalíu 4-0 gegn Spáni.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.